Fékk bestu gjöf ævi sinnar eftir óhugnanlegt atvik í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 16:54 María Sól ásamt þjálfurum Víkings og Birni Snæ Ingasyni sem gaf henni sérstaklega kærkomna gjöf í gær. Samsett Knattspyrnukonan unga María Sól Jósepsdóttir, sem fékk flogakast á leik Víkings og KR á dögunum, er á batavegi. Hún átti þá draumakvöld með leikmönnum liðsins í kjölfarið. María Sól er 15 ára knattspyrnukona úr Stjörnunni en hefur lítið getað leikið knattspyrnu síðustu misseri eftir að hún fékk heilahristing í tvígang með um tveggja vikna millibili í ágúst í fyrra. Höfuðhöggin hafa dregið dilk á eftir sér og hefur hún glímt við mikil veikindi síðasta rúma árið. Undir lok leiks Víkings og KR í Bestu deild karla á miðvikudaginn var fékk María einhverskonar flogakast í stúkunni. Vallarþulurinn í Víkinni kallaði eftir læknisaðstoð og var vel hlúað að henni. Faðir Maríu, Jósep Grímsson, þakkar fyrir aðstoð fólks í stúkunni í stöðuuppfærslu á Facebook. Sömuleiðis þakkar hann vallarþulinum og starfsfólki fyrir snör viðbrögð og læknishjálpina á vellinum. Dýrmæt minning Þrátt fyrir að leika í Garðabænum er María mikill stuðningsmaður Víkings. Félagið setti sig í samband við fjölskylduna eftir leikinn við KR og buðu henni í heimsókn þegar leikur liðsins við FH fór fram í gærkvöld. Þar fékk María að hitta þjálfarana Arnar Gunnlaugsson, John Andrews og Sölva Geir Ottesen, sem og leikmennina Halldór Smára Sigurðarson og Birnir Snæ Ingason í Víkinni. Birnir Snær gaf henni áritaða takkaskó sem Jósep segir án efa vera bestu gjöf sem María hefur fengið á ævinni. Jósep er Víkingum afar þakklátur fyrir kvöldstundina sem dóttir hans muni aldrei gleyma. María sé á batavegi eftir atvikið. Færslu Jóseps á Facebook má sjá neðst í fréttinni. „Hún er svona öll að koma til en hún mun ekkert æfa næstu vikurnar. Hún missti mátt í öðrum fætinum og allskonar almenn leiðindi en er öll að koma til,“ segir Jósep í samtali við íþróttadeild. „Hún vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót, segir hann enn fremur. Fer á hundraðasta leikinn um helgina Eftir að ljóst var í vor að þátttakan innan vallar í sumar yrði af skornum skammti hafi María tekið þá ákvörðun að sjá í staðinn eins mikinn fótbolta og mögulegt væri. „Hún tók þann pól í hæðina að reyna að komast horfa á eins mikinn fótbolta og hún mögulega hefur getað. Ég er búin að vera að fara með hana á völlinn í sumar og hún setti sér það markmið, þegar þessi upphitunarmótin eins og Lengjubikarinn fóru af stað í vor, að fara á 100 meistaraflokksleiki í sumar,“ segir Jósep. „Leikurinn í gær var númer 99 hjá henni,“ segir Jósep. Hundraðasti leikurinn verður um helgina á Laugardalsvelli. Óákveðið sé þó hvort það verði úrslitaleikur Fótbolti.net mótsins milli Víðis Garði og KFG í kvöld eða úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Aftureldingar og Vestra. „Þetta eru mest þrír leikir á dag svo þetta hefur verið full vinna,“ segir Jósep. „Sölvi Geir Ottesen sagði við hana í gær að hún væri pottþétt búinn að horfa á helmingi fleiri leiki en hann í sumar.“ Besta deild kvenna Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
María Sól er 15 ára knattspyrnukona úr Stjörnunni en hefur lítið getað leikið knattspyrnu síðustu misseri eftir að hún fékk heilahristing í tvígang með um tveggja vikna millibili í ágúst í fyrra. Höfuðhöggin hafa dregið dilk á eftir sér og hefur hún glímt við mikil veikindi síðasta rúma árið. Undir lok leiks Víkings og KR í Bestu deild karla á miðvikudaginn var fékk María einhverskonar flogakast í stúkunni. Vallarþulurinn í Víkinni kallaði eftir læknisaðstoð og var vel hlúað að henni. Faðir Maríu, Jósep Grímsson, þakkar fyrir aðstoð fólks í stúkunni í stöðuuppfærslu á Facebook. Sömuleiðis þakkar hann vallarþulinum og starfsfólki fyrir snör viðbrögð og læknishjálpina á vellinum. Dýrmæt minning Þrátt fyrir að leika í Garðabænum er María mikill stuðningsmaður Víkings. Félagið setti sig í samband við fjölskylduna eftir leikinn við KR og buðu henni í heimsókn þegar leikur liðsins við FH fór fram í gærkvöld. Þar fékk María að hitta þjálfarana Arnar Gunnlaugsson, John Andrews og Sölva Geir Ottesen, sem og leikmennina Halldór Smára Sigurðarson og Birnir Snæ Ingason í Víkinni. Birnir Snær gaf henni áritaða takkaskó sem Jósep segir án efa vera bestu gjöf sem María hefur fengið á ævinni. Jósep er Víkingum afar þakklátur fyrir kvöldstundina sem dóttir hans muni aldrei gleyma. María sé á batavegi eftir atvikið. Færslu Jóseps á Facebook má sjá neðst í fréttinni. „Hún er svona öll að koma til en hún mun ekkert æfa næstu vikurnar. Hún missti mátt í öðrum fætinum og allskonar almenn leiðindi en er öll að koma til,“ segir Jósep í samtali við íþróttadeild. „Hún vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót, segir hann enn fremur. Fer á hundraðasta leikinn um helgina Eftir að ljóst var í vor að þátttakan innan vallar í sumar yrði af skornum skammti hafi María tekið þá ákvörðun að sjá í staðinn eins mikinn fótbolta og mögulegt væri. „Hún tók þann pól í hæðina að reyna að komast horfa á eins mikinn fótbolta og hún mögulega hefur getað. Ég er búin að vera að fara með hana á völlinn í sumar og hún setti sér það markmið, þegar þessi upphitunarmótin eins og Lengjubikarinn fóru af stað í vor, að fara á 100 meistaraflokksleiki í sumar,“ segir Jósep. „Leikurinn í gær var númer 99 hjá henni,“ segir Jósep. Hundraðasti leikurinn verður um helgina á Laugardalsvelli. Óákveðið sé þó hvort það verði úrslitaleikur Fótbolti.net mótsins milli Víðis Garði og KFG í kvöld eða úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Aftureldingar og Vestra. „Þetta eru mest þrír leikir á dag svo þetta hefur verið full vinna,“ segir Jósep. „Sölvi Geir Ottesen sagði við hana í gær að hún væri pottþétt búinn að horfa á helmingi fleiri leiki en hann í sumar.“
Besta deild kvenna Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti