Á morgun kemur skólinn, hvar verða skýin þá? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 9. október 2023 07:01 Það er rétt að minna á að það fá ekki öll börn fræðslu heima fyrir, og síst þau sem allra mest þurfa á henni að halda. Í vikunni sem leið stóð Kennarasamband Íslands fyrir kennaraviku í tilefni alþjóðlegs dags kennara þann 5. október. Á sama tíma bar einna hæst á baugi umræða um kynfræðslu í skólum til yngri aldurshópa og hlutverk grunnskólanna í því að veita slíka fræðslu. Þessi umræða hefur jafnframt verið fyrirferðarmikil um hinseginmálefni og hvort æskilegt væri að fræða grunnskólanemendur um mismunandi kynhneigðir og kyngervi. Þessi umræða hefur öðru fremur staðfest að hér á landi ríkir almenn og breið þjóðfélagsleg sátt um að börn fái viðeigandi fræðslu og menntun í grunnskólanum um eigin líkama, kynheilbrigði, kynhneigðir og mismunandi fjölskyldumynstur – þekkingu sem endurspeglar þeirra daglega líf og áskoranir sem þar birtast. Stafrænn veruleiki barna Það er því ekki lítið á kennara lagt, og börnin okkar ekki heldur. Við búum að því að eiga þaulmenntaða kennarastétt þar sem margir hafa orðið sér úti um djúpa sérhæfingu á sínu sviði. Ein stærsta áskorun þeirrar kynslóðar sem vex nú úr grasi er læra að fóta sig í stafrænum heimi. Nýleg rannsókn Fjölmiðlanefndar og HÍ sýnir okkur að yfirgnæfandi meirihluti barna á grunnskólaaldri fær farsíma í hendur og um leið aðgang að upplýsingum sem eru misáreiðanlegar og oft á tíðum skaðlegar þeim. Þessi umræða er því nátengd þeirri sem lýtur að upplýsingatæknikennslu í grunnskólum. Ólíkt kyn- og hinseginfræðslu, er upplýsinga- og tæknimennt er með beinum orðum nefnd í aðalnámskrá fyrir grunnskóla að virtri endurskoðun hennar frá árinu 2013. Lykilhæfniviðmið og almenn hæfniviðmið eru metnaðarfull og gera í mjög stuttu máli meðal annars ráð fyrir að við lok 10. bekkjar geti nemandi nýtt sér upplýsingatækni til að afla sér þekkingar. Uppnám í upplýsingatæknikennslu Það er ástæða fyrir því að þetta er ávarpað hér. Upplýsingatæknikennsla er nefnilega í ákveðnu uppnámi. Fyrir liggja tvær ákvarðanir Persónuverndar um nýtingu kennslulausna, annars vegar gagnvart Reykjavíkurborg í lok árs 2021 og nú síðast gegn Kópavogsbæ í maí 2023. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að það sé mat stofnunarinnar að sveitarfélögum (og þar með talið grunnskólum) sé ekki í sjálfsvald sett að nýta lausnir sem þessar vegna ýmissa áhættuþátta og skorti á lagaheimildum þar um. Þá hefur eftirlitsyfirvaldið jafnframt haft nýtingu skýjalausna til skoðunar á undanförnum mánuðum. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort grunnskólum í stærstu sveitarfélögum verði hreinlega gert að láta af nýtingu almennra skýjalausna sem metin hefur verið forsvaranleg af helstu sérfræðingum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni, ekki síst að virtri þýðingu hennar fyrir upplýsingatæknikennslu. Erfiðara á Íslandi Á mannamáli þýðir þetta að tækninni (eins og við þekkjum hana í daglegu starfi) yrði gott sem úthýst úr íslenskum skólastofum. Íslenskum grunnskólum er að þessu leyti sniðinn mun þrengri stakkur en á Norðurlöndum og í Evrópu, sem þýðir að bannið verður ekki aðeins leitt til almennu persónuverndarreglugerðar ESB sem tók gildi árið 2018. Margir velta því fyrir sér hvað veldur hinni séríslensku nálgun. Persónuvernd stendur ekki á svörum – það á að vernda börnin og hindra það í lengstu lög að persónuupplýsingar þeirra verði afhentar tæknirisum á silfurfati. Það er góðra gjalda vert, og ekkert sveitarfélag vill stunda slíka gagnaflutninga. Aðferðir og leiðir Persónuverndar til að stemma stigu við slíku koma hvorki heim og saman við aðalnámskrá grunnskóla, né bera þær með sér að grunnskólinn er lykilvettvangur þess þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni barna. Við gerum það fyrst og fremst með því að kenna þeim að bera sig rétt að í upplýsingasamfélaginu. Kennarar kunna sitt fag, og gott betur Þegar horft er á söguna hefur ekki reynst farsælt neita að horfast í augu við áskoranir samtímans að og meina börnum að fræðast um þær. Að því er lýtur að upplýsingatækni er vandséð hvernig á að ná fram markmiðum aðalnámskrár ef kennarar geta ekki nýtt skýjalausnir með sama hætti og viðgengst með farsælum hætti á Norðurlöndunum og víðs vegar í Evrópu. Þar þurfa öll að læra að fóta sig. Skólastarf hefur liðið verulega fyrir þessa óvissu á undanförnum misserum og ber framkvæmdavaldinu, með skýrri aðkomu Alþingis ef þess gerist þörf, að skapa kennurum ótvíræð starfsskilyrði og leggja línur um framtíðarsýn í málaflokknum. Það er ekki síst skylda okkar að sjá grunnskólanemendum fyrir því að þau fái þessa kennslu ekki aðeins heima fyrir. Nemendur þurfa öfluga upplýsingatæknikennslu mótaða af okkar færustu sérfræðingum, og hana fá þau í grunnskólanum. Það er vel þess virði að gjalda varhug við hvers konar yfirlýsingum um að börnum standi ógn af fræðslu og kennslu á því umhverfi sem endurspeglar daglegt líf þeirra. Ég óska kennurum til hamingju með alþjóðlegan kennaradag. Það eruð þið sem eruð sérfræðingar í hagsmunum barna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingin Grunnskólar Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er rétt að minna á að það fá ekki öll börn fræðslu heima fyrir, og síst þau sem allra mest þurfa á henni að halda. Í vikunni sem leið stóð Kennarasamband Íslands fyrir kennaraviku í tilefni alþjóðlegs dags kennara þann 5. október. Á sama tíma bar einna hæst á baugi umræða um kynfræðslu í skólum til yngri aldurshópa og hlutverk grunnskólanna í því að veita slíka fræðslu. Þessi umræða hefur jafnframt verið fyrirferðarmikil um hinseginmálefni og hvort æskilegt væri að fræða grunnskólanemendur um mismunandi kynhneigðir og kyngervi. Þessi umræða hefur öðru fremur staðfest að hér á landi ríkir almenn og breið þjóðfélagsleg sátt um að börn fái viðeigandi fræðslu og menntun í grunnskólanum um eigin líkama, kynheilbrigði, kynhneigðir og mismunandi fjölskyldumynstur – þekkingu sem endurspeglar þeirra daglega líf og áskoranir sem þar birtast. Stafrænn veruleiki barna Það er því ekki lítið á kennara lagt, og börnin okkar ekki heldur. Við búum að því að eiga þaulmenntaða kennarastétt þar sem margir hafa orðið sér úti um djúpa sérhæfingu á sínu sviði. Ein stærsta áskorun þeirrar kynslóðar sem vex nú úr grasi er læra að fóta sig í stafrænum heimi. Nýleg rannsókn Fjölmiðlanefndar og HÍ sýnir okkur að yfirgnæfandi meirihluti barna á grunnskólaaldri fær farsíma í hendur og um leið aðgang að upplýsingum sem eru misáreiðanlegar og oft á tíðum skaðlegar þeim. Þessi umræða er því nátengd þeirri sem lýtur að upplýsingatæknikennslu í grunnskólum. Ólíkt kyn- og hinseginfræðslu, er upplýsinga- og tæknimennt er með beinum orðum nefnd í aðalnámskrá fyrir grunnskóla að virtri endurskoðun hennar frá árinu 2013. Lykilhæfniviðmið og almenn hæfniviðmið eru metnaðarfull og gera í mjög stuttu máli meðal annars ráð fyrir að við lok 10. bekkjar geti nemandi nýtt sér upplýsingatækni til að afla sér þekkingar. Uppnám í upplýsingatæknikennslu Það er ástæða fyrir því að þetta er ávarpað hér. Upplýsingatæknikennsla er nefnilega í ákveðnu uppnámi. Fyrir liggja tvær ákvarðanir Persónuverndar um nýtingu kennslulausna, annars vegar gagnvart Reykjavíkurborg í lok árs 2021 og nú síðast gegn Kópavogsbæ í maí 2023. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að það sé mat stofnunarinnar að sveitarfélögum (og þar með talið grunnskólum) sé ekki í sjálfsvald sett að nýta lausnir sem þessar vegna ýmissa áhættuþátta og skorti á lagaheimildum þar um. Þá hefur eftirlitsyfirvaldið jafnframt haft nýtingu skýjalausna til skoðunar á undanförnum mánuðum. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort grunnskólum í stærstu sveitarfélögum verði hreinlega gert að láta af nýtingu almennra skýjalausna sem metin hefur verið forsvaranleg af helstu sérfræðingum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni, ekki síst að virtri þýðingu hennar fyrir upplýsingatæknikennslu. Erfiðara á Íslandi Á mannamáli þýðir þetta að tækninni (eins og við þekkjum hana í daglegu starfi) yrði gott sem úthýst úr íslenskum skólastofum. Íslenskum grunnskólum er að þessu leyti sniðinn mun þrengri stakkur en á Norðurlöndum og í Evrópu, sem þýðir að bannið verður ekki aðeins leitt til almennu persónuverndarreglugerðar ESB sem tók gildi árið 2018. Margir velta því fyrir sér hvað veldur hinni séríslensku nálgun. Persónuvernd stendur ekki á svörum – það á að vernda börnin og hindra það í lengstu lög að persónuupplýsingar þeirra verði afhentar tæknirisum á silfurfati. Það er góðra gjalda vert, og ekkert sveitarfélag vill stunda slíka gagnaflutninga. Aðferðir og leiðir Persónuverndar til að stemma stigu við slíku koma hvorki heim og saman við aðalnámskrá grunnskóla, né bera þær með sér að grunnskólinn er lykilvettvangur þess þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni barna. Við gerum það fyrst og fremst með því að kenna þeim að bera sig rétt að í upplýsingasamfélaginu. Kennarar kunna sitt fag, og gott betur Þegar horft er á söguna hefur ekki reynst farsælt neita að horfast í augu við áskoranir samtímans að og meina börnum að fræðast um þær. Að því er lýtur að upplýsingatækni er vandséð hvernig á að ná fram markmiðum aðalnámskrár ef kennarar geta ekki nýtt skýjalausnir með sama hætti og viðgengst með farsælum hætti á Norðurlöndunum og víðs vegar í Evrópu. Þar þurfa öll að læra að fóta sig. Skólastarf hefur liðið verulega fyrir þessa óvissu á undanförnum misserum og ber framkvæmdavaldinu, með skýrri aðkomu Alþingis ef þess gerist þörf, að skapa kennurum ótvíræð starfsskilyrði og leggja línur um framtíðarsýn í málaflokknum. Það er ekki síst skylda okkar að sjá grunnskólanemendum fyrir því að þau fái þessa kennslu ekki aðeins heima fyrir. Nemendur þurfa öfluga upplýsingatæknikennslu mótaða af okkar færustu sérfræðingum, og hana fá þau í grunnskólanum. Það er vel þess virði að gjalda varhug við hvers konar yfirlýsingum um að börnum standi ógn af fræðslu og kennslu á því umhverfi sem endurspeglar daglegt líf þeirra. Ég óska kennurum til hamingju með alþjóðlegan kennaradag. Það eruð þið sem eruð sérfræðingar í hagsmunum barna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun