„Líklega mjög miklir fólksflutningar“ til Venesúela framundan Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 29. september 2023 21:54 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Stöð 2/Arnar Útlendingastofnun er heimilt að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt nýjum úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Með þessu hefur nefndin snúið við fyrri niðurstöðu um að ríkisborgurum frá Venesúela skuli veitt sérstök viðbótarvernd. Í þremur úrskurðum sem voru kveðnir upp í vikunni og birtir í dag segir að ástandið fari batnandi í Venesúela og að aðstæður séu ekki slíkar að þær réttlæti að allir sem þaðan komi eigi á hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Á fyrstu átta mánuðum ársins sóttu hátt í þrjú þúsund manns um alþjóðlega vernd hér á landi og þar af voru flestir, eða hátt í þrettán hundruð, frá Venesúela. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ræddi úrskurðina í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum loksins komin með skýra niðurstöðu og ég ætla ekki að fara í grafgötur með það að við erum búin að bíða lengi eftir niðurstöðum kærunefndar útlendingamála. Og það er alveg ljóst að niðurstaðan frá þessum þremur málum, hún verður fordæmisgefandi,“ sagði Guðrún, aðspurð hver hennar viðbrögð við úrskurðunum væru. Guðrún segir fjögur hundruð mál bíða niðurstöðu hjá kærunefndinni og ellefu hundruð hjá Útlendingastofnun. „Þannig að þetta eru að lágmarki fimmtán hundruð einstaklingar sem þessi niðurstaða mun hafa áhrif á. Og eins og ég sagði þá gerum við ráð fyrir að niðurstaða kærunefndarinnar í gær verði fordæmisgefandi. Það þýðir það að um fimmtán hundruð manns munu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þurfa þar af leiðandi að yfirgefa landið.“ Hvað tekur við gagnvart þessu fólki? „Þetta verður auðvitað umfangsmikið verkefni og við höfum þegar hafið vinnu við það. Við erum þegar byrjuð að ræða við Útlendingastofnun, Ríkislögreglustjóra, stoðdeildina og svo Dómsmálaráðuneytið, hvernig við högum okkur í þessu máli. Það verða líklega mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela og það verður að tryggja að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. „Til þess munu íslensk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Það mun þýða að íslensk stjórnvöld munu aðstoða fólk og sjá til þess að fólk fái farsæla til Venesúela sem og mun fólk njóta heimferðarstyrkja til þess að aðstoða fólk við að koma sér fyrir á ný í heimalandinu,“ bætti hún við. Innflytjendamál Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Í þremur úrskurðum sem voru kveðnir upp í vikunni og birtir í dag segir að ástandið fari batnandi í Venesúela og að aðstæður séu ekki slíkar að þær réttlæti að allir sem þaðan komi eigi á hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Á fyrstu átta mánuðum ársins sóttu hátt í þrjú þúsund manns um alþjóðlega vernd hér á landi og þar af voru flestir, eða hátt í þrettán hundruð, frá Venesúela. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ræddi úrskurðina í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum loksins komin með skýra niðurstöðu og ég ætla ekki að fara í grafgötur með það að við erum búin að bíða lengi eftir niðurstöðum kærunefndar útlendingamála. Og það er alveg ljóst að niðurstaðan frá þessum þremur málum, hún verður fordæmisgefandi,“ sagði Guðrún, aðspurð hver hennar viðbrögð við úrskurðunum væru. Guðrún segir fjögur hundruð mál bíða niðurstöðu hjá kærunefndinni og ellefu hundruð hjá Útlendingastofnun. „Þannig að þetta eru að lágmarki fimmtán hundruð einstaklingar sem þessi niðurstaða mun hafa áhrif á. Og eins og ég sagði þá gerum við ráð fyrir að niðurstaða kærunefndarinnar í gær verði fordæmisgefandi. Það þýðir það að um fimmtán hundruð manns munu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þurfa þar af leiðandi að yfirgefa landið.“ Hvað tekur við gagnvart þessu fólki? „Þetta verður auðvitað umfangsmikið verkefni og við höfum þegar hafið vinnu við það. Við erum þegar byrjuð að ræða við Útlendingastofnun, Ríkislögreglustjóra, stoðdeildina og svo Dómsmálaráðuneytið, hvernig við högum okkur í þessu máli. Það verða líklega mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela og það verður að tryggja að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. „Til þess munu íslensk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Það mun þýða að íslensk stjórnvöld munu aðstoða fólk og sjá til þess að fólk fái farsæla til Venesúela sem og mun fólk njóta heimferðarstyrkja til þess að aðstoða fólk við að koma sér fyrir á ný í heimalandinu,“ bætti hún við.
Innflytjendamál Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira