Gabríel vill líka leiða Uppreisn Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2023 10:20 Gabríel Ingimarsson er 24 ára viðskiptafræðingur. Aðsend Gabríel Ingimarsson hefur gefið kost á sér til embættis formanns Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fer fram laugardaginn 7. október næstkomandi. Í tilkynningu segir að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Gabríel útskrifaðist sem viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál í byrjun árs 2021 og hefur starfað við fjármál síðan þá. Í námi lagði hann mikla áherslu á hagfræði og alþjóðamál, og mikið starfað í alþjóðlegu umhverfi í starfi sínu sem og fyrir flokkinn. Gabríel hefur verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar, starfaði sem alþjóðafulltrúi í framkvæmdastjórn Uppreisnar starfsárið 2022-2023 og sótti haustþing European Liberal Youth (LYMEC) í Búkarest fyrir hönd Uppreisnar vegna hlutverksins. Gabríel var formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála,“ segir í tilkynningunni. Áður hefur verið sagt frá því að Emma Ósk Ragnarsdóttir hafi gefið kost á sér til að taka við embætti formanns á aðalfundi. Haft er eftir Gabríel í tilkynningunni að síðasta ár sem alþjóðafulltrúi hafi fyllt sig eldmóð og ástríðu að leiða Uppreisn næsta árið. „Ég hef fundið gríðarlega sterkt fyrir því að nauðsynlegt sé að við ungliðar beitum okkur af hörku innan flokksins, með styrkingu hreyfingarinnar og eldmóð fyrir frjálslyndum stefnumálum okkar í huga. Okkar helsta áskorun er að flokkurinn nái að tala um stefnumál og lausnir Viðreisnar með hætti sem kveikir áhuga kjósenda. Hér höfum við ungliðar tækifæri að breyta talsmáta og áherslum með nánu samstarfi við stjórn flokksins,” segir Gabríel. Hann telur frjálslyndið eiga fullt erindi við ungt fólk í stjórnmálum dagsins í dag. „Skortur er á raunverulegum valkostum í fasteignamálum og ekki raunhæft fyrir einstaklinga utan formfestu vísitölufjölskyldunnar að kaupa sér íbúð. Þá sé áframhaldandi hallarekstur og óhófleg skuldasöfnun ríkissjóðs áhyggjuefni fyrir ungt fólk sem kemur til með að bera þungann af þessu óráði. Ríkisstjórnin hækkar svo áfengisgjaldið og telur hlutunum þar með borgið. Forræðishyggja stjórnarflokkana hefur og mun reynast ungu fólki þungbær,” segir Gabríel. Viðreisn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Í tilkynningu segir að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Gabríel útskrifaðist sem viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál í byrjun árs 2021 og hefur starfað við fjármál síðan þá. Í námi lagði hann mikla áherslu á hagfræði og alþjóðamál, og mikið starfað í alþjóðlegu umhverfi í starfi sínu sem og fyrir flokkinn. Gabríel hefur verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar, starfaði sem alþjóðafulltrúi í framkvæmdastjórn Uppreisnar starfsárið 2022-2023 og sótti haustþing European Liberal Youth (LYMEC) í Búkarest fyrir hönd Uppreisnar vegna hlutverksins. Gabríel var formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála,“ segir í tilkynningunni. Áður hefur verið sagt frá því að Emma Ósk Ragnarsdóttir hafi gefið kost á sér til að taka við embætti formanns á aðalfundi. Haft er eftir Gabríel í tilkynningunni að síðasta ár sem alþjóðafulltrúi hafi fyllt sig eldmóð og ástríðu að leiða Uppreisn næsta árið. „Ég hef fundið gríðarlega sterkt fyrir því að nauðsynlegt sé að við ungliðar beitum okkur af hörku innan flokksins, með styrkingu hreyfingarinnar og eldmóð fyrir frjálslyndum stefnumálum okkar í huga. Okkar helsta áskorun er að flokkurinn nái að tala um stefnumál og lausnir Viðreisnar með hætti sem kveikir áhuga kjósenda. Hér höfum við ungliðar tækifæri að breyta talsmáta og áherslum með nánu samstarfi við stjórn flokksins,” segir Gabríel. Hann telur frjálslyndið eiga fullt erindi við ungt fólk í stjórnmálum dagsins í dag. „Skortur er á raunverulegum valkostum í fasteignamálum og ekki raunhæft fyrir einstaklinga utan formfestu vísitölufjölskyldunnar að kaupa sér íbúð. Þá sé áframhaldandi hallarekstur og óhófleg skuldasöfnun ríkissjóðs áhyggjuefni fyrir ungt fólk sem kemur til með að bera þungann af þessu óráði. Ríkisstjórnin hækkar svo áfengisgjaldið og telur hlutunum þar með borgið. Forræðishyggja stjórnarflokkana hefur og mun reynast ungu fólki þungbær,” segir Gabríel.
Viðreisn Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira