McIlroy segist ekki hafa hitt kylfusveininn eftir derhúfumálið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2023 15:30 Joe LaCava veifaði derhúfu sinni eftir að Patrick Cantley setti niður pútt. Það fór í taugarnar á Rory McIlroy. Rory McIlroy þvertekur fyrir að hafa hitt kylfusvein Patricks Cantley eftir að þeim lenti saman á öðrum keppnisdegi Ryder-bikarsins. McIlroy var ósáttur með þegar Joe LaCava, 68 ára kylfusveinn Cantleys, fagnaði pútti Bandaríkjamannsins vel og innilega. Hann veifaði meðal annars derhúfu sinni sem virtist fara sérstaklega í taugarnar á McIlroy. Eftir keppnisdaginn sáust McIlroy og LaCava munnhöggvast úti á bílaplani. Öryggisvörður gekk á milli áður en liðsfélagi McIlroys, Shane Lowry leiddi hann inn í bíl. Í gær bárust fréttir af því LaCava hefði sett sig í samband við McIlroy til að hreinsa loftið. Aðspurður kannaðist norður-írski kylfingurinn ekkert við það. „Ég hef ekki hitt Joe,“ sagði McIlroy. Þrátt fyrir uppákomuna á laugardaginn var McIlroy í góðum gír í gær þar sem hann sigraði Sam Burns, 3&1, í einliðaleiknum. „Ég lét þetta efla mig og ekki eyðileggja frábæra viku. Ég nýtti mér þetta mér í hag,“ sagði McIlroy um atvikið. McIlroy og félagar hans í evrópska liðinu unnu Ryder-bikarinn örugglega, 16 1/2-11 1/2. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
McIlroy var ósáttur með þegar Joe LaCava, 68 ára kylfusveinn Cantleys, fagnaði pútti Bandaríkjamannsins vel og innilega. Hann veifaði meðal annars derhúfu sinni sem virtist fara sérstaklega í taugarnar á McIlroy. Eftir keppnisdaginn sáust McIlroy og LaCava munnhöggvast úti á bílaplani. Öryggisvörður gekk á milli áður en liðsfélagi McIlroys, Shane Lowry leiddi hann inn í bíl. Í gær bárust fréttir af því LaCava hefði sett sig í samband við McIlroy til að hreinsa loftið. Aðspurður kannaðist norður-írski kylfingurinn ekkert við það. „Ég hef ekki hitt Joe,“ sagði McIlroy. Þrátt fyrir uppákomuna á laugardaginn var McIlroy í góðum gír í gær þar sem hann sigraði Sam Burns, 3&1, í einliðaleiknum. „Ég lét þetta efla mig og ekki eyðileggja frábæra viku. Ég nýtti mér þetta mér í hag,“ sagði McIlroy um atvikið. McIlroy og félagar hans í evrópska liðinu unnu Ryder-bikarinn örugglega, 16 1/2-11 1/2.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti