Evrópska liðið hafi fengið að blómstra í fjarveru LIV-kylfingana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. október 2023 23:31 Rory McIlroy segir að aðrir kylfingar hafi fengið að njóta sín nú þegar LIV-kylfingarnir voru ekki með. Vísir/Getty Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, segir að evrópska liðið hafi fengið að blómstra í Ryder-bikarnum í golfi sem fram fór um síðustu helgi í fjarveri stórra persónuleika sem færðu sig yfir á hina umdeildu LIV-mótaröð. Evrópska liðið fagnaði fræknum sigri gegn því bandaríska í Ryder-bikarnum sem fram fór í Róm um liðna helgi, þrátt fyrir að hafa verið án þeirra Sergio Garcia, Lee Westwood og Ian Poulter, sem allir hafa verið lykilmenn í evrópska liðinu undanfarin ár. Garcia er sá kylfingur sem hefur fengið flest stig í Ryder-bikarnum fyrir evrópska liðið á ferlinum, eða 28 og hálft. Þá hefur Westwood nælt í 24 stig og Poulter fékk viðurnefnið „The Postman“ vegna þess að hann skilaði alltaf sínu. Garcia, Westwood og Poulter fengu hins vegar ekki sæti í evrópska liðinu eftir að þeir sögðu skilið við Evrópumótaröðina, DP World Tour, og færðu sig yfir á hina umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. „Það er nýtt tímabil framundan og það lítur bara ansi vel út,“ sagði McIlroy fyrr í dag. „Það að hafa ekki þessa stóru persónuleika í liðinu leyfði öðrum að fá tækifæri til að blómstra og skína. Viktor Hovland, Jon Rahm og ég.“ „Þeir hafa átt ótrúlegan feril í Ryder-bikarnum en þeir tóku sína ákvörðun. Þeir náðu samt að gera ótrúlega mikið og þð getur enginn tekið af þeim það sem þeir gerðu fyrir evrópska liðið.“ Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Evrópska liðið fagnaði fræknum sigri gegn því bandaríska í Ryder-bikarnum sem fram fór í Róm um liðna helgi, þrátt fyrir að hafa verið án þeirra Sergio Garcia, Lee Westwood og Ian Poulter, sem allir hafa verið lykilmenn í evrópska liðinu undanfarin ár. Garcia er sá kylfingur sem hefur fengið flest stig í Ryder-bikarnum fyrir evrópska liðið á ferlinum, eða 28 og hálft. Þá hefur Westwood nælt í 24 stig og Poulter fékk viðurnefnið „The Postman“ vegna þess að hann skilaði alltaf sínu. Garcia, Westwood og Poulter fengu hins vegar ekki sæti í evrópska liðinu eftir að þeir sögðu skilið við Evrópumótaröðina, DP World Tour, og færðu sig yfir á hina umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. „Það er nýtt tímabil framundan og það lítur bara ansi vel út,“ sagði McIlroy fyrr í dag. „Það að hafa ekki þessa stóru persónuleika í liðinu leyfði öðrum að fá tækifæri til að blómstra og skína. Viktor Hovland, Jon Rahm og ég.“ „Þeir hafa átt ótrúlegan feril í Ryder-bikarnum en þeir tóku sína ákvörðun. Þeir náðu samt að gera ótrúlega mikið og þð getur enginn tekið af þeim það sem þeir gerðu fyrir evrópska liðið.“
Ryder-bikarinn LIV-mótaröðin Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira