Gabríel nýr forseti Uppreisnar Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2023 08:27 Gabríel Ingimarsson er nýr forseti Uppreisnar. Uppreisn Gabríel Ingimarsson var kjörinn nýr forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fram fór síðustu helgi. Hann hafði betur í forsetakjöri gegn Emmu Ósk Ragnarsdóttur. Í tilkynningu kemur fram að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Hann var um tíma formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála. Þá var Draumey Ósk Ómarsdóttir kjörinn varaforseti. Kosið var um fimm meðstjórnendur í framkvæmdastjórn og hlutu kjör þau Emma Ósk Ragnarsdóttir, Einar Geir Jónasson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Máni Þór Magnason og Stefanía Reynisdóttir,“ segir í tilkynningunni. Nýkjörin stjórn Uppreisnar: Ingunn Rós Kristjándóttir, Gabríel Ingimarsson, Máni Þór Magnason og Einar Geir Jónsson. Neðri röð frá hægri til vinstri - Stefanía Reynisdóttir, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Emma Ósk Ragnarsdóttir.Uppreisn Þar er haft eftir Gabríel að hann sé sannfærður um að frjálslynd stefna sé vel í stakk búin að kljást við brýn málefni samtímans. „Heilbrigðiskerfið hreinlega kallar eftir blönduðum rekstri, fasteignamarkaðurinn er í fjötrum regluverks og útgjaldablæti yfirvalda er komin út fyrir öll velsæmismörk - þrátt fyrir hækkun áfengisgjaldsins - og ungu fólki er sendur reikningurinn. Ég er spenntur að leiða Uppreisn áfram af krafti næsta árið, en falleg fyrirheit eru einskis virði ef þeim fylgir ekki áætlun. Þess vegna verður með mínum fyrstu verkum að hefja stefnumótandi vinnu fyrir félagið og undirbúa okkur fyrir kosningar sem gætu verið á næsta leyti ef marka má uppátæki ýmissa ráðherra hér á síðustu misserum,” segir Gabríel. Árleg Uppreisnarverðlaun veitt Á aðalfundinum voru hin árlegu Uppreisnarverðlaun veitt í sjötta sinn fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi. Annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis, stofnunar eða samtaka. Ingileif Friðriksdóttir, Natan Kolbeinsson fráfarandi forseti Uppreisnar, og Eyþór Máni Stefánsson verkefnastjóri Hopp.Uppreisn „Einstaklingsverðlaunin voru veitt Ingileif Friðriksdóttur fyrir að auka sýnileika hinsegin fólks í samfélaginu. Í gegnum Hinseginleikann og viðamikla fræðslu hefur Ingileif verið mikilvæg í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Uppreisnarverðlaunin í flokki fyrirtækis, stofnunar eða samtaka voru veitt Hopp fyrir framlag sitt til aukins valfrelsis fólks í samgöngum ásamt því að auka samkeppni á leigubílamarkaði. Innkoma Hopp á leigubílamarkaðinn opnaði á samkeppni sem er neytendum ótvírætt til góða. Á rafhlaupahjóla-markaði hefur Hopp rutt brautina fyrir nýjum og skemmtilegum samgöngumáta sem hefur sett nýjan brag á borgina og fjölda annarra sveitarfélaga um land allt. Eyþór Máni Stefánsson, verkefnastjóri Hopp, tók á móti verðlaununum,“ segir í tilkynningunni. Viðreisn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Hann var um tíma formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála. Þá var Draumey Ósk Ómarsdóttir kjörinn varaforseti. Kosið var um fimm meðstjórnendur í framkvæmdastjórn og hlutu kjör þau Emma Ósk Ragnarsdóttir, Einar Geir Jónasson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Máni Þór Magnason og Stefanía Reynisdóttir,“ segir í tilkynningunni. Nýkjörin stjórn Uppreisnar: Ingunn Rós Kristjándóttir, Gabríel Ingimarsson, Máni Þór Magnason og Einar Geir Jónsson. Neðri röð frá hægri til vinstri - Stefanía Reynisdóttir, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Emma Ósk Ragnarsdóttir.Uppreisn Þar er haft eftir Gabríel að hann sé sannfærður um að frjálslynd stefna sé vel í stakk búin að kljást við brýn málefni samtímans. „Heilbrigðiskerfið hreinlega kallar eftir blönduðum rekstri, fasteignamarkaðurinn er í fjötrum regluverks og útgjaldablæti yfirvalda er komin út fyrir öll velsæmismörk - þrátt fyrir hækkun áfengisgjaldsins - og ungu fólki er sendur reikningurinn. Ég er spenntur að leiða Uppreisn áfram af krafti næsta árið, en falleg fyrirheit eru einskis virði ef þeim fylgir ekki áætlun. Þess vegna verður með mínum fyrstu verkum að hefja stefnumótandi vinnu fyrir félagið og undirbúa okkur fyrir kosningar sem gætu verið á næsta leyti ef marka má uppátæki ýmissa ráðherra hér á síðustu misserum,” segir Gabríel. Árleg Uppreisnarverðlaun veitt Á aðalfundinum voru hin árlegu Uppreisnarverðlaun veitt í sjötta sinn fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi. Annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis, stofnunar eða samtaka. Ingileif Friðriksdóttir, Natan Kolbeinsson fráfarandi forseti Uppreisnar, og Eyþór Máni Stefánsson verkefnastjóri Hopp.Uppreisn „Einstaklingsverðlaunin voru veitt Ingileif Friðriksdóttur fyrir að auka sýnileika hinsegin fólks í samfélaginu. Í gegnum Hinseginleikann og viðamikla fræðslu hefur Ingileif verið mikilvæg í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Uppreisnarverðlaunin í flokki fyrirtækis, stofnunar eða samtaka voru veitt Hopp fyrir framlag sitt til aukins valfrelsis fólks í samgöngum ásamt því að auka samkeppni á leigubílamarkaði. Innkoma Hopp á leigubílamarkaðinn opnaði á samkeppni sem er neytendum ótvírætt til góða. Á rafhlaupahjóla-markaði hefur Hopp rutt brautina fyrir nýjum og skemmtilegum samgöngumáta sem hefur sett nýjan brag á borgina og fjölda annarra sveitarfélaga um land allt. Eyþór Máni Stefánsson, verkefnastjóri Hopp, tók á móti verðlaununum,“ segir í tilkynningunni.
Viðreisn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Innlent Fleiri fréttir Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur Sjá meira