Leikurinn var eini leikur kvöldsins í deildinni en Dortmund skaut sér á toppinn með sigrinum þar sem liðið situr með 14 stig eftir sex leiki. Bæði Bayern og Leverkusen eru einnig enn taplaus, en liðin eiga leik til góða á Dortmund.
Norski bakvörðurinn átti frábæran leik í vörn Dortmund og kórónaði frammistöðu sína með því að skora þriðja mark liðsins í uppbótartíma.