„Íslendingar virðast oft eiga heimsmet í skammsýni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. október 2023 15:31 Hljómsveitin Celebs er meðal þeirra sem koma fram á Hálendishátíðinni. Vísir/Vilhelm „Okkur þykir einstaklega vænt um að vera partur af hátíð sem þessari þar sem okkur er svo innilega annt um umhverfi okkar og þá náttúruperlu sem hálendi okkar Íslendinga er,“ segir hljómsveitin Celebs, sem kemur fram á Hálendishátíðinni á miðvikudagskvöld í Iðnó. Landvernd stendur fyrir þessari hátíð og tónleikaseríu þar sem fjölbreytt tónlistaratriði stíga á stokk en ásamt sveitinni Celebs verða GDRN, Lón og Kári. Benedikt Traustason formaður Landvarðafélags Íslands er ræðumaður kvöldsins og Villi Netó kynnir. „Dýrmætasta sem við eigum“ Blaðamaður ræddi við Suðureyrar systkinin Valgeir Skorra, Hrafnkel og Kötlu sem mynda Celebs. „Okkur þykir mikilvægt að fólk hafi það í huga að þetta er ekki sjálfgefið, við erum heppin með náttúruna okkar og eigum að koma fram við hana af þeirri virðingu sem hún á skilið. Við eigum að hlúa að henni, ekki ganga um of á hana en þar sem Íslendingar virðast oft eiga heimsmet í skammsýni þá er það hægara sagt en gert. Ósnortin náttúran er það dýrmætasta sem við eigum og hvetjum við öll til að leggja þessu góða málefni lið.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Bongó, blús & næs með Celebs: Þau segja tónlistina sannarlega nýtast sér vel við ýmsa hluti, þar á meðal að koma áleiðis þeim málefnum sem skiptir þau máli. „Tónlist getur hjálpað okkur að losa um uppbyggða spennu. Hvort sem hún er þung eða hress, lamandi eða lífgandi þá losar tónlist um orku og getur jafnvel hjálpað okkur að bugast ekki gagnvart öllu því rugli sem er í gangi alla daga, á öllum skölum í kringum okkur. Dómsdagur er í nánd og við viljum veita þeim lið sem eru að berjast gegn þeirri þróun og leyfa okkur að dansa smá.“ Markmiðið að efla kærleikann gagnvart Hálendinu Í fréttatilkynningu segir að með tónleikunum vilji Landvernd og listamennirnir sem fram koma vekja athygli á dásemdum Hálendisins. „Á sama tíma viljum við líka benda á þær ógnir er að því steðja. Markmið tónleikanna er að efla kærleikann gagnvart Hálendinu og gefa því málsvara, en víða er að því sótt þessa dagana. Ágóði af tónleikunum verður notaður til að verja og vernda Hálendi Íslands svo við öll og komandi kynslóðir getum notið dásemda þess.“ GDRN, Kári, Celebs og Lón koma fram í Iðnó.Aðsend Benedikt Traustason, formaður Landvarðarfélags Íslands og ræðumaður kvöldsins, segir hátíðina skipta miklu máli. „Hálendið er og á að vera okkar allra en það er alls ekki sjálfgefið að þannig verði það áfram. Ef við viljum að börnin okkar og börnin þeirra fái að njóta hálendisins þurfa ólíkir hópar, sem þykir öllum vænt um hálendið, að hefja samtal þó svo að þeir séu ekki alltaf sammála um útfærslur.“ Þá segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, að Hálendið sé verðmæti sem ber að varðveita. „Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita.“ Hér má finna nánari upplýsingar um hátíðina. Tónleikar á Íslandi Umhverfismál Tónlist Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Landvernd stendur fyrir þessari hátíð og tónleikaseríu þar sem fjölbreytt tónlistaratriði stíga á stokk en ásamt sveitinni Celebs verða GDRN, Lón og Kári. Benedikt Traustason formaður Landvarðafélags Íslands er ræðumaður kvöldsins og Villi Netó kynnir. „Dýrmætasta sem við eigum“ Blaðamaður ræddi við Suðureyrar systkinin Valgeir Skorra, Hrafnkel og Kötlu sem mynda Celebs. „Okkur þykir mikilvægt að fólk hafi það í huga að þetta er ekki sjálfgefið, við erum heppin með náttúruna okkar og eigum að koma fram við hana af þeirri virðingu sem hún á skilið. Við eigum að hlúa að henni, ekki ganga um of á hana en þar sem Íslendingar virðast oft eiga heimsmet í skammsýni þá er það hægara sagt en gert. Ósnortin náttúran er það dýrmætasta sem við eigum og hvetjum við öll til að leggja þessu góða málefni lið.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Bongó, blús & næs með Celebs: Þau segja tónlistina sannarlega nýtast sér vel við ýmsa hluti, þar á meðal að koma áleiðis þeim málefnum sem skiptir þau máli. „Tónlist getur hjálpað okkur að losa um uppbyggða spennu. Hvort sem hún er þung eða hress, lamandi eða lífgandi þá losar tónlist um orku og getur jafnvel hjálpað okkur að bugast ekki gagnvart öllu því rugli sem er í gangi alla daga, á öllum skölum í kringum okkur. Dómsdagur er í nánd og við viljum veita þeim lið sem eru að berjast gegn þeirri þróun og leyfa okkur að dansa smá.“ Markmiðið að efla kærleikann gagnvart Hálendinu Í fréttatilkynningu segir að með tónleikunum vilji Landvernd og listamennirnir sem fram koma vekja athygli á dásemdum Hálendisins. „Á sama tíma viljum við líka benda á þær ógnir er að því steðja. Markmið tónleikanna er að efla kærleikann gagnvart Hálendinu og gefa því málsvara, en víða er að því sótt þessa dagana. Ágóði af tónleikunum verður notaður til að verja og vernda Hálendi Íslands svo við öll og komandi kynslóðir getum notið dásemda þess.“ GDRN, Kári, Celebs og Lón koma fram í Iðnó.Aðsend Benedikt Traustason, formaður Landvarðarfélags Íslands og ræðumaður kvöldsins, segir hátíðina skipta miklu máli. „Hálendið er og á að vera okkar allra en það er alls ekki sjálfgefið að þannig verði það áfram. Ef við viljum að börnin okkar og börnin þeirra fái að njóta hálendisins þurfa ólíkir hópar, sem þykir öllum vænt um hálendið, að hefja samtal þó svo að þeir séu ekki alltaf sammála um útfærslur.“ Þá segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, að Hálendið sé verðmæti sem ber að varðveita. „Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita.“ Hér má finna nánari upplýsingar um hátíðina.
Tónleikar á Íslandi Umhverfismál Tónlist Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira