Skemmtikraftarnir og fjölmiðlamennirnir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. skemmtu starfsmönnum Steypustöðvarinnar á árshátíð fyrirtækisins í Dublin um helgina. Í kjölfarið héldu félagarnir til London þar sem góður hópur þjóðþekktra Íslendinga fagnaði fertugsafmæli Rakelar Þormarsdóttir, fyrirsætu og kærustu Audda um helgina.
Tónlistarkonurnar Ragga Gísla og Bríet, Rúrik Gíslason fyrirsæta, knattspyrnukapparnir Pálmi Rafn Pálmason og Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Þór Sverrisson, Eiður Smári Guðjohsen og Hjörvar Hafliðason voru þeirra á meðal.
Á laugardagskvöldinu buðu Auddi og Rakel til veislu á glæsihótelinu Edition. Þá keyrði hópurinn um í rauðum tveggja hæða strætó, sem er einkennandi fyrir borgina, þar sem Ragga, Bríet og Steindi tóku lagið.
Bleika slaufan
Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir, eigandi Lovísa by Lovísa, og Unnur Eir Björnsdóttir, eigandi EIR, hönnuðu Bleiku slaufuna í ár. Hönnunin er innblásin af samstöðu og minnir á að krabbamein snertir alla einhvern tímann á lífsleiðinni. Steinarnir í slaufunni eru í mismunandi formum sem tákna margbreytileika kvenna.
„Tók pínuponsu þátt í því að bera út boðskapinn og gæti ekki verið stoltari að hafa þessa fallegu og sterku vinkonu mér við hlið,“ skrifar áhrifavaldurinn Pattra Sriyanonge við mynd af sér ásamt Huldu Halldóru Tryggvadóttur stílista sem greindist með krabbamein aðeins 34 ára gömul.
Tónlistarmenn auglýsa jólatónleika.
Valdimar Guðmundsson vildi ekki upplýsa blaðamann nánar um leyndarmálið á bakvið glæsilegt útlit á nýrri auglýsingu fyrir jólatónleika sína í byrjun desember. Þar ber hann kórónu á höfði sem vænta má sjá á sviðinu í Eldborg.
Hulda Halldóra ræddi baráttuna við krabbameinið í viðtali við Vísi í febrúar.
Hefur búið jafn lengi á Íslandi og Eistlandi
Ofurhlaupakonan Mari Jaersk hefur búið jafn lengi á Íslandi sem og í heimalandi sínu, Eistlandi.
Bjarni bakaði
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bakaði skrautlega afmælisköku um helgina.
Mæðgin í myndatöku
Tónlistarkonan GDRN birti fallega mynd af sér og syni sínum.
Stjórnin 35 ára
Erna Hrund Hermannsdóttir, förðunarfræðingur og vörumerkjastjóri, skemmti sér konunglega á afmælistónleikum Stjórnarinnar í Háskólabíói um helgina. Allt ætlaði um koll að keyra í Háskólabíó á föstudags- og laugardagskvöld.
Ástfangnir á Balí
Áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Helgi Ómarsson og unnusti hans, Pétur Björgvin Sveinsson, fögnuðu eins árs sambandsafmæli sínu á Tælandi í gær.
Tónleikar í London
Tónlistar- og leikkonan Elín Hall kemur fram í London í dag.
Setur sig í fyrsta sæti
Áhrifavaldurinn Svana Lovísa Kristjánsdóttir setur sig í fyrsta sæti og nýtur lífsins.
Nýr kafli í Danmörku
Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og áhrifavaldur, flutti til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni.
Níu líf og 200 sýningar
Tvöhundruðasta sýning af söngleiknum Níu líf, sem fjallar um líf tónlistarmannsins Bubba Morthens, var sýnd fyrir smekkfullum sal á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.
Rifjaði upp gamla takta
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða prettyboitjokkó, reif fram takkaskóna og rifjaði upp gamla takta á Víkingsvellinum í tilefni af nýju stuðningsmannaliði Víkinga.
Gellustælar í Köben
Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, var með gellustæla í Köben um helgina.
Ný heilsurækt
CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttur fagnaði með systur sinni, Hönnu Davíðsdóttur, sem opnaði nýja líkamsræktarstöð ásamt eiginmanni sínum Gerald Brimi Einarssyni. Heilsuræktin ber nafnið Ægir gym og er staðsett á Akranesi.