Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2023 12:30 Fyrsta stopp Svíþjóð og þaðan til Taílands. Það dreymir eflaust marga um að selja húsið, bílinn, allt dótið sem sankað hefur verið að sér í gegnum tíðina og fara bara til útlanda í góða veðrið og verðið. En svo er þetta bara hugmynd sem aldrei verður að veruleika. Þau Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, eiginkona hans matráðurinn Hrefna Katrín Björgvinsdóttir og börn þeirra tvö sem eru þriggja og fimm ára ætla þó að láta af þessu verða. Þau eru búin að selja húsið, fullt af dóti og eru á leið til útlanda í óákveðinn tíma. Sindri Sindrason hitti parið á dögunum og fékk að vita planið en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við ætlum að fara til Taílands og eitthvað meira í rúmt ár, með krakkana og bara njóta lífsins,“ segir Hrefna. „Þessi hugmynd kom í raun frá stráknum okkar, hann spurði mig þegar ég var að fara á sjó af hverju ég þyrfti að fara, af hverju gætum við bara ekki verið í fríi saman og haft það næs. Þá fór ég að pæla í þessu meira og við vildum bara vera í fríi saman og hafa gaman,“ segir Þorvaldur. View this post on Instagram A post shared by Hrefna Katrín (@flakkariprakkari) Húsið var þá sett á sölu, seldist á tveimur vikum og þá hófst skipulagning. „Þá kom Asía upp, ódýrir staðir og spennandi staðir,“ segir Þorvaldur. Vilja vera þar sem góða veðrið er „Nú er að koma vetur í Evrópu og það var ekki í myndinni að fara þangað þar sem okkur langaði að vera þar sem væri hlýtt,“ segir Hrefna en fjölskyldan er lögð af stað til Svíþjóðar þar sem þau verða í viku og síðan er beint flug til Bangkok. Fjölskyldan byrjar á því að vera í einn mánuð á flakki um Taíland og þaðan til Víetnam. „Svo ætlum við bara að bíða aðeins með að ákveða meira og sjá aðeins hvernig þetta fer í krakkana. Ef þetta leggst vel í alla þá ætlum við bara að halda áfram en ef fólk er orðið þreytt á því að ferðast þá förum við bara heim,“ segir Þorvaldur en krakkarnir eru þriggja ára og fimm. Stefnan er samt sem áður sett á að fara aftur til Dalvíkur, þar sem þau bjuggu, næsta haust en það er samt sem áður allt opið í huga þeirra, hvort þau einfaldlega ílengist erlendis. „Þetta er fínn tími til að eiga smá pening inni á bók og við sjáum fyrir okkur að geta nánast lifað á vöxtunum. Þess vegna spilar þetta svæði inn, það er hægt að lifa frekar ódýrt þarna,“ segir Þorvaldur. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Íslands í dag frá því í gærkvöldi en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum Ísland í dag Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira
En svo er þetta bara hugmynd sem aldrei verður að veruleika. Þau Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, eiginkona hans matráðurinn Hrefna Katrín Björgvinsdóttir og börn þeirra tvö sem eru þriggja og fimm ára ætla þó að láta af þessu verða. Þau eru búin að selja húsið, fullt af dóti og eru á leið til útlanda í óákveðinn tíma. Sindri Sindrason hitti parið á dögunum og fékk að vita planið en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við ætlum að fara til Taílands og eitthvað meira í rúmt ár, með krakkana og bara njóta lífsins,“ segir Hrefna. „Þessi hugmynd kom í raun frá stráknum okkar, hann spurði mig þegar ég var að fara á sjó af hverju ég þyrfti að fara, af hverju gætum við bara ekki verið í fríi saman og haft það næs. Þá fór ég að pæla í þessu meira og við vildum bara vera í fríi saman og hafa gaman,“ segir Þorvaldur. View this post on Instagram A post shared by Hrefna Katrín (@flakkariprakkari) Húsið var þá sett á sölu, seldist á tveimur vikum og þá hófst skipulagning. „Þá kom Asía upp, ódýrir staðir og spennandi staðir,“ segir Þorvaldur. Vilja vera þar sem góða veðrið er „Nú er að koma vetur í Evrópu og það var ekki í myndinni að fara þangað þar sem okkur langaði að vera þar sem væri hlýtt,“ segir Hrefna en fjölskyldan er lögð af stað til Svíþjóðar þar sem þau verða í viku og síðan er beint flug til Bangkok. Fjölskyldan byrjar á því að vera í einn mánuð á flakki um Taíland og þaðan til Víetnam. „Svo ætlum við bara að bíða aðeins með að ákveða meira og sjá aðeins hvernig þetta fer í krakkana. Ef þetta leggst vel í alla þá ætlum við bara að halda áfram en ef fólk er orðið þreytt á því að ferðast þá förum við bara heim,“ segir Þorvaldur en krakkarnir eru þriggja ára og fimm. Stefnan er samt sem áður sett á að fara aftur til Dalvíkur, þar sem þau bjuggu, næsta haust en það er samt sem áður allt opið í huga þeirra, hvort þau einfaldlega ílengist erlendis. „Þetta er fínn tími til að eiga smá pening inni á bók og við sjáum fyrir okkur að geta nánast lifað á vöxtunum. Þess vegna spilar þetta svæði inn, það er hægt að lifa frekar ódýrt þarna,“ segir Þorvaldur. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Íslands í dag frá því í gærkvöldi en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum
Ísland í dag Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira