Misstu aldrei vonina þegar stelpurnar veiktust Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2023 09:00 Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir með dætur sínar, Katrínu Silfá, Sölku Björt og Elínu Jöklu. Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir, nýbakaðar þríburamæður, segjast hiklaust hafa óttast um dætur sínar fyrstu vikurnar eftir fæðinguna í vor. Stelpurnar braggast þó ótrúlega vel eftir fyrirburaáskoranirnar sem þær glímdu við fyrst um sinn. Við heimsóttum Margréti, Ástrós og trillurnar þrjár í Íslandi í dag í fyrradag. „Eftir að hafa séð þær svona pínulitlar og ótrúlega veikar, að sjá þær núna eins og hvert annað barn er alveg magnað,“ segir Margrét. Dæturnar, Katrín Silfá, Elín Jökla og Salka Björt fæddust 12. apríl, þrettán vikum fyrir tímann. Voruði einhvern tímann raunverulega hræddar um þær á því tímabili? „Já, alveg fyrstu tvær, þrjár vikurnar,“ segir Ástrós. „Já, þá var mikið af svona fyrirburaáskorunum sem þær þurftu að glíma við. Þær fengu allar sýkingu í blóðið og þurftu að fara aftur á öndunarvél. Þessi bakslög, þá varð maður alveg skíthræddur. En svo horfði maður alltaf á þær sigrast á því,“ segir Margrét. „Við misstum aldrei vonina einhvern veginn,“ bætir Ástrós við. Brot úr viðtalinu við Ástrós og Margréti í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+. Hér fyrir neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 frá í febrúar síðastliðnum, þegar við heimsóttum Ástrós og Margréti fyrst - þá verðandi þríburamæður. Ísland í dag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þríburaforeldarnir fá fyrstu vöggugjafirnar Í apríl varð Íslandsmet í þríburafæðingum, en þrjár fjölskyldur eignuðust þríbura. Ástrós Pétursdóttir er ein þeirra mæðra og lýsir hún því bæði sem dásamlegu og krefjandi verkefni. Fjölskyldurnar þrjár, þáðu fyrr í dag fyrstu Vöggugjafirnar frá Lyfju, ein gjöf fyrir hvert barn. 13. júní 2023 15:45 Þríburakrílin komin með nöfn Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur Andri Ingvarsson eignuðust nýverið þríbura en fyrir átti parið tvær dætur á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan stækkaði því fljótt en nú hafa yngstu meðlimirnir fengið nöfnin sín við fallega athöfn fyrr í dag. 3. júní 2023 18:13 Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58 Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. 5. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
„Eftir að hafa séð þær svona pínulitlar og ótrúlega veikar, að sjá þær núna eins og hvert annað barn er alveg magnað,“ segir Margrét. Dæturnar, Katrín Silfá, Elín Jökla og Salka Björt fæddust 12. apríl, þrettán vikum fyrir tímann. Voruði einhvern tímann raunverulega hræddar um þær á því tímabili? „Já, alveg fyrstu tvær, þrjár vikurnar,“ segir Ástrós. „Já, þá var mikið af svona fyrirburaáskorunum sem þær þurftu að glíma við. Þær fengu allar sýkingu í blóðið og þurftu að fara aftur á öndunarvél. Þessi bakslög, þá varð maður alveg skíthræddur. En svo horfði maður alltaf á þær sigrast á því,“ segir Margrét. „Við misstum aldrei vonina einhvern veginn,“ bætir Ástrós við. Brot úr viðtalinu við Ástrós og Margréti í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+. Hér fyrir neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 frá í febrúar síðastliðnum, þegar við heimsóttum Ástrós og Margréti fyrst - þá verðandi þríburamæður.
Ísland í dag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þríburaforeldarnir fá fyrstu vöggugjafirnar Í apríl varð Íslandsmet í þríburafæðingum, en þrjár fjölskyldur eignuðust þríbura. Ástrós Pétursdóttir er ein þeirra mæðra og lýsir hún því bæði sem dásamlegu og krefjandi verkefni. Fjölskyldurnar þrjár, þáðu fyrr í dag fyrstu Vöggugjafirnar frá Lyfju, ein gjöf fyrir hvert barn. 13. júní 2023 15:45 Þríburakrílin komin með nöfn Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur Andri Ingvarsson eignuðust nýverið þríbura en fyrir átti parið tvær dætur á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan stækkaði því fljótt en nú hafa yngstu meðlimirnir fengið nöfnin sín við fallega athöfn fyrr í dag. 3. júní 2023 18:13 Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58 Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. 5. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Þríburaforeldarnir fá fyrstu vöggugjafirnar Í apríl varð Íslandsmet í þríburafæðingum, en þrjár fjölskyldur eignuðust þríbura. Ástrós Pétursdóttir er ein þeirra mæðra og lýsir hún því bæði sem dásamlegu og krefjandi verkefni. Fjölskyldurnar þrjár, þáðu fyrr í dag fyrstu Vöggugjafirnar frá Lyfju, ein gjöf fyrir hvert barn. 13. júní 2023 15:45
Þríburakrílin komin með nöfn Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur Andri Ingvarsson eignuðust nýverið þríbura en fyrir átti parið tvær dætur á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan stækkaði því fljótt en nú hafa yngstu meðlimirnir fengið nöfnin sín við fallega athöfn fyrr í dag. 3. júní 2023 18:13
Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58
Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. 5. febrúar 2023 08:01
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“