Galdrabrennur nútímans Kristján Ingimarsson skrifar 11. október 2023 14:00 Á miðöldum voru stundaðar galdrabrennur og galdraofsóknir hér á landi og höfðu þær þá verið stundaðar í Evrópu um nokkurt skeið. Galdrabrennurnar byggðust á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Í Evrópu var alþekkt að kaþólska kirkjan vildi berjast gegn villutrúarmönnum sem talið var að þjónaði djöflinum. Hér á landi var þetta meira tengt við galdra og sem dæmi má nefna að ef manneskja veiktist skepna drapst eða annað í þeim dúr, þá fór fólk að trúa því að þetta hefði verið gert með göldrum. Smátt og smátt magnaðist hið illa umtal þar til þeir sem voru taldir sökudólgar voru brenndir á báli við fögnuð almúgans. Horfandi á íslenskt þjóðfélag í dag þá veltir maður því fyrir sér hvort svo mikið hafi breyst. Öðru hvoru heyrir maður af eineltismálum þar sem ákveðinn hópur veitist að einstaklingi með ofbeldi, sem oft á tíðum sprettur af tortryggni, illu umtali og fáfræði með skelfilegum afleiðingum. Getur verið að þessu megi líkja við nútíma galdrabrennu? Með tilkomu samfélagsmiðla og stundum hjálp fjölmiðla er það alþekkt að almenningur dæmi einstaklinga seka fyrir meint brot þar sem almannadómurinn byggist á tortryggni, illu umtali og fáfræði og hefur í för með sér skelfilegar afleiðingar. Getur verið að þessu megi líkja við nútíma galdrabrennu? Nú svo gerist það að fólk kemur saman á Austurvelli og mótmælir hinu og þessu og krefst ýmissa hluta. Til dæmis kom fólk saman um liðna helgi til að mótmæla laxeldi. Þetta minnir líka á galdrabrennur miðalda þar sem trú fólks og viðhorf byggjast á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Fólk hefur kerfisbundið verið matað á röngum upplýsingum og ef sama lygin er sögð nógu oft fer fólk að trúa henni. Skiptir þá engu hvað vísindin segja, hvað þá raunveruleikinn. Því er haldið fram að laxeldinu fylgi mengun. Staðreyndin er sú að eldinu er stjórnað eftir ákveðnu kerfi og reglum þannig að ekki hljótist af mengun. Sem dæmi má nefna að í Berufirði hefur verið stundað eldi frá 2002 og þar eins og annarsstaðar er fjörðurinn vaktaður en aldrei hefur þessi meinta mengun fundist. Fáir virðast hafa áhuga á að kynna sér þetta eða trúa þessu enda er auðveldara að trúa því sem einhver kjaftaskúmur segir á Facebook. Því er haldið fram að eldislax útrými villtum stofnum. Hvergi í heiminum hefur eldislax útrýmt villtum stofnum og að mati færustu vísindamanna á þessu sviði þarf ágengni að vera að minnsta kosti 4% á hverju ári áratugum saman til þess að erfðablöndun nái að skerða hæfni stofns árinnar. Náttúruvalið er miskunnarlaust en hagstætt villtum stofnum. Einhverra hluta vegna trúir fólk samt frekar orðrómi en staðreyndum. Því er haldið fram að farið sé illa með eldislaxinn í kvíunum. Heldur fólk í alvöru að eldisbændur hugsi illa um fiskana sína? Það fólk hefur líklega ekki komið á fiskeldisstöð. Þegar sýndar eru myndir af eldislaxi eru jafnan valdar myndir af fáum einstaklingum sem hafa skaddast á meðan milljónir fallegra hraustra laxa synda um í vellystingum í kvíunum. Hafið þið heyrt talað um neikvæða rörsýn? Þetta er dæmi um slíkt. Neikvæð rörsýn: Þegar einblínt er á eitt neikvætt smáatriði eða eina hlið á máli þangað til það byrgir sýn á heildarmyndina. Mörg fleiri dæmi er hægt að nefna og hægt væri að kafa dýpra í þessi mál en líklega er það ekki til mikils, fólk trúir einfaldlega því sem það vill trúa án þess að vilja kynna sér málin of mikið. Eigum við að sætta okkur við að galdrabrennur af þessu tagi séu stundaðar hér á landi ennþá? Hvort sem um er að ræða fórnarlömb eineltis, fórnarlömb múgæsings eða hundruðir fjölskyldna um allt land sem hefur afkomu sína af laxeldi sem eru fórnarlömbin á meðan fólkið með kyndlana á Austurvelli sem alið hefur verið á fordómum er tilbúið að kveikja í og fagna. Höfundur er framleiðslu- og gæðastjóri hjá Búlandstindi ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á miðöldum voru stundaðar galdrabrennur og galdraofsóknir hér á landi og höfðu þær þá verið stundaðar í Evrópu um nokkurt skeið. Galdrabrennurnar byggðust á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Í Evrópu var alþekkt að kaþólska kirkjan vildi berjast gegn villutrúarmönnum sem talið var að þjónaði djöflinum. Hér á landi var þetta meira tengt við galdra og sem dæmi má nefna að ef manneskja veiktist skepna drapst eða annað í þeim dúr, þá fór fólk að trúa því að þetta hefði verið gert með göldrum. Smátt og smátt magnaðist hið illa umtal þar til þeir sem voru taldir sökudólgar voru brenndir á báli við fögnuð almúgans. Horfandi á íslenskt þjóðfélag í dag þá veltir maður því fyrir sér hvort svo mikið hafi breyst. Öðru hvoru heyrir maður af eineltismálum þar sem ákveðinn hópur veitist að einstaklingi með ofbeldi, sem oft á tíðum sprettur af tortryggni, illu umtali og fáfræði með skelfilegum afleiðingum. Getur verið að þessu megi líkja við nútíma galdrabrennu? Með tilkomu samfélagsmiðla og stundum hjálp fjölmiðla er það alþekkt að almenningur dæmi einstaklinga seka fyrir meint brot þar sem almannadómurinn byggist á tortryggni, illu umtali og fáfræði og hefur í för með sér skelfilegar afleiðingar. Getur verið að þessu megi líkja við nútíma galdrabrennu? Nú svo gerist það að fólk kemur saman á Austurvelli og mótmælir hinu og þessu og krefst ýmissa hluta. Til dæmis kom fólk saman um liðna helgi til að mótmæla laxeldi. Þetta minnir líka á galdrabrennur miðalda þar sem trú fólks og viðhorf byggjast á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Fólk hefur kerfisbundið verið matað á röngum upplýsingum og ef sama lygin er sögð nógu oft fer fólk að trúa henni. Skiptir þá engu hvað vísindin segja, hvað þá raunveruleikinn. Því er haldið fram að laxeldinu fylgi mengun. Staðreyndin er sú að eldinu er stjórnað eftir ákveðnu kerfi og reglum þannig að ekki hljótist af mengun. Sem dæmi má nefna að í Berufirði hefur verið stundað eldi frá 2002 og þar eins og annarsstaðar er fjörðurinn vaktaður en aldrei hefur þessi meinta mengun fundist. Fáir virðast hafa áhuga á að kynna sér þetta eða trúa þessu enda er auðveldara að trúa því sem einhver kjaftaskúmur segir á Facebook. Því er haldið fram að eldislax útrými villtum stofnum. Hvergi í heiminum hefur eldislax útrýmt villtum stofnum og að mati færustu vísindamanna á þessu sviði þarf ágengni að vera að minnsta kosti 4% á hverju ári áratugum saman til þess að erfðablöndun nái að skerða hæfni stofns árinnar. Náttúruvalið er miskunnarlaust en hagstætt villtum stofnum. Einhverra hluta vegna trúir fólk samt frekar orðrómi en staðreyndum. Því er haldið fram að farið sé illa með eldislaxinn í kvíunum. Heldur fólk í alvöru að eldisbændur hugsi illa um fiskana sína? Það fólk hefur líklega ekki komið á fiskeldisstöð. Þegar sýndar eru myndir af eldislaxi eru jafnan valdar myndir af fáum einstaklingum sem hafa skaddast á meðan milljónir fallegra hraustra laxa synda um í vellystingum í kvíunum. Hafið þið heyrt talað um neikvæða rörsýn? Þetta er dæmi um slíkt. Neikvæð rörsýn: Þegar einblínt er á eitt neikvætt smáatriði eða eina hlið á máli þangað til það byrgir sýn á heildarmyndina. Mörg fleiri dæmi er hægt að nefna og hægt væri að kafa dýpra í þessi mál en líklega er það ekki til mikils, fólk trúir einfaldlega því sem það vill trúa án þess að vilja kynna sér málin of mikið. Eigum við að sætta okkur við að galdrabrennur af þessu tagi séu stundaðar hér á landi ennþá? Hvort sem um er að ræða fórnarlömb eineltis, fórnarlömb múgæsings eða hundruðir fjölskyldna um allt land sem hefur afkomu sína af laxeldi sem eru fórnarlömbin á meðan fólkið með kyndlana á Austurvelli sem alið hefur verið á fordómum er tilbúið að kveikja í og fagna. Höfundur er framleiðslu- og gæðastjóri hjá Búlandstindi ehf.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun