Atletico og Shaktar komu bæði til baka og tryggðu sér sigra Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 18:47 Leikmenn Atletico fagna öðru marki Alvaro Morata í leiknum gegn Feyenoord í dag. Vísir/Getty Atletico Madrid vann góðan sigur á Feyenoord í E-riðli Meistaradeildarinnar í dag en leiknum er nýlokið. Þá er Shaktar Donetsk komið á blað eftir útisigur í Belgíu. Atletico Madrid gerði jafntefli við Lazio í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar fyrir skömmu og þurfti því á þremur stigum að halda gegn Feyenoord í dag sem vann sigur í sínum leik gegn Celtic í fyrstu umferðinni. Leikurinn í dag var fjörugur. Mario Hermoso skoraði sjálfsmark á 7. mínútu og kom Feyenoord í 1-0 en Alvaro Morata jafnaði fimm mínútum síðar. Davnid Hancko kom Feyenoord í 2-1 á 34. mínútu en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Antoine Griezmann metin með frábæru markið og staðan í hálfleik 2-2. Antoine Griezmann (31) has scored more goals in the Champions League than Samuel Eto'o, Kaka, and Wayne Rooney (30) Class pic.twitter.com/t6I12peyjR— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Í síðari hálfleik var það síðan heimaliðið frá Madrid sem tryggði sér sigurinn. Morata skoraði sitt annað mark strax í upphafi hálfleiksins og tryggði liðinu 3-2 sigur. Atletico er því komið í efsta sæti riðilsins með fjögur stig og er einu stigi á undan Feyenoord. Celtic og Lazio mætast í Skotlandi í kvöld. Í Belgíu vann Shaktar Donetsk góðan 3-2 útisigur á Royal Antwerp. Arbnor Muja og Michel Balikwisha komu Antwerp í 2-0 í fyrri hálfleik en úkraínska liðið frá Donetsk átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Danylo Sikan minnkaði muninn á 48. mínútu, Yaroslav Rakitskiy jafnaði á þeirri 71. og Sikan tryggði sigurinn fimm mínútum síðar. Toby Alderweireld fékk tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma en náði ekki að skora úr vítaspyrnu. Lokatölur 3-2 og fyrstu stig Shaktar því komin í hús en Antwerp tapaði gegn Porto í sínum fyrsta leik. Porto mætir Barcelona í Portúgal nú á eftir. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Atletico Madrid gerði jafntefli við Lazio í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar fyrir skömmu og þurfti því á þremur stigum að halda gegn Feyenoord í dag sem vann sigur í sínum leik gegn Celtic í fyrstu umferðinni. Leikurinn í dag var fjörugur. Mario Hermoso skoraði sjálfsmark á 7. mínútu og kom Feyenoord í 1-0 en Alvaro Morata jafnaði fimm mínútum síðar. Davnid Hancko kom Feyenoord í 2-1 á 34. mínútu en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Antoine Griezmann metin með frábæru markið og staðan í hálfleik 2-2. Antoine Griezmann (31) has scored more goals in the Champions League than Samuel Eto'o, Kaka, and Wayne Rooney (30) Class pic.twitter.com/t6I12peyjR— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Í síðari hálfleik var það síðan heimaliðið frá Madrid sem tryggði sér sigurinn. Morata skoraði sitt annað mark strax í upphafi hálfleiksins og tryggði liðinu 3-2 sigur. Atletico er því komið í efsta sæti riðilsins með fjögur stig og er einu stigi á undan Feyenoord. Celtic og Lazio mætast í Skotlandi í kvöld. Í Belgíu vann Shaktar Donetsk góðan 3-2 útisigur á Royal Antwerp. Arbnor Muja og Michel Balikwisha komu Antwerp í 2-0 í fyrri hálfleik en úkraínska liðið frá Donetsk átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Danylo Sikan minnkaði muninn á 48. mínútu, Yaroslav Rakitskiy jafnaði á þeirri 71. og Sikan tryggði sigurinn fimm mínútum síðar. Toby Alderweireld fékk tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma en náði ekki að skora úr vítaspyrnu. Lokatölur 3-2 og fyrstu stig Shaktar því komin í hús en Antwerp tapaði gegn Porto í sínum fyrsta leik. Porto mætir Barcelona í Portúgal nú á eftir.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira