Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Valur 81-96 | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2023 21:46 vísir/bára Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Heimamenn í Þór byrjuðu mun betur og virtist vera hálfgerður haustbragur yfir Völsurum. Þórsarar skoruðu sjö af fyrstu átta stigum leiksins og voru komnir með tólf stiga forskot þegar fyrsti leikhluti var um það bil hálfnaður, staðan 20-8. Áfram héldu heimamenn og náðu mest 15 stiga forskoti í fyrsta leikhluta, en gestirnir klóruðu í bakkann og staðan var 25-15 er honum lauk. Þórsarar virtust svo ætla að keyra gestina í kaf í upphafi annars leikhluta. Liðið skoraði fyrstu átta stig leikhlutans og náðu 18 stiga forskoti í stöðunni 33-15, en þá loksins vöknuðu Valsmenn til lífsins. Rauðklæddu gestirnir skoruðu tíu stig í röð og söxuðu svo enn frekar á forskot Þórsara eftir það. Skotnýting Þórsara versnaði til muna og vörn Vals sá til þess að heimamenn fundu fáar leiðir að körfunni. Valsmenn náðu að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks, en Þórsarar skoruðu seinasta stigið fyrir hlé og gengu því til búningsherbergja með eins stigs forskot, staðan 45-44. Valsmenn höfðu meðbyrinn með sér í síðari hálfleik og nýttu hann vel. Þrátt fyrir að ná aldrei að slíta Þórsara algjörlega frá sér virtist Valsliðið hafa nokkuð góða stjórn á leiknum. Sóknarleikur Þórsara gekk illa, liðið átti erfitt með að komast að körfunni og skotnýtingin var ekki upp á marga fiska. Valsliðið gekk á lagið og fór með níu stiga forskot inn í lokaleikhlutann, 68-77. Það sama var uppi á teningnum í fjórða leikhluta og þrátt fyrir að munurinn á liðunum hafi lengst af ekki verið meiri en tíu stig leit aldrei út fyrir að endurkoma væri í kortunum hjá heimamönnum. Valsmenn héldu sínu striki og svöruðu í hvert skipti sem Þórsarar gerðu sig líklega til að hefjá áhlaup og gestirnir unnu að lokum góðan 15 stiga sigur, 81-96. Af hverju vann Valur? Eftir erfiða byrjun á leiknum voru Valsmenn heilt yfir sterkari. Um leið og liðið fann taktinn virtust öll skot detta á meðan Þórsarar þurftu að hafa mikið fyrir sínum stigum. Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson kom virkilega sterkur inn í sóknarleik Vals og skilaði 20 stigum og fimm stoðsendingum. Þá datt Kristinn Pálsson heldur betur í gang í þriðja leikhluta og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum. Í liði Þórs var Darwin Davis Jr. atkvæðamestur með 26 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar. Hvað gekk illa? Eftir frábæra byrjun heimamanna gekk Þórsurum heldur illa að klára sóknirnar sínar. Skotnýting liðsins í seinni hálfleik og seinni hluta annars leikhluta var langt undir pari og allt í allt skoraði liðið aðeins úr 35 prósent skota sinna. Lárus: Lárus Jónsson, þjálfari Þórs.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst við byrja nokkuð vel. Við vorum aggressívir og vorum að spila nokkuð hratt, við vorum að fara í sóknarfráköst og spila góða vörn í fyrsta leikhluta. En svo fannst mér vörnin hjá okkur vera svo léleg í öðrum og þriðja leikhluta að mér fannst það kannski vera það sem skóp þennan sigur Vals,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, í leikslok. „Þeir voru að hitta betur heldur en við. Mér fannst við vera að ná að opna þá bara mjög vel á tímabili, en við fengum ekkert fyrir það og þá varð þetta erfiðara og erfiðara. En þeir stjórnuðu leiknum frá miðjum öðrum leikhluta.“ Hann segir það hafa verið erfitt að fara aðeins einu stigi yfir inn í hálfleikinn eftir að hafa verið með 18 stiga forskot í upphafi annars leikhluta. „Það er alltaf gott að fara með meðbyr inn í hálfleikinn eins og Valsarar voru með. Við náðum ekki að fylgja eftir þessari góðu byrjun, en ég er samt nokkuð ánægður með margt hjá okkur. Miðað við fyrsta leik fannst mér þetta fínasta frammistaða.“ „Valsarar eru bara með mikil gæði. Þeir voru að setja skot yfir menn, langt fyrir utan þriggja stiga og allt svoleiðis. Mér fannst við oft ná upp ágætis spili og strákarnir vera að standa sig nokkuð vel. Ég er ekki að segja að þetta hafi verið frábær leikur hjá okkur, en á köflum sýndum við mjög góðan leik. Við vorum bara að spila á móti mjög góðu liði.“ Lárus vildi þó ekki einungis hrósa sínu liði, heldur hrósaði hann einnig Valsmönnum fyrir sinn leik. „Þeir spila mjög góða vörn. Við vorum kannski að komast á körfuna og að körfunni, en þetta var kannski bara svona ofan í og upp úr hjá okkur.“ Hann tjáði seig þó einnig um slæma skotnýtingu sinna manna í leiknum. „Við vorum ekki að hitta vel í seinni hálfleik, en oft er þetta eitthvað sem þú býrð bara til. Þú býrð til góða skotnýtingu með því að gera litlu hlutina vel. Mér fannst við búa það til í fyrri hálfleik með því að fara í sóknarfráköst, stela boltanum og þá vorum við að skora. Það fannst mér alveg vanta í öðrum og þriðja leikhluta. Það vantaði bara aðeins meiri ákefð í okkur og með henni gerast góðir hlutir sóknarlega.“ „Ef þú ert ekki með ákefð varnarlega eða færð ekki sóknarfráköst þá gerist það oft þannig að þú ert ekki að hitta vel fyrir utan,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur
Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Heimamenn í Þór byrjuðu mun betur og virtist vera hálfgerður haustbragur yfir Völsurum. Þórsarar skoruðu sjö af fyrstu átta stigum leiksins og voru komnir með tólf stiga forskot þegar fyrsti leikhluti var um það bil hálfnaður, staðan 20-8. Áfram héldu heimamenn og náðu mest 15 stiga forskoti í fyrsta leikhluta, en gestirnir klóruðu í bakkann og staðan var 25-15 er honum lauk. Þórsarar virtust svo ætla að keyra gestina í kaf í upphafi annars leikhluta. Liðið skoraði fyrstu átta stig leikhlutans og náðu 18 stiga forskoti í stöðunni 33-15, en þá loksins vöknuðu Valsmenn til lífsins. Rauðklæddu gestirnir skoruðu tíu stig í röð og söxuðu svo enn frekar á forskot Þórsara eftir það. Skotnýting Þórsara versnaði til muna og vörn Vals sá til þess að heimamenn fundu fáar leiðir að körfunni. Valsmenn náðu að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks, en Þórsarar skoruðu seinasta stigið fyrir hlé og gengu því til búningsherbergja með eins stigs forskot, staðan 45-44. Valsmenn höfðu meðbyrinn með sér í síðari hálfleik og nýttu hann vel. Þrátt fyrir að ná aldrei að slíta Þórsara algjörlega frá sér virtist Valsliðið hafa nokkuð góða stjórn á leiknum. Sóknarleikur Þórsara gekk illa, liðið átti erfitt með að komast að körfunni og skotnýtingin var ekki upp á marga fiska. Valsliðið gekk á lagið og fór með níu stiga forskot inn í lokaleikhlutann, 68-77. Það sama var uppi á teningnum í fjórða leikhluta og þrátt fyrir að munurinn á liðunum hafi lengst af ekki verið meiri en tíu stig leit aldrei út fyrir að endurkoma væri í kortunum hjá heimamönnum. Valsmenn héldu sínu striki og svöruðu í hvert skipti sem Þórsarar gerðu sig líklega til að hefjá áhlaup og gestirnir unnu að lokum góðan 15 stiga sigur, 81-96. Af hverju vann Valur? Eftir erfiða byrjun á leiknum voru Valsmenn heilt yfir sterkari. Um leið og liðið fann taktinn virtust öll skot detta á meðan Þórsarar þurftu að hafa mikið fyrir sínum stigum. Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson kom virkilega sterkur inn í sóknarleik Vals og skilaði 20 stigum og fimm stoðsendingum. Þá datt Kristinn Pálsson heldur betur í gang í þriðja leikhluta og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum. Í liði Þórs var Darwin Davis Jr. atkvæðamestur með 26 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar. Hvað gekk illa? Eftir frábæra byrjun heimamanna gekk Þórsurum heldur illa að klára sóknirnar sínar. Skotnýting liðsins í seinni hálfleik og seinni hluta annars leikhluta var langt undir pari og allt í allt skoraði liðið aðeins úr 35 prósent skota sinna. Lárus: Lárus Jónsson, þjálfari Þórs.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst við byrja nokkuð vel. Við vorum aggressívir og vorum að spila nokkuð hratt, við vorum að fara í sóknarfráköst og spila góða vörn í fyrsta leikhluta. En svo fannst mér vörnin hjá okkur vera svo léleg í öðrum og þriðja leikhluta að mér fannst það kannski vera það sem skóp þennan sigur Vals,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, í leikslok. „Þeir voru að hitta betur heldur en við. Mér fannst við vera að ná að opna þá bara mjög vel á tímabili, en við fengum ekkert fyrir það og þá varð þetta erfiðara og erfiðara. En þeir stjórnuðu leiknum frá miðjum öðrum leikhluta.“ Hann segir það hafa verið erfitt að fara aðeins einu stigi yfir inn í hálfleikinn eftir að hafa verið með 18 stiga forskot í upphafi annars leikhluta. „Það er alltaf gott að fara með meðbyr inn í hálfleikinn eins og Valsarar voru með. Við náðum ekki að fylgja eftir þessari góðu byrjun, en ég er samt nokkuð ánægður með margt hjá okkur. Miðað við fyrsta leik fannst mér þetta fínasta frammistaða.“ „Valsarar eru bara með mikil gæði. Þeir voru að setja skot yfir menn, langt fyrir utan þriggja stiga og allt svoleiðis. Mér fannst við oft ná upp ágætis spili og strákarnir vera að standa sig nokkuð vel. Ég er ekki að segja að þetta hafi verið frábær leikur hjá okkur, en á köflum sýndum við mjög góðan leik. Við vorum bara að spila á móti mjög góðu liði.“ Lárus vildi þó ekki einungis hrósa sínu liði, heldur hrósaði hann einnig Valsmönnum fyrir sinn leik. „Þeir spila mjög góða vörn. Við vorum kannski að komast á körfuna og að körfunni, en þetta var kannski bara svona ofan í og upp úr hjá okkur.“ Hann tjáði seig þó einnig um slæma skotnýtingu sinna manna í leiknum. „Við vorum ekki að hitta vel í seinni hálfleik, en oft er þetta eitthvað sem þú býrð bara til. Þú býrð til góða skotnýtingu með því að gera litlu hlutina vel. Mér fannst við búa það til í fyrri hálfleik með því að fara í sóknarfráköst, stela boltanum og þá vorum við að skora. Það fannst mér alveg vanta í öðrum og þriðja leikhluta. Það vantaði bara aðeins meiri ákefð í okkur og með henni gerast góðir hlutir sóknarlega.“ „Ef þú ert ekki með ákefð varnarlega eða færð ekki sóknarfráköst þá gerist það oft þannig að þú ert ekki að hitta vel fyrir utan,“ sagði Lárus að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti