„Líklega mjög miklir fólksflutningar“ til Venesúela framundan Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 29. september 2023 21:54 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Stöð 2/Arnar Útlendingastofnun er heimilt að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt nýjum úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Með þessu hefur nefndin snúið við fyrri niðurstöðu um að ríkisborgurum frá Venesúela skuli veitt sérstök viðbótarvernd. Í þremur úrskurðum sem voru kveðnir upp í vikunni og birtir í dag segir að ástandið fari batnandi í Venesúela og að aðstæður séu ekki slíkar að þær réttlæti að allir sem þaðan komi eigi á hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Á fyrstu átta mánuðum ársins sóttu hátt í þrjú þúsund manns um alþjóðlega vernd hér á landi og þar af voru flestir, eða hátt í þrettán hundruð, frá Venesúela. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ræddi úrskurðina í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum loksins komin með skýra niðurstöðu og ég ætla ekki að fara í grafgötur með það að við erum búin að bíða lengi eftir niðurstöðum kærunefndar útlendingamála. Og það er alveg ljóst að niðurstaðan frá þessum þremur málum, hún verður fordæmisgefandi,“ sagði Guðrún, aðspurð hver hennar viðbrögð við úrskurðunum væru. Guðrún segir fjögur hundruð mál bíða niðurstöðu hjá kærunefndinni og ellefu hundruð hjá Útlendingastofnun. „Þannig að þetta eru að lágmarki fimmtán hundruð einstaklingar sem þessi niðurstaða mun hafa áhrif á. Og eins og ég sagði þá gerum við ráð fyrir að niðurstaða kærunefndarinnar í gær verði fordæmisgefandi. Það þýðir það að um fimmtán hundruð manns munu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þurfa þar af leiðandi að yfirgefa landið.“ Hvað tekur við gagnvart þessu fólki? „Þetta verður auðvitað umfangsmikið verkefni og við höfum þegar hafið vinnu við það. Við erum þegar byrjuð að ræða við Útlendingastofnun, Ríkislögreglustjóra, stoðdeildina og svo Dómsmálaráðuneytið, hvernig við högum okkur í þessu máli. Það verða líklega mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela og það verður að tryggja að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. „Til þess munu íslensk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Það mun þýða að íslensk stjórnvöld munu aðstoða fólk og sjá til þess að fólk fái farsæla til Venesúela sem og mun fólk njóta heimferðarstyrkja til þess að aðstoða fólk við að koma sér fyrir á ný í heimalandinu,“ bætti hún við. Innflytjendamál Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Í þremur úrskurðum sem voru kveðnir upp í vikunni og birtir í dag segir að ástandið fari batnandi í Venesúela og að aðstæður séu ekki slíkar að þær réttlæti að allir sem þaðan komi eigi á hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Á fyrstu átta mánuðum ársins sóttu hátt í þrjú þúsund manns um alþjóðlega vernd hér á landi og þar af voru flestir, eða hátt í þrettán hundruð, frá Venesúela. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ræddi úrskurðina í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum loksins komin með skýra niðurstöðu og ég ætla ekki að fara í grafgötur með það að við erum búin að bíða lengi eftir niðurstöðum kærunefndar útlendingamála. Og það er alveg ljóst að niðurstaðan frá þessum þremur málum, hún verður fordæmisgefandi,“ sagði Guðrún, aðspurð hver hennar viðbrögð við úrskurðunum væru. Guðrún segir fjögur hundruð mál bíða niðurstöðu hjá kærunefndinni og ellefu hundruð hjá Útlendingastofnun. „Þannig að þetta eru að lágmarki fimmtán hundruð einstaklingar sem þessi niðurstaða mun hafa áhrif á. Og eins og ég sagði þá gerum við ráð fyrir að niðurstaða kærunefndarinnar í gær verði fordæmisgefandi. Það þýðir það að um fimmtán hundruð manns munu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þurfa þar af leiðandi að yfirgefa landið.“ Hvað tekur við gagnvart þessu fólki? „Þetta verður auðvitað umfangsmikið verkefni og við höfum þegar hafið vinnu við það. Við erum þegar byrjuð að ræða við Útlendingastofnun, Ríkislögreglustjóra, stoðdeildina og svo Dómsmálaráðuneytið, hvernig við högum okkur í þessu máli. Það verða líklega mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela og það verður að tryggja að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. „Til þess munu íslensk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Það mun þýða að íslensk stjórnvöld munu aðstoða fólk og sjá til þess að fólk fái farsæla til Venesúela sem og mun fólk njóta heimferðarstyrkja til þess að aðstoða fólk við að koma sér fyrir á ný í heimalandinu,“ bætti hún við.
Innflytjendamál Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira