Lausagöngufé ærir íbúa Vestmannaeyja sem ætluðu að njóta efri áranna Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 07:00 Lausagöngufé í Heimaey hefur gert suma íbúa Vestmanneyjabæjar langþreytta. Féið er til að mynda sagt borða sumarblóm fólks Vísir/Vilhelm Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram. „Þetta ástand hefur verið viðvarandi í nokkur ár en nú í sumar hefur keyrt um þverbak og vart liðið sá dagur að ekki hafi þurft að stugga burt suðfé og þrífa skít og annan ófögnuð sem því fylgir,“ segir í bréfi íbúanna. „Þess utan hefur sama sauðfé étið sumarblóm og annan fróður á lóðum okkar. Þetta fé er allt í eigu fáeinna aðila sem virðast láta sér í léttu rúmi liggja hvernig fé þeirra hagar sér og ættu raunar ekki að hafa leyfi til búfjárhalds.“ Ástandið farið síversnandi Íbúarnir segjast hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna málsins og þau fengið svör um að gengið yrði í málið. Í bréfinu segir að svo virðist sem að það hafi verið gert og ástandið batnað. Síðan hafi það aftur versnað umtalsvert. „En síðan skipti í sama horfið og nú fyrstu vikurnar í september hefur ástandið farið síversnandi,“ segir í bréfinu. Bréfritarar segjast hafa talið þrjátíu til fjörutíu fjár víðsvegar um Heimaey, líkt og inni í Herjólfsdal og á golfvellinum. Þau segja því fleiri ekki hafa farið varhluta af vandamálinu. Til að mynda hafi formaður golfklúbbsins í Vestmannaeyjum lýsti yfir samstöðu með þeim, þar sem gera hafi þurft hlé á golfmótum vegna lausagöngufjársins. Og þá hafi starfsmenn flugvallarins þurft að reka fé af flugvallarsvæðinu. Þægileg dvöl á efri árum ómöguleg Fram kemur að bréfritararnir séu sumir á sínum efri árum, og segja þau að umrætt vandamál hafi gert drauminn um róleg efri ár erfiðari. „Þess skal hér getið að við erum flest á áttræðis- og níræðisaldri og ætlun okkar flestra var, þegar við settumst að á sínum tíma hér fyrir ofan hraun, að eiga hér þægilega dvöl á efri árum. Það hefur ekki alveg gengið eftir sökum ólögmæts framferðis nokurra búfjáreigenda,“ segir í bréfinu. Þau krefjast þess að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum axli ábyrgð á málinu „og losi okkur og aðra bæjarbúa við þann ófögnið sem fylgir og sjái um smölun þessa fjár enda stutt í haustslátrun.“ Þá vilja bréfritarar líka að eigendur lausagöngufjársins verði svipt leyfi til búfjárhalds. Í bréfinu segir að starfsfólk flugvallarins í Vestmannaeyjum hafi þurft að koma lausagöngufé frá flugvallarsvæðinu. Hér má sjá fé skammt frá flugvellinum.Vísir/Vilhelm Bæjarráð tekur undir sjónarmiðin Líkt og áður segir var þetta bréf tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þar segir að ráðið hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og tekur fyllilega undir þau sjónarmið sem fram hafa komið. Ráðið hefur því falið umhverfis- og framkvæmdasviði að yfirfara öll þau leyfi sem búfjáreigendur þurfa að hafa. Í fundargerðinni segir að þeir búfjárbændur sem ekki hafi tilskilin leyfi eða hafa ekki fylgt reglum um búfjárhald í Vestmannaeyjum muni ekki fá leyfir til að stunda áframhaldandi búfjárbúskap á landi Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarráð leggur ríka áherslu á að þeir sem hafa leyfi þurfi að fylgja öllum reglum og skilmálum til hins ítrasta svo ekki komi aftur upp það ófremdarástand sem verið hefur undanfarna mánuði,“ segir í fundargeðinni. Vestmannaeyjar Landbúnaður Nágrannadeilur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
„Þetta ástand hefur verið viðvarandi í nokkur ár en nú í sumar hefur keyrt um þverbak og vart liðið sá dagur að ekki hafi þurft að stugga burt suðfé og þrífa skít og annan ófögnuð sem því fylgir,“ segir í bréfi íbúanna. „Þess utan hefur sama sauðfé étið sumarblóm og annan fróður á lóðum okkar. Þetta fé er allt í eigu fáeinna aðila sem virðast láta sér í léttu rúmi liggja hvernig fé þeirra hagar sér og ættu raunar ekki að hafa leyfi til búfjárhalds.“ Ástandið farið síversnandi Íbúarnir segjast hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna málsins og þau fengið svör um að gengið yrði í málið. Í bréfinu segir að svo virðist sem að það hafi verið gert og ástandið batnað. Síðan hafi það aftur versnað umtalsvert. „En síðan skipti í sama horfið og nú fyrstu vikurnar í september hefur ástandið farið síversnandi,“ segir í bréfinu. Bréfritarar segjast hafa talið þrjátíu til fjörutíu fjár víðsvegar um Heimaey, líkt og inni í Herjólfsdal og á golfvellinum. Þau segja því fleiri ekki hafa farið varhluta af vandamálinu. Til að mynda hafi formaður golfklúbbsins í Vestmannaeyjum lýsti yfir samstöðu með þeim, þar sem gera hafi þurft hlé á golfmótum vegna lausagöngufjársins. Og þá hafi starfsmenn flugvallarins þurft að reka fé af flugvallarsvæðinu. Þægileg dvöl á efri árum ómöguleg Fram kemur að bréfritararnir séu sumir á sínum efri árum, og segja þau að umrætt vandamál hafi gert drauminn um róleg efri ár erfiðari. „Þess skal hér getið að við erum flest á áttræðis- og níræðisaldri og ætlun okkar flestra var, þegar við settumst að á sínum tíma hér fyrir ofan hraun, að eiga hér þægilega dvöl á efri árum. Það hefur ekki alveg gengið eftir sökum ólögmæts framferðis nokurra búfjáreigenda,“ segir í bréfinu. Þau krefjast þess að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum axli ábyrgð á málinu „og losi okkur og aðra bæjarbúa við þann ófögnið sem fylgir og sjái um smölun þessa fjár enda stutt í haustslátrun.“ Þá vilja bréfritarar líka að eigendur lausagöngufjársins verði svipt leyfi til búfjárhalds. Í bréfinu segir að starfsfólk flugvallarins í Vestmannaeyjum hafi þurft að koma lausagöngufé frá flugvallarsvæðinu. Hér má sjá fé skammt frá flugvellinum.Vísir/Vilhelm Bæjarráð tekur undir sjónarmiðin Líkt og áður segir var þetta bréf tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þar segir að ráðið hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og tekur fyllilega undir þau sjónarmið sem fram hafa komið. Ráðið hefur því falið umhverfis- og framkvæmdasviði að yfirfara öll þau leyfi sem búfjáreigendur þurfa að hafa. Í fundargerðinni segir að þeir búfjárbændur sem ekki hafi tilskilin leyfi eða hafa ekki fylgt reglum um búfjárhald í Vestmannaeyjum muni ekki fá leyfir til að stunda áframhaldandi búfjárbúskap á landi Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarráð leggur ríka áherslu á að þeir sem hafa leyfi þurfi að fylgja öllum reglum og skilmálum til hins ítrasta svo ekki komi aftur upp það ófremdarástand sem verið hefur undanfarna mánuði,“ segir í fundargeðinni.
Vestmannaeyjar Landbúnaður Nágrannadeilur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira