Óskar Hrafn: „Mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. október 2023 19:08 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði 0-1 gegn Zorya Luhansk á Laugardalsvelli í annarri umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikarnir voru á löngum köflum sterkari aðili leiksins en komu boltanum ekki sjálfir í netið. „Svekktur, mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik. Spilamennskan var frábær á köflum, en kannski bara frábær upp að síðasta þriðjungi. Nálægt teignum hjá þeim tókum við slæmar ákvarðanir og sýndum ekki nógu mikil gæði í afgreiðslunum“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Óskar segir liðið hafa verið ragt við að skjóta að marki, í fyrri hálfleiknum sérstaklega, liðið hafi skapað sér fínar stöður inni á vellinum en ekki nýtt þær nægilega vel. „Í fyrri hálfleik sköpuðum við fullt af góðum stöðum en harðneituðum að skjóta á markið. Vorum að leita að betra færi sem kom svo aldrei, í seinni hálfleik vorum við aðeins beinskeyttari en það vantaði herslumuninn, við þurfum að vera betri inn í teig andstæðinganna.“ Zorya Luhansk er fyrirfram skrifað slakasti mótherji Breiðabliks í riðlakeppninni. Liðið hefur farið illa af stað og situr í næstneðsta sæti deildarinnar í sínu heimalandi. Leikurinn í dag var því algjörlega kjörið tækifæri fyrir Breiðablik að sækja stig. „Við horfum á alla leiki til að ná stigum, þú veist ekkert fyrirfram. Telur þig kannski eiga fínan möguleika á móti ákveðnum liðum en svo kemur annað í ljós, í dag fannst mér við sterkari aðilinn og þá er svekkjandi að fá ekkert úr þessu. En við getum ekki hugsað þannig að þetta hafi verið eini leikurinn [sem við gætum fengið stig úr], það er bara Gent næst og við þurfum bara að mæta þangað með kassann úti.“ Breiðablik lýkur Íslandsmótinu næsta sunnudag þegar liðið mætir Stjörnunni í baráttunni um 3. sæti Bestu deildarinnar. „Hann verður ljómandi skemmtilegur, hörkuleikur eins og þeir eru alltaf. Við ætlum okkur að vinna hann og taka þriðja sætið“ sagði Óskar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
„Svekktur, mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik. Spilamennskan var frábær á köflum, en kannski bara frábær upp að síðasta þriðjungi. Nálægt teignum hjá þeim tókum við slæmar ákvarðanir og sýndum ekki nógu mikil gæði í afgreiðslunum“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Óskar segir liðið hafa verið ragt við að skjóta að marki, í fyrri hálfleiknum sérstaklega, liðið hafi skapað sér fínar stöður inni á vellinum en ekki nýtt þær nægilega vel. „Í fyrri hálfleik sköpuðum við fullt af góðum stöðum en harðneituðum að skjóta á markið. Vorum að leita að betra færi sem kom svo aldrei, í seinni hálfleik vorum við aðeins beinskeyttari en það vantaði herslumuninn, við þurfum að vera betri inn í teig andstæðinganna.“ Zorya Luhansk er fyrirfram skrifað slakasti mótherji Breiðabliks í riðlakeppninni. Liðið hefur farið illa af stað og situr í næstneðsta sæti deildarinnar í sínu heimalandi. Leikurinn í dag var því algjörlega kjörið tækifæri fyrir Breiðablik að sækja stig. „Við horfum á alla leiki til að ná stigum, þú veist ekkert fyrirfram. Telur þig kannski eiga fínan möguleika á móti ákveðnum liðum en svo kemur annað í ljós, í dag fannst mér við sterkari aðilinn og þá er svekkjandi að fá ekkert úr þessu. En við getum ekki hugsað þannig að þetta hafi verið eini leikurinn [sem við gætum fengið stig úr], það er bara Gent næst og við þurfum bara að mæta þangað með kassann úti.“ Breiðablik lýkur Íslandsmótinu næsta sunnudag þegar liðið mætir Stjörnunni í baráttunni um 3. sæti Bestu deildarinnar. „Hann verður ljómandi skemmtilegur, hörkuleikur eins og þeir eru alltaf. Við ætlum okkur að vinna hann og taka þriðja sætið“ sagði Óskar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn