Samúel klökkur eftir afrek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“ Aron Guðmundsson skrifar 2. október 2023 14:01 Samúel Samúelsson hefur unnið frábært starf í kringum fótboltann fyrir Vestan Vísir/Skjáskot Samúel Samúelsson, prímusmótorinn á bak við knattspyrnudeild Vestra, var hrærður í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fótbolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftureldingu í úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt framlag. „Ég á engin viðbrögð, sorrí,“ sagði klökkur Samúel í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sig upp í Bestu deildina. „Þetta er bara geggjað. Það er það eina sem ég get sagt. Þetta lið. Þetta fólk. Þetta er ótrúlegt.“ Samúel hefur staðið í forystu knattspyrnudeildar Vestra, þar áður BÍ/Bolungarvíkur í yfir sextán ár og er metnaður hans í því starfi vel þekktur. Lengi vel hefur stefnan hjá Vestra verið sett á að ná inn liði í efstu deild hér á landi og nú hefur það tekist. Fjörutíu árum eftir að þáverandi lið Ísafjarðar, ÍBÍ, var í efstu deild. Klippa: Samúel klökkur eftir afrek Vesta: Fullt af fólki sem á þetta svo mikið skilið Hvað gerði útslagið í ár? „Davíð, strákarnir, þjálfarateymið og þetta fólk. Það gerði útslagið. Þetta er bara geggjað fólk, það er bara þannig. Ég er kannski í frontinum á þessu en hvað heldurðu að það sé mikið af fólki sem vinnur baki brotnu fyrir þetta félag. Út í gegn dag og nótt. Ég er bara í sviðsljósinu en það er fullt af fólki sem á þetta svo mikið skilið.“ Það var fyrir nýafstaðið tímabil sem Vestri gekk frá ráðningu á Davíð Smára Lamude í þjálfarastöðuna. Davíð Smári hafði unnið virkilega gott starf með Kórdrengjum þar áður. Hvað gerir Davíð sem gerir útslagið í því að þið komist upp? „Þetta er metnaðarfullur, grjótharður þjálfari. Við í Vestra höfðum oft spilað á móti honum og alltaf var það erfitt. Þetta var eitthvað sem við þurftum.“ Hvað ætlið þið að gera í efstu deild? „Við erum ekki komin upp í Bestu deildina bara til þess að vera í Bestu deildinni. Við ætlum okkur að vera með.“ Viðtalið við Samúel í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Ég á engin viðbrögð, sorrí,“ sagði klökkur Samúel í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sig upp í Bestu deildina. „Þetta er bara geggjað. Það er það eina sem ég get sagt. Þetta lið. Þetta fólk. Þetta er ótrúlegt.“ Samúel hefur staðið í forystu knattspyrnudeildar Vestra, þar áður BÍ/Bolungarvíkur í yfir sextán ár og er metnaður hans í því starfi vel þekktur. Lengi vel hefur stefnan hjá Vestra verið sett á að ná inn liði í efstu deild hér á landi og nú hefur það tekist. Fjörutíu árum eftir að þáverandi lið Ísafjarðar, ÍBÍ, var í efstu deild. Klippa: Samúel klökkur eftir afrek Vesta: Fullt af fólki sem á þetta svo mikið skilið Hvað gerði útslagið í ár? „Davíð, strákarnir, þjálfarateymið og þetta fólk. Það gerði útslagið. Þetta er bara geggjað fólk, það er bara þannig. Ég er kannski í frontinum á þessu en hvað heldurðu að það sé mikið af fólki sem vinnur baki brotnu fyrir þetta félag. Út í gegn dag og nótt. Ég er bara í sviðsljósinu en það er fullt af fólki sem á þetta svo mikið skilið.“ Það var fyrir nýafstaðið tímabil sem Vestri gekk frá ráðningu á Davíð Smára Lamude í þjálfarastöðuna. Davíð Smári hafði unnið virkilega gott starf með Kórdrengjum þar áður. Hvað gerir Davíð sem gerir útslagið í því að þið komist upp? „Þetta er metnaðarfullur, grjótharður þjálfari. Við í Vestra höfðum oft spilað á móti honum og alltaf var það erfitt. Þetta var eitthvað sem við þurftum.“ Hvað ætlið þið að gera í efstu deild? „Við erum ekki komin upp í Bestu deildina bara til þess að vera í Bestu deildinni. Við ætlum okkur að vera með.“ Viðtalið við Samúel í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira