Eitt prósent Hveragerðisbúa missir vinnuna Árni Sæberg skrifar 30. september 2023 12:14 Dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir uppsagnir fjölda starfsmanna dvalarheimilisins Áss í Hveragerði högg fyrir bæinn. Hann ætlar að reyna að fá Grund til að hætta við uppsagnirnar. Vísir greindi frá því á dögunum að 38 starfsmenn Grundarheimilanna hefðu fengið þær fregnir frá stéttarfélagi sínu að störf þeirra hefðu verið lögð niður. Geir Sveinsson bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að íbúar Hveragerðis séu í áfalli yfir tíðindunum. „Við hörmum þetta gríðarlega. að þessi uppsögn hafi komið. Fyrir sveitarfélag eins og Hveragerði er þetta auðvitað stórt og mikið högg. Síðustu daga hefur einfaldlega verið þungt hljóð í bæjarbúum. Þetta er um eitt prósent íbúa.“ Á fund með forstjóranum Geir hefur rætt við forsvarsmenn Grundar og á bókaðan fund með Karli Óttari Einarssyni á mánudag þar sem farið verður yfir málin. „Við ætlum að sjá og ræða hvort ekki megi endurskoða þetta og athuga hvernig staðan er. Ég er kannski ekki allt of bjartsýnn með það, en mér finnst algerlega vera tilraunarinnar virði að hitta Karl Óttar, því að þetta hefur mjög mikil áhrif. Þetta er gott starfsfólk sem hefur unnið góða vinnu, og þarfa vinnu.“ Þjóðin eldist og íbúum fjölgar Þá segir hann að mikilvægt sé að öflugt dvalarheimili sé rekið í Hveragerði og góð þjónusta við aldraða íbúa þess sé tryggð. „Þeir fullyrða að þetta muni ekki hafa nein áhrif á það en engu að síður hef ég áhuga á að fara yfir það. Af því að okkur fer fjölgandi og eldri íbúum sömuleiðis og það er mjög mikilvægt að gott starf sé unnið á þessum stöðum og hlúð að því fólki sem þarna er. Þó að stór hluti sé í hreingerningum og öðru þá er mjög svo mikilvægt á þessum stöðum, það er hvert einasta starf mikilvægt. Þess vegna viljum auðvitað tryggja það að þetta fólk missi ekki vinnu sína, ef okkur er þess kostur.“ Hveragerði Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að 38 starfsmenn Grundarheimilanna hefðu fengið þær fregnir frá stéttarfélagi sínu að störf þeirra hefðu verið lögð niður. Geir Sveinsson bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að íbúar Hveragerðis séu í áfalli yfir tíðindunum. „Við hörmum þetta gríðarlega. að þessi uppsögn hafi komið. Fyrir sveitarfélag eins og Hveragerði er þetta auðvitað stórt og mikið högg. Síðustu daga hefur einfaldlega verið þungt hljóð í bæjarbúum. Þetta er um eitt prósent íbúa.“ Á fund með forstjóranum Geir hefur rætt við forsvarsmenn Grundar og á bókaðan fund með Karli Óttari Einarssyni á mánudag þar sem farið verður yfir málin. „Við ætlum að sjá og ræða hvort ekki megi endurskoða þetta og athuga hvernig staðan er. Ég er kannski ekki allt of bjartsýnn með það, en mér finnst algerlega vera tilraunarinnar virði að hitta Karl Óttar, því að þetta hefur mjög mikil áhrif. Þetta er gott starfsfólk sem hefur unnið góða vinnu, og þarfa vinnu.“ Þjóðin eldist og íbúum fjölgar Þá segir hann að mikilvægt sé að öflugt dvalarheimili sé rekið í Hveragerði og góð þjónusta við aldraða íbúa þess sé tryggð. „Þeir fullyrða að þetta muni ekki hafa nein áhrif á það en engu að síður hef ég áhuga á að fara yfir það. Af því að okkur fer fjölgandi og eldri íbúum sömuleiðis og það er mjög mikilvægt að gott starf sé unnið á þessum stöðum og hlúð að því fólki sem þarna er. Þó að stór hluti sé í hreingerningum og öðru þá er mjög svo mikilvægt á þessum stöðum, það er hvert einasta starf mikilvægt. Þess vegna viljum auðvitað tryggja það að þetta fólk missi ekki vinnu sína, ef okkur er þess kostur.“
Hveragerði Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira