Messi sagði ungum leikmanni Inter að ganga meira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2023 23:31 Messi er þekktur fyrir að spara hlaupin fyrir þau augnablik þegar hann er með boltann við tærnar. Lintao Zhang/Getty Images Lionel Messi er án alls efa einn albesti knattspyrnumaður sögunnar og mögulega einn besti íþróttamaður sögunnar sömuleiðis. Það kom því verulega á óvart þegar David Beckham opinberaði hvaða ráð Messi gaf ungum leikmönnum Inter Miami á dögunum. Messi sagði ungum leikmönnum Inter að ganga meira Hinn 36 ára gamli Messi spilar með Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum eftir að hafa gert garðinn frægan í Katalóníu áður en haldið var til Parísar. Undir lok veru sinnar hjá Barcelona, sem og með landsliði Argentínu, var Messi talinn ganga fullmikið á meðan leik stóð. Það kom þó ekki að sök þar sem Barcelona vann hvern titilinn á fætur öðrum þökk sé hetjudáðum Messi. Sömu sögu var ekki að segja um landsliðsferil hans, það er fyrr en í desember á síðasta ári. Þá var Messi mættu til París Saint-Germain og farinn að ganga enn meira á meðan leik stóð. Hann hélt því áfram með landsliðinu en það kom ekki að sök þar sem Argentína fór alla leið og stóð uppi sem heimsmeistari eftir ævintýralegan sigur á Frakklandi í úrslitum. The coldest walk in football history #Messi pic.twitter.com/4gGr1VdkQi— Ankur (@AnkurMessi_) August 18, 2023 Það var svo síðasta sumar sem Messi fór til Inter á Miami. Hann hefur spilað frábærlega með liðinu og lyft því verulega upp. Hann er þó enn gangandi á meðan leik stendur og það var einmitt ráð hans til ungra leikmanna, að ganga meira. Þetta opinberaði David Beckham, einn af eigendum félagins. Beckham sagði að einn af efnilegustu leikmönnum liðsins hafi verið spurður út í hvað væri besta ráð sem Messi hefði gefið honum. „Hann sagði mér að ganga meira, þá sér maður leikinn betur,“ á Messi að hafa sagt við drenginn. David Beckham says that Messi told one of the academy kids to 'walk more, because you see more' pic.twitter.com/S1UxEcUPY7— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Beckham sá fyndnu hliðina á þessu en vonast þó eflaust eftir að drengirnir í akademíu félagsins hætti ekki alfarið að hlaupa því það er ljóst að lið vinna ekki marga fótboltaleiki ef allir leikmenn liðsins spila á gönguhraða. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Sjá meira
Messi sagði ungum leikmönnum Inter að ganga meira Hinn 36 ára gamli Messi spilar með Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum eftir að hafa gert garðinn frægan í Katalóníu áður en haldið var til Parísar. Undir lok veru sinnar hjá Barcelona, sem og með landsliði Argentínu, var Messi talinn ganga fullmikið á meðan leik stóð. Það kom þó ekki að sök þar sem Barcelona vann hvern titilinn á fætur öðrum þökk sé hetjudáðum Messi. Sömu sögu var ekki að segja um landsliðsferil hans, það er fyrr en í desember á síðasta ári. Þá var Messi mættu til París Saint-Germain og farinn að ganga enn meira á meðan leik stóð. Hann hélt því áfram með landsliðinu en það kom ekki að sök þar sem Argentína fór alla leið og stóð uppi sem heimsmeistari eftir ævintýralegan sigur á Frakklandi í úrslitum. The coldest walk in football history #Messi pic.twitter.com/4gGr1VdkQi— Ankur (@AnkurMessi_) August 18, 2023 Það var svo síðasta sumar sem Messi fór til Inter á Miami. Hann hefur spilað frábærlega með liðinu og lyft því verulega upp. Hann er þó enn gangandi á meðan leik stendur og það var einmitt ráð hans til ungra leikmanna, að ganga meira. Þetta opinberaði David Beckham, einn af eigendum félagins. Beckham sagði að einn af efnilegustu leikmönnum liðsins hafi verið spurður út í hvað væri besta ráð sem Messi hefði gefið honum. „Hann sagði mér að ganga meira, þá sér maður leikinn betur,“ á Messi að hafa sagt við drenginn. David Beckham says that Messi told one of the academy kids to 'walk more, because you see more' pic.twitter.com/S1UxEcUPY7— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Beckham sá fyndnu hliðina á þessu en vonast þó eflaust eftir að drengirnir í akademíu félagsins hætti ekki alfarið að hlaupa því það er ljóst að lið vinna ekki marga fótboltaleiki ef allir leikmenn liðsins spila á gönguhraða.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Sjá meira