Orkuafrek næstu ára Sveinbjörn Finnsson skrifar 9. október 2023 08:01 Orkuskiptin sem brenna á Íslendingum lúta fyrst og fremst að samgöngum, enda búum við svo vel að hafa fyrir löngu rafvætt heimili og fyrirtæki og varmaorku til húshitunar og annarra nota sækjum við víðast hvar í jarðvarma. Mikið hefur verið rætt um hversu mikla raforku þurfi fyrir orkuskipti samgangna. Sú þörf hefur verið metin um 16 TWst sem samsvarar tæplega allri núverandi raforkunotkun Íslands og fallast þá sumum hendur. Bútum orkuskiptin niður Í því tilliti er mikilvægt að hafa í huga að orkuskiptin munu eiga sér stað yfir nokkra áratugi. Mestur þungi þeirra kemur fram þegar orkuskiptalausnir verða fýsilegar í alþjóðaflugi enda er það stærsti notandi jarðefnaeldsneytis á Íslandi. Á því sviði er enn langt í land og um endanlega orkuþörf þess ríkir mikil óvissa. Orkuþörf orkuskipta Íslands í heild er því afturþung og óviss og ekki tímabært að taka ákvarðanir nú sem snúa að síðari hluta þeirrar vegferðar. Ef litið er þess í stað til næstu 10-15 ára, t.d. til ársins 2035, er hægt að stilla upp sennilegri sviðsmynd varðandi framvindu orkuskipta miðað við stöðu tæknilausna, eftirspurn atvinnulífs og stuðning stjórnvalda. Þessi sviðsmynd byggir á fyrri greiningum sem hafa verið birtar opinberlega af öðrum (t.d. í nýlegri raforkuspá Landsnets) og endurspeglar einnig greiningar sérfræðinga Landsvirkjunar sem og samtöl okkar við tækniframleiðendur, atvinnulífið og ýmsa hagaðila. Sviðsmynd orkuskipta til 2035 Á landi eru orkuskipti nú þegar hafin líkt og fjölgun rafbíla á götum landsins sýnir glögglega. Á næstu árum heldur sú rafvæðing áfram og tekur sérstaklega við sér upp úr 2030 þegar bann við nýskráningu bensín- og díselbíla tekur gildi. Það hentar illa að rafvæða stærri vinnutæki og þunga flutningabíla sem ferðast langar vegalengdir og þar verður vetni nýtt í stað rafmagns. Þá mun metan einnig nýtast þar sem það á við. Á hafi verður líf- og rafeldsneyti nýtt til að knýja fiski- og flutningaskip meðan bein rafvæðing og vetni leikur minna hlutverk. Rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi í töluverðu magni og til viðbótar verður flutt inn lífeldsneyti sem nú þegar er aðgengilegt á alþjóðlegum eldsneytismörkuðum og má nota á núverandi skip. Flugsamgöngur, sem fyrst og fremst felast í alþjóðaflugi, munu nýta sér innflutt lífeldsneyti, og að minni hluta innflutt rafeldsneyti, til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins um íblöndun og draga þannig úr losun. Til að knýja orkuskiptin til 2035 eins og þeim er lýst í sviðsmyndinni að ofan þarf um 4 TWst af árlegri raforkuvinnslu og einnig þarf að flytja inn líf- og rafeldsneyti. Það er viðráðanleg raforkuþörf sem orkufyrirtæki Íslands geta mætt fyrir 2035 og um ætti að geta ríkt viðunandi sátt í samfélaginu. Tökum mikilvæg og skynsamleg skref Framangreind sviðsmynd orkuskipta til 2035 gerist þó ekki af sjálfu sér og þarf ríkan stuðning stjórnvalda og skýran vilja atvinnulífsins. Stjórnvöld þurfa að skapa öfluga efnahagslega hvata til orkuskipta, skilvirkari stjórnsýslu og fylgja skýrri orkuskipta- og rafeldsneytisáætlun til að árangur náist. Atvinnulífið þarf einnig að vera reiðubúið til að taka áhættu og leggja út í umtalsverðan kostnað við orkuskipti enda ljóst að orkuskiptalausnir eru flestar enn óhagkvæmar fyrir notendur samanborið við áframhaldandi notkun jarðefnaeldsneytis. Loftslagið má engan tíma missa og því nauðsynlegt að við tökum þessi mikilvægu og skynsamlegu skref í orkuskiptum. Nánar verður fjallað um orkuskiptasýn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Orkuskiptin sem brenna á Íslendingum lúta fyrst og fremst að samgöngum, enda búum við svo vel að hafa fyrir löngu rafvætt heimili og fyrirtæki og varmaorku til húshitunar og annarra nota sækjum við víðast hvar í jarðvarma. Mikið hefur verið rætt um hversu mikla raforku þurfi fyrir orkuskipti samgangna. Sú þörf hefur verið metin um 16 TWst sem samsvarar tæplega allri núverandi raforkunotkun Íslands og fallast þá sumum hendur. Bútum orkuskiptin niður Í því tilliti er mikilvægt að hafa í huga að orkuskiptin munu eiga sér stað yfir nokkra áratugi. Mestur þungi þeirra kemur fram þegar orkuskiptalausnir verða fýsilegar í alþjóðaflugi enda er það stærsti notandi jarðefnaeldsneytis á Íslandi. Á því sviði er enn langt í land og um endanlega orkuþörf þess ríkir mikil óvissa. Orkuþörf orkuskipta Íslands í heild er því afturþung og óviss og ekki tímabært að taka ákvarðanir nú sem snúa að síðari hluta þeirrar vegferðar. Ef litið er þess í stað til næstu 10-15 ára, t.d. til ársins 2035, er hægt að stilla upp sennilegri sviðsmynd varðandi framvindu orkuskipta miðað við stöðu tæknilausna, eftirspurn atvinnulífs og stuðning stjórnvalda. Þessi sviðsmynd byggir á fyrri greiningum sem hafa verið birtar opinberlega af öðrum (t.d. í nýlegri raforkuspá Landsnets) og endurspeglar einnig greiningar sérfræðinga Landsvirkjunar sem og samtöl okkar við tækniframleiðendur, atvinnulífið og ýmsa hagaðila. Sviðsmynd orkuskipta til 2035 Á landi eru orkuskipti nú þegar hafin líkt og fjölgun rafbíla á götum landsins sýnir glögglega. Á næstu árum heldur sú rafvæðing áfram og tekur sérstaklega við sér upp úr 2030 þegar bann við nýskráningu bensín- og díselbíla tekur gildi. Það hentar illa að rafvæða stærri vinnutæki og þunga flutningabíla sem ferðast langar vegalengdir og þar verður vetni nýtt í stað rafmagns. Þá mun metan einnig nýtast þar sem það á við. Á hafi verður líf- og rafeldsneyti nýtt til að knýja fiski- og flutningaskip meðan bein rafvæðing og vetni leikur minna hlutverk. Rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi í töluverðu magni og til viðbótar verður flutt inn lífeldsneyti sem nú þegar er aðgengilegt á alþjóðlegum eldsneytismörkuðum og má nota á núverandi skip. Flugsamgöngur, sem fyrst og fremst felast í alþjóðaflugi, munu nýta sér innflutt lífeldsneyti, og að minni hluta innflutt rafeldsneyti, til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins um íblöndun og draga þannig úr losun. Til að knýja orkuskiptin til 2035 eins og þeim er lýst í sviðsmyndinni að ofan þarf um 4 TWst af árlegri raforkuvinnslu og einnig þarf að flytja inn líf- og rafeldsneyti. Það er viðráðanleg raforkuþörf sem orkufyrirtæki Íslands geta mætt fyrir 2035 og um ætti að geta ríkt viðunandi sátt í samfélaginu. Tökum mikilvæg og skynsamleg skref Framangreind sviðsmynd orkuskipta til 2035 gerist þó ekki af sjálfu sér og þarf ríkan stuðning stjórnvalda og skýran vilja atvinnulífsins. Stjórnvöld þurfa að skapa öfluga efnahagslega hvata til orkuskipta, skilvirkari stjórnsýslu og fylgja skýrri orkuskipta- og rafeldsneytisáætlun til að árangur náist. Atvinnulífið þarf einnig að vera reiðubúið til að taka áhættu og leggja út í umtalsverðan kostnað við orkuskipti enda ljóst að orkuskiptalausnir eru flestar enn óhagkvæmar fyrir notendur samanborið við áframhaldandi notkun jarðefnaeldsneytis. Loftslagið má engan tíma missa og því nauðsynlegt að við tökum þessi mikilvægu og skynsamlegu skref í orkuskiptum. Nánar verður fjallað um orkuskiptasýn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er forstöðumaður verkefnaþróunar á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun