„Ánægður að hafa unnið með svona lélega skotnýtingu“ Andri Már Eggertsson skrifar 4. október 2023 21:35 Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Snædís Bára Haukar unnu sex stiga sigur gegn Val á útivelli 61-67. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með varnarleik liðsins í kvöld. „Þetta var sérstakur leikur og þetta var mikil barátta. Við töluðum um fyrir leik að við þyrftum að mæta þeim af hörku. Við héldum okkur við leikplanið þrátt fyrir að við vorum að skjóta illa. Varnarleikur hélt vel og við vorum að frákasta vel og ég er rosa ánægður með að hafa unnið þennan leik með svona lélegri skotnýtingu,“ sagði Bjarni Magnússon ánægður með sigurinn. Varnarleikur Haukar var afar góður þar sem liðið var mikið að stela boltanum og láta Val taka erfiðar ákvarðanir. „Ég sagði fyrir leik að ef við myndum tapa fráköstunum eins og í síðasta leik gegn Val þá yrðum við í vandræðum en það gekk vel. Vörnin var grimm og við vorum að láta finna fyrir okkur og þegar að við skjótum svona illa þá var það vörnin sem vann leikinn fyrir okkur.“ Haukar voru fjórum stigum undir í hálfleik 36-32. Gestirnir tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og gerðu fyrstu sjö stigin. Þrátt fyrir það taldi Bjarni sig ekki hafa tekið neina eldræðu í hálfleik. „Ég var mjög rólegur í hálfleik út af því að við vorum að skapa okkur færi allan fyrri hálfleikinn. Við vorum aðeins að svekkja okkur á hlutunum og tókum það með okkur í varnarleikinn en við töluðum um að halda leikplaninu áfram og skotin fara að detta.“ Rósa Björk Pétursdóttir spilaði frábærlega og gerði 14 stig. Bjarni var ánægður með að hún sé komin aftur í Hauka eftir að hafa verið í Breiðabliki á síðasta tímabili. „Við höfum saknað Rósu. Hún tók smá framhjáhald í fyrra en er búin að átta sig á hlutunum. Það var frábært að fá Rósu og hún kann leikinn rosalega vel og skilaði frábæru framlagi af bekknum. Við erum ekki með margar á æfingum en erum með sterkan grunnhóp þar sem allar geta spilað og þannig náum við að halda ákefð.“ „Rósa spilaði vel í dag þar sem hún setti góð skot ofan í og spilaði góða vörn. Hún er með stórt Hauka hjarta og við erum rosa ánægð að hafa hana í hópnum,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
„Þetta var sérstakur leikur og þetta var mikil barátta. Við töluðum um fyrir leik að við þyrftum að mæta þeim af hörku. Við héldum okkur við leikplanið þrátt fyrir að við vorum að skjóta illa. Varnarleikur hélt vel og við vorum að frákasta vel og ég er rosa ánægður með að hafa unnið þennan leik með svona lélegri skotnýtingu,“ sagði Bjarni Magnússon ánægður með sigurinn. Varnarleikur Haukar var afar góður þar sem liðið var mikið að stela boltanum og láta Val taka erfiðar ákvarðanir. „Ég sagði fyrir leik að ef við myndum tapa fráköstunum eins og í síðasta leik gegn Val þá yrðum við í vandræðum en það gekk vel. Vörnin var grimm og við vorum að láta finna fyrir okkur og þegar að við skjótum svona illa þá var það vörnin sem vann leikinn fyrir okkur.“ Haukar voru fjórum stigum undir í hálfleik 36-32. Gestirnir tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og gerðu fyrstu sjö stigin. Þrátt fyrir það taldi Bjarni sig ekki hafa tekið neina eldræðu í hálfleik. „Ég var mjög rólegur í hálfleik út af því að við vorum að skapa okkur færi allan fyrri hálfleikinn. Við vorum aðeins að svekkja okkur á hlutunum og tókum það með okkur í varnarleikinn en við töluðum um að halda leikplaninu áfram og skotin fara að detta.“ Rósa Björk Pétursdóttir spilaði frábærlega og gerði 14 stig. Bjarni var ánægður með að hún sé komin aftur í Hauka eftir að hafa verið í Breiðabliki á síðasta tímabili. „Við höfum saknað Rósu. Hún tók smá framhjáhald í fyrra en er búin að átta sig á hlutunum. Það var frábært að fá Rósu og hún kann leikinn rosalega vel og skilaði frábæru framlagi af bekknum. Við erum ekki með margar á æfingum en erum með sterkan grunnhóp þar sem allar geta spilað og þannig náum við að halda ákefð.“ „Rósa spilaði vel í dag þar sem hún setti góð skot ofan í og spilaði góða vörn. Hún er með stórt Hauka hjarta og við erum rosa ánægð að hafa hana í hópnum,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn