Innlent

Bein útsending: „Í krafti kvenna“

Atli Ísleifsson skrifar
Fida Abu Libdeh, formaður FKA Suðurnes  og stofnandi og framkvæmdsstýra GeoSilica,  flytur opnunarávarp ráðstefnunnar.
Fida Abu Libdeh, formaður FKA Suðurnes og stofnandi og framkvæmdsstýra GeoSilica, flytur opnunarávarp ráðstefnunnar. FKA

„Í krafti kvenna“ er yfirskrift sérstakrar landsbyggðarráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu sem fram fer í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag og á morgun.

Hægt verður að fylgjast með dagskrá ráðstefnunnar í dag í beinu streymi í spilara að neðan, en Fida Abu Libdeh, formaður FKA Suðurnes og stofnandi og framkvæmdsstýra GeoSilica, mun flytja sérstakt opnunarávarp sem hefst klukkan 14:20.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Dagskrá

Föstudagur 6. október kl. 14-17 í Hljómahöll Reykjanesbæ

  • 14:00 Húsið opnar – fordrykkur, rölt á milli kynningarbása og tengslatími
  • 14:20 Opnunarinnlegg frá FKA Suðurnes. Kraftur Kvenna: Fida Abu Libdeh – Formaður FKA Suðurnes – Stofnandi og framkvæmdsstýra GeoSilica
  • 14:50 Krafturinn innra með þér: Hanna Lilja Oddgeirsdóttir – Læknir, framkvæmdastjóri lækninga og stofnandi Gynamedica
  • 15:10 Samfélag í krafti fjölbreytileikans: Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir – verkefnisstjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ
  • 15:30 Gæðastund, léttar veitingar og kynningarbásar.
  • 16:00 Kraftaverk á hverjum degi: Guðfinna Bjarnadóttir – Framkvæmdarstjóri LC ráðgjafarar, fyrrverandi rektor Háskóla Reykjavíkur og fyrrverandi alþingiskona. Guðfinna fékk þakkarviðurkenningu FKA 2023.
  • 16:20 Aðeins færri fávitar: Sólborg Guðbrandsdóttir, rithöfundur, tónlistakona og brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna
  • 16:40 Dagskrárlok



Fleiri fréttir

Sjá meira


×