Ekki með tæki og tól til að takast á við eld í göngum á Tröllaskaga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 13:30 Frá æfingu slökkviliðsins í Strákagöngum í september. Slökkvilið Fjallabyggðar Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir slökkviliðið ekki eiga nein tæki og tól til að bregðast við komi upp eldur í jarðgöngum í umdæmi slökkviliðsins á Tröllaskaga. Hann segir að Vegagerðinni beri að bregðast við. „Hún sýnir bara stöðuna nákvæmlega eins og hún er,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar um samantekt sína eftir æfingu slökkviliðsins sem haldin var í Strákagöngum í september. Þar kemur fram að æfingin hafi leitt í ljós að slökkvilið Fjallabyggðar sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eiturefnaslys í jarðgöngum fjarri gangnaendum. „Eins og fram kemur í samantektinni, að þá eru 24 prósent af jarðgangnakerfi Íslands að finna á Tröllaskaga. Við erum með rétt tæplega fjórðunginn. Við höfum engin tól og tæki til að komast inn í göng til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp.“ Slökkviliðsbílar úr sér gengnir Jóhann segir slökkvilið síðast hafa fengið fjármagn frá Vegagerðinni til kaupa á búnaði árin 2010 og 2011 þegar Héðinsfjarðargöng hafi verið opnuð. Vegagerðin hafi fram að því ekkert lagt til þegar fyrri göng voru byggð, Strákagöng árið 1967 og Múlagöng árið 1995. „En bílarnir sem keyptir voru þegar Héðinsfjarðargöng voru opnuð, voru gamall flugvallarslökkvibíll með tíu þúsund lítra af vatni og svo vörubíll sem var breytt í tankbíl Þessir bílar eru í dag bara orðnir 35 til 40 ára gamlir. Þeir eru góðir til síns brúks en þeir hafa ekkert erindi inn í jarðgöng ef eitthvað kemur upp.“ Jóhann K Jóhannsson, segist vonast til þess að umræðan nú fái Vegagerðina að borðinu.Vísir/Vilhelm Segir Vegagerðinni bera að útvega búnað Jóhann segir ljóst að slökkviliðið þurfi í hið minnsta tvo sérútbúna slökkviliðsbíla til að geta tekist á við aðstæður sem upp geti komið í jarðgöngum. „Það er alveg ljóst að það þarf að bregðast við með einhverjum hætti. Þetta eru verulegir fjármunir sem við þurfum, af því að við þurfum ekki bara einn bíl, við þurfum tvo bíla. Við þurfum að geta verið með viðbragð sitthvoru megin við göngin. Og faktíst séð jafnvel þrjá ef við ætlum að vera með bíl líka á Dalvík.“ Jóhann segist ekki hafa fengið skýr svör frá Vegagerðinni vegna málsins. Hann segir hins vegar alveg ljóst að Vegagerðinni beri að útvega slökkviliðinu til þess bæran búnað, samkvæmt reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004. Hann segir Vegagerðina hins vegar ekki fallast á þá túlkun hingað til þar sem að um sé að ræða endurnýjun búnaðar. Í ljós kom á æfingu slökkviliðsins að öryggissvæði við Strákagöng, Siglufjarðarmegin, er helst til of lítið þegar stórir bílar koma á vettvang. Slökkvilið Fjallabyggðar Önnur slökkvilið hafi fengið búnað „Ég vona að þessi umræða komi til með að fá menn allavega að borðinu. Ég veit að Almannavarnir hafa áhyggjur af þessu og ég veit að Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun hefur áhyggjur.“ Hann segir ljóst að fordæmi séu fyrir því að Vegagerðin útvegi slökkvilið tækjabúnað sérstaklega vegna jarðgangna. Ljóst sé að slökkvilið Fjallabyggðar hafi setið eftir. Þar megi nefna slökkvilið Akureyrar og slökkvilið Þingeyjasveitar þegar Vaðlaheiðargöng opnuðu. „Þeir fengu bíla sem eru sérbúnir til að takast á við eld, reyk eða atburði í jarðgöngum. Það er sömuleiðis búið að kaupa bíl á Austurlandi, það er búið að kaupa bíl fyrir slökkvilið Ísafjarðar. Þetta eru allt bílar sem eru gerðir til að takast á við atburði í göngum og meira að segja slökkviliðið á Húsavík fékk fjármuni frá Vegagerðinni til þess að kaupa búnað inn í göngin sem enginn má nota undir Húsavíkurhöfða.“ Fjallabyggð Slökkvilið Jarðgöng á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
„Hún sýnir bara stöðuna nákvæmlega eins og hún er,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar um samantekt sína eftir æfingu slökkviliðsins sem haldin var í Strákagöngum í september. Þar kemur fram að æfingin hafi leitt í ljós að slökkvilið Fjallabyggðar sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eiturefnaslys í jarðgöngum fjarri gangnaendum. „Eins og fram kemur í samantektinni, að þá eru 24 prósent af jarðgangnakerfi Íslands að finna á Tröllaskaga. Við erum með rétt tæplega fjórðunginn. Við höfum engin tól og tæki til að komast inn í göng til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp.“ Slökkviliðsbílar úr sér gengnir Jóhann segir slökkvilið síðast hafa fengið fjármagn frá Vegagerðinni til kaupa á búnaði árin 2010 og 2011 þegar Héðinsfjarðargöng hafi verið opnuð. Vegagerðin hafi fram að því ekkert lagt til þegar fyrri göng voru byggð, Strákagöng árið 1967 og Múlagöng árið 1995. „En bílarnir sem keyptir voru þegar Héðinsfjarðargöng voru opnuð, voru gamall flugvallarslökkvibíll með tíu þúsund lítra af vatni og svo vörubíll sem var breytt í tankbíl Þessir bílar eru í dag bara orðnir 35 til 40 ára gamlir. Þeir eru góðir til síns brúks en þeir hafa ekkert erindi inn í jarðgöng ef eitthvað kemur upp.“ Jóhann K Jóhannsson, segist vonast til þess að umræðan nú fái Vegagerðina að borðinu.Vísir/Vilhelm Segir Vegagerðinni bera að útvega búnað Jóhann segir ljóst að slökkviliðið þurfi í hið minnsta tvo sérútbúna slökkviliðsbíla til að geta tekist á við aðstæður sem upp geti komið í jarðgöngum. „Það er alveg ljóst að það þarf að bregðast við með einhverjum hætti. Þetta eru verulegir fjármunir sem við þurfum, af því að við þurfum ekki bara einn bíl, við þurfum tvo bíla. Við þurfum að geta verið með viðbragð sitthvoru megin við göngin. Og faktíst séð jafnvel þrjá ef við ætlum að vera með bíl líka á Dalvík.“ Jóhann segist ekki hafa fengið skýr svör frá Vegagerðinni vegna málsins. Hann segir hins vegar alveg ljóst að Vegagerðinni beri að útvega slökkviliðinu til þess bæran búnað, samkvæmt reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004. Hann segir Vegagerðina hins vegar ekki fallast á þá túlkun hingað til þar sem að um sé að ræða endurnýjun búnaðar. Í ljós kom á æfingu slökkviliðsins að öryggissvæði við Strákagöng, Siglufjarðarmegin, er helst til of lítið þegar stórir bílar koma á vettvang. Slökkvilið Fjallabyggðar Önnur slökkvilið hafi fengið búnað „Ég vona að þessi umræða komi til með að fá menn allavega að borðinu. Ég veit að Almannavarnir hafa áhyggjur af þessu og ég veit að Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun hefur áhyggjur.“ Hann segir ljóst að fordæmi séu fyrir því að Vegagerðin útvegi slökkvilið tækjabúnað sérstaklega vegna jarðgangna. Ljóst sé að slökkvilið Fjallabyggðar hafi setið eftir. Þar megi nefna slökkvilið Akureyrar og slökkvilið Þingeyjasveitar þegar Vaðlaheiðargöng opnuðu. „Þeir fengu bíla sem eru sérbúnir til að takast á við eld, reyk eða atburði í jarðgöngum. Það er sömuleiðis búið að kaupa bíl á Austurlandi, það er búið að kaupa bíl fyrir slökkvilið Ísafjarðar. Þetta eru allt bílar sem eru gerðir til að takast á við atburði í göngum og meira að segja slökkviliðið á Húsavík fékk fjármuni frá Vegagerðinni til þess að kaupa búnað inn í göngin sem enginn má nota undir Húsavíkurhöfða.“
Fjallabyggð Slökkvilið Jarðgöng á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent