Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2023 15:06 Sindri og Ísidór í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. Þetta er í annað skipti sem héraðsdómur vísar frá ákæru á hendur mönnunum. Landsréttur staðfesti fyrri frávísunina í mars svo héraðssaksóknari gaf út nýja ákæru. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Nú hefur nýja ákæran hlotið sömu málalok í héraði og sú fyrri. Eftir að þeir Sindri Snær Birgisson, 26 ára, og Ísidór Nathansson, 25 ára, voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum 21. september í fyrra sagði lögreglan að þeir væru grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk sem ættu að beinast að borgurum og stofnunum ríkisins. Lögreglan lagði hald á töluvert magn skotvopna og skotfæra ásamt þrívíddarprentara, þar á meðal AK-47 og AR-15-árásarriffla. Sindri var ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum hans með því að veita honum aðstoð og hvatningu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, fagnar niðurstöðunni. Farið var yfir innihald nýju ákærunnar í fréttaskýringunni hér að neðan. „Ég er í þessum töluðu orðum að lesa yfir þessar forsendur. Í mínum huga er þetta rétt niðurstaða. Ég lá yfir þessu fyrir þennan flutning. Ég sannfærðist um að þetta yrði niðurstaðan. Það væri auðvitað best ef hægt væri að ljúka þessu núna, en ég svo sem reikna ekki með því,“ segir Sveinn Andri meðvitaður um möguleika héraðssaksóknara að kæra niðurstöðuna til Landsréttar. „Ákæruvaldið bókaði að það tæki sér frest til að ákveða hvort þeir kærðu þennan úrskurð. Það kemur þá í ljós á næstu þremur sólarhringum. Ég reikna frekar með því að þeir fari með þetta til Landsréttar. En þeir verða auðvitað að svara fyrir það.“ Sjálfum finnst honum nóg komið. „Það er búið að rústa lífi þessara drengja. Þetta mál hefði aldrei átt að fara í þennan farveg hefði lögreglan haldið að sér höndum, fylgst með þeim og rannsakað málið betur, og eðlilega. Þá hefði þetta aldrei farið í ákæru. En menn héldu blaðamannafund sem aldrei hefði átt að halda. Þar voru stórar og miklar yfirlýsingar af hálfu lögreglu að þjóðinni hefði verið bjargað frá hryðjuverkum og voða. Öll rannsókn málsins gekk út á það að hlaða undir og rökstyðja þessa kenningu, og halda andliti fyrir lögregluna. En ég held að það sé tímabært að þeir hætti að halda andliti fyrir ríkislögreglustjóra og láti gott heita,“ segir Sveinn Andri. Ákærðu geti hvergi verið innan um fólk vegna málsins og eigi erfitt með að athafna sig í daglegu lífi. Þessari vitleysu verður að fara að ljúka. Ekki nægjanlega bætt úr ákærunni Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ljóst sé að ekki sé skilgreint hvenær og var hinum ætluðu hryðjuverkum var ætlað að eiga sér stað hér á landi til framtíðar litið. Sömuleiðis hvort þau átti að fullfremja í nálægri eða fjarlægri framtíð og óvíst með staðsetningu. Einnig var óljóst um fjölda. Þá væri látið nægja að taka fram að þau hefðu átt að beinast gegn ótilgreindum hópi fólks. Héraðsdómur segir verknaðarlýsinguna ekki nægjanlega skýra um það sem raunverulega skipti máli við efnisúrlausn málsins. Ákæruvaldið hafi ekki bætt nægjanlega úr verknaðarlýsingunni miðað við röksemdir Landsréttar þegar hann staðfesti frávísun á fyrri ákæru í málinu. Að mati dómsins skorti verulega á ákæran væri nógu skýr til að hægt væri að halda uppi vörnum og dómstólar fjallað efnislega um málið án þess að halli á ákærðu. Ekki væri séð að unnt væri að bæta úr þessum atriðum við meðferð málsins fyrir dómi. Þá gangi efnisleg framsetning ákærukaflanna alls ekki upp. Ef ekki er unnt að orða háttsemi sem ákært er útaf með skýrari hætti út frá gögnum málsins hljóti að þurfa að koma til sjálfstætt endurmat ákæruvaldsins. Var því fallist á aðalkröfu Sindra og Ísidórs um að vísa málinu frá. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Fara aftur fram á frávísun í hryðjuverkamálinu Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborninganna sem ákærðir eru fyrir skipulagningu hryðjuverka, hefur skilað greinagerð í málinu þar sem farið er fram á frávísun ákærunnar. Fyrri ákæru í málinu var vísað frá þar sem hún taldist ekki nægilega skýr. 4. september 2023 19:29 „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Þetta er í annað skipti sem héraðsdómur vísar frá ákæru á hendur mönnunum. Landsréttur staðfesti fyrri frávísunina í mars svo héraðssaksóknari gaf út nýja ákæru. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Nú hefur nýja ákæran hlotið sömu málalok í héraði og sú fyrri. Eftir að þeir Sindri Snær Birgisson, 26 ára, og Ísidór Nathansson, 25 ára, voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum 21. september í fyrra sagði lögreglan að þeir væru grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk sem ættu að beinast að borgurum og stofnunum ríkisins. Lögreglan lagði hald á töluvert magn skotvopna og skotfæra ásamt þrívíddarprentara, þar á meðal AK-47 og AR-15-árásarriffla. Sindri var ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum hans með því að veita honum aðstoð og hvatningu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, fagnar niðurstöðunni. Farið var yfir innihald nýju ákærunnar í fréttaskýringunni hér að neðan. „Ég er í þessum töluðu orðum að lesa yfir þessar forsendur. Í mínum huga er þetta rétt niðurstaða. Ég lá yfir þessu fyrir þennan flutning. Ég sannfærðist um að þetta yrði niðurstaðan. Það væri auðvitað best ef hægt væri að ljúka þessu núna, en ég svo sem reikna ekki með því,“ segir Sveinn Andri meðvitaður um möguleika héraðssaksóknara að kæra niðurstöðuna til Landsréttar. „Ákæruvaldið bókaði að það tæki sér frest til að ákveða hvort þeir kærðu þennan úrskurð. Það kemur þá í ljós á næstu þremur sólarhringum. Ég reikna frekar með því að þeir fari með þetta til Landsréttar. En þeir verða auðvitað að svara fyrir það.“ Sjálfum finnst honum nóg komið. „Það er búið að rústa lífi þessara drengja. Þetta mál hefði aldrei átt að fara í þennan farveg hefði lögreglan haldið að sér höndum, fylgst með þeim og rannsakað málið betur, og eðlilega. Þá hefði þetta aldrei farið í ákæru. En menn héldu blaðamannafund sem aldrei hefði átt að halda. Þar voru stórar og miklar yfirlýsingar af hálfu lögreglu að þjóðinni hefði verið bjargað frá hryðjuverkum og voða. Öll rannsókn málsins gekk út á það að hlaða undir og rökstyðja þessa kenningu, og halda andliti fyrir lögregluna. En ég held að það sé tímabært að þeir hætti að halda andliti fyrir ríkislögreglustjóra og láti gott heita,“ segir Sveinn Andri. Ákærðu geti hvergi verið innan um fólk vegna málsins og eigi erfitt með að athafna sig í daglegu lífi. Þessari vitleysu verður að fara að ljúka. Ekki nægjanlega bætt úr ákærunni Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ljóst sé að ekki sé skilgreint hvenær og var hinum ætluðu hryðjuverkum var ætlað að eiga sér stað hér á landi til framtíðar litið. Sömuleiðis hvort þau átti að fullfremja í nálægri eða fjarlægri framtíð og óvíst með staðsetningu. Einnig var óljóst um fjölda. Þá væri látið nægja að taka fram að þau hefðu átt að beinast gegn ótilgreindum hópi fólks. Héraðsdómur segir verknaðarlýsinguna ekki nægjanlega skýra um það sem raunverulega skipti máli við efnisúrlausn málsins. Ákæruvaldið hafi ekki bætt nægjanlega úr verknaðarlýsingunni miðað við röksemdir Landsréttar þegar hann staðfesti frávísun á fyrri ákæru í málinu. Að mati dómsins skorti verulega á ákæran væri nógu skýr til að hægt væri að halda uppi vörnum og dómstólar fjallað efnislega um málið án þess að halli á ákærðu. Ekki væri séð að unnt væri að bæta úr þessum atriðum við meðferð málsins fyrir dómi. Þá gangi efnisleg framsetning ákærukaflanna alls ekki upp. Ef ekki er unnt að orða háttsemi sem ákært er útaf með skýrari hætti út frá gögnum málsins hljóti að þurfa að koma til sjálfstætt endurmat ákæruvaldsins. Var því fallist á aðalkröfu Sindra og Ísidórs um að vísa málinu frá. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Fara aftur fram á frávísun í hryðjuverkamálinu Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborninganna sem ákærðir eru fyrir skipulagningu hryðjuverka, hefur skilað greinagerð í málinu þar sem farið er fram á frávísun ákærunnar. Fyrri ákæru í málinu var vísað frá þar sem hún taldist ekki nægilega skýr. 4. september 2023 19:29 „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43
Fara aftur fram á frávísun í hryðjuverkamálinu Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborninganna sem ákærðir eru fyrir skipulagningu hryðjuverka, hefur skilað greinagerð í málinu þar sem farið er fram á frávísun ákærunnar. Fyrri ákæru í málinu var vísað frá þar sem hún taldist ekki nægilega skýr. 4. september 2023 19:29
„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00