Leik lokið: Breiðablik - Haukar 83-127 | Hafnfirðingar byrja tímabilið með látum Dagur Lárusson skrifar 5. október 2023 20:50 Úr leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink Eftir gott tímabil á síðustu leiktíð þá má segja að Haukar hafi byrjað tímabilið 2023-2024 í Subway-deild karla í fimmta gír. Liðið mætti í Smárann og kjöldró lánlausa Blika í 1. umferð deildarinnar. Gestirnir voru með frumkvæðið í byrjun leiks en þeir náði trekk í trekk að stela boltanum af Blikum og endaði það með því að Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var búinn að sjá nóg og tók leikhlé. Það leikhlé gerði þó lítið því Haukar héldu áfram að skora hvert stigið á fætur öðru. Jalen Moore var stigahæstur hjá Haukum en hann var 17 stig eftir fyrsta leikhluta en þá var staðan 24-37. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrri endaði en Breiðablik náði þó góðum kafla um miðbik leikhlutans þar sem Arnar Freyr steig upp og skoraði átta stig í röð og náði að minnka forskot gestanna í tíu stig. En gestirnir virtust þó ranka við sér við þetta og voru fljótir að svara fyrir sig og auka forskot sitt á ný. Staðan 45-62 í hálfleik og Jalen Moore langt stigahæstur á vellinum með 23 stig. Haukar gengu síðan á lagið í seinni hálfleiknum og Blikar virtust gefast upp. Eftir þriðja leikhluta var staðan orðin 60-94. Í síðasta leikhlutanum skoruðu Haukar 33 stig og enduðu með því að vinna leikinn 83-127. Stórsigur hjá Maté og hans leikmönnum en Ívar og lærisveinar hans þurfa að fara vel yfir sinn leik. Afhverju unnu Haukar? Krafturinn og orkan var meiri hjá Haukum alveg frá fyrstu mínútu. Það voru tvær til þrjár mínútur í öðrum leikhluta þar sem frumkvæðið var hjá Breiðablik en fyrir utan það var frumkvæðið alltaf hjá Haukum. Hverjir stóðu uppúr? Jalen Moore og Ville Tahvanainen voru frábærir í liði Hauka en sá síðarnefndi var stigahæstur með 27 stig. Hvað fór illa? Blikar virtust gefast upp í seinni hálfleiknum og þeir leyfðu Haukum að valta yfir sig. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks er gegn Hetti eftir viku á meðan næsti leikur Hauka er gegn Njarðvík einnig eftir viku. Maté Dalmay: Auðvelt í seinni hálfleiknum Maté í leiknum í kvöldVísir/ Anton Brink „Í seinni hálfleiknum þá gekk nánast allt upp eins og til dæmis opnu skotin okkar og þá varð þetta svolítið auðvelt,“ byrjaði Maté Dalmay, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Blikar náðu að halda sér heldur nálægt okkur í fyrri hálfleiknum sem var smá pirrandi miðað við að við náðum á tímabili tuttugu stiga forystu. Þeir náðu alltaf að koma þessu niður í kringum tíu stig sem er heldur óþægilegt gegn liði sem eru með leikmenn eins og Everage,“ hélt Maté áfram að segja. Krafturinn og orkan í liði Hauka var mikil allan leikinn og tók Maté vel eftir því. „Já ég er sammála því, við vorum mjög orkumiklir allan leikinn. Við erum með djúpan bekk og mér fannst allir sem komu inn á gera mjög vel. Þetta er auðvelt þegar allir leikmenn kom með eitthvað sérstakt fyrir liðið til þess að gera það betra.“ „Við erum mjög meðvitaðir um það við erum með í rauninni tólf nýja leikmenn og þess vegna þurfum við að búa til samheldni sem lið eins og Valur og fleiri eru með nú þegar því leikmenn þeirra liða eru búnir að spila saman í nokkur ár. Þaðan kemur eflaust þessi orka,“ endaði Maté Dalmay að segja eftir leik. Subway-deild karla Breiðablik Haukar
Eftir gott tímabil á síðustu leiktíð þá má segja að Haukar hafi byrjað tímabilið 2023-2024 í Subway-deild karla í fimmta gír. Liðið mætti í Smárann og kjöldró lánlausa Blika í 1. umferð deildarinnar. Gestirnir voru með frumkvæðið í byrjun leiks en þeir náði trekk í trekk að stela boltanum af Blikum og endaði það með því að Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var búinn að sjá nóg og tók leikhlé. Það leikhlé gerði þó lítið því Haukar héldu áfram að skora hvert stigið á fætur öðru. Jalen Moore var stigahæstur hjá Haukum en hann var 17 stig eftir fyrsta leikhluta en þá var staðan 24-37. Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrri endaði en Breiðablik náði þó góðum kafla um miðbik leikhlutans þar sem Arnar Freyr steig upp og skoraði átta stig í röð og náði að minnka forskot gestanna í tíu stig. En gestirnir virtust þó ranka við sér við þetta og voru fljótir að svara fyrir sig og auka forskot sitt á ný. Staðan 45-62 í hálfleik og Jalen Moore langt stigahæstur á vellinum með 23 stig. Haukar gengu síðan á lagið í seinni hálfleiknum og Blikar virtust gefast upp. Eftir þriðja leikhluta var staðan orðin 60-94. Í síðasta leikhlutanum skoruðu Haukar 33 stig og enduðu með því að vinna leikinn 83-127. Stórsigur hjá Maté og hans leikmönnum en Ívar og lærisveinar hans þurfa að fara vel yfir sinn leik. Afhverju unnu Haukar? Krafturinn og orkan var meiri hjá Haukum alveg frá fyrstu mínútu. Það voru tvær til þrjár mínútur í öðrum leikhluta þar sem frumkvæðið var hjá Breiðablik en fyrir utan það var frumkvæðið alltaf hjá Haukum. Hverjir stóðu uppúr? Jalen Moore og Ville Tahvanainen voru frábærir í liði Hauka en sá síðarnefndi var stigahæstur með 27 stig. Hvað fór illa? Blikar virtust gefast upp í seinni hálfleiknum og þeir leyfðu Haukum að valta yfir sig. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks er gegn Hetti eftir viku á meðan næsti leikur Hauka er gegn Njarðvík einnig eftir viku. Maté Dalmay: Auðvelt í seinni hálfleiknum Maté í leiknum í kvöldVísir/ Anton Brink „Í seinni hálfleiknum þá gekk nánast allt upp eins og til dæmis opnu skotin okkar og þá varð þetta svolítið auðvelt,“ byrjaði Maté Dalmay, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Blikar náðu að halda sér heldur nálægt okkur í fyrri hálfleiknum sem var smá pirrandi miðað við að við náðum á tímabili tuttugu stiga forystu. Þeir náðu alltaf að koma þessu niður í kringum tíu stig sem er heldur óþægilegt gegn liði sem eru með leikmenn eins og Everage,“ hélt Maté áfram að segja. Krafturinn og orkan í liði Hauka var mikil allan leikinn og tók Maté vel eftir því. „Já ég er sammála því, við vorum mjög orkumiklir allan leikinn. Við erum með djúpan bekk og mér fannst allir sem komu inn á gera mjög vel. Þetta er auðvelt þegar allir leikmenn kom með eitthvað sérstakt fyrir liðið til þess að gera það betra.“ „Við erum mjög meðvitaðir um það við erum með í rauninni tólf nýja leikmenn og þess vegna þurfum við að búa til samheldni sem lið eins og Valur og fleiri eru með nú þegar því leikmenn þeirra liða eru búnir að spila saman í nokkur ár. Þaðan kemur eflaust þessi orka,“ endaði Maté Dalmay að segja eftir leik.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti