Neyðarskýli fyrir hælisleitendur ekki góð eða varanleg lausn Lovísa Arnardóttir skrifar 28. september 2023 13:00 Dómsmálaráðherra mun eftir áramót leggja fram frumvarp um lokað búsetuúrræðu fyrir hælisleitendur sem sviptir hafi verið rétti til þjónustu. Hún segir það farsælli lausn en neyðarskýli sem félagsmálaráðherra hefur ní samið við Rauða krossinn um. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra segir það ekki góða lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem búið er að svipta rétti til þjónustu og búsetu. Hún segir útlendingalögin skýr og að fólki beri að fara af landi brott eftir að það fær endanlega synjun. Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, tilkynnti í gær um nýtt tímabundið samkomulag við Rauða krossinn um aðstoð við fólk sem fengið hefur endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hefur misst rétt til þjónustu og búsetu. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur áhyggjur af því að samningurinn vinni gegn tilgangi laga um útlendinga og þeim breytingum sem gerðar voru á lögunum í vor. „Ég ber ábyrgð á framkvæmd útlendingalaganna og hann ber ábyrgð á framfærslu þeirra sem hingað koma í leit að vernd. Stefna mín í þessum málaflokki er alveg skýr. Það voru gerðar breytingar á útlendingalögunum hér í vor. 30 dögum eftir að fólk fær synjun um vernd hér á landi ber því að yfirgefa landið. Það er alveg skýrt og er stefna okkar hér í landi,“ segir Guðrún og ítrekar að allir sem sýni samstarfsvilja um brottför séu aðstoðaðir með búsetu og framfærslu þar til að henni kemur. Hún segir að hennar mati sé eina varanlega lausnin sem geti leyst vanda þessa hóps lokað búsetuúrræði en unnið er að frumvarpi um það í ráðuneyti hennar. Samkvæmt þingmálaskrá á að leggja það fram í febrúar en Guðrún segir að vanda verði til verka svo að úrræðið uppfylli öll skilyrði sem sett eru samkvæmt Schengen-samstarfi. „Það sem við verðum að gera er það sama og aðrar þjóðir. Við erum í samstarfi um frjálsa för fólks um Evrópu. Það inniber að við getum ekki verið á skjön við önnur sem hafa sameinast um þetta samstarf um frjálsa för fólks. Öll önnur ríki leysa þetta með búsetuúrræði með takmörkunum og við verðum að koma því upp.“ En þangað til, er þetta góð lausn? „Nei, þetta er ekki góð lausn og þetta er ekki varanleg lausn.“ Samningur félagsmálaráðherra við Rauða krossinn gildir fram í maí en Guðrún á þó ekki von á því að úrræði hennar geti tekið við af samningnum. Frumvarpið þurfi að fara í gegnum þingið og ef það verður samþykkt taki tíma að koma úrræðinu upp. Hún segir þessa lausn félagsmálaráðherra lágmarksúrræði og mæti þörfum fólks nú þegar vetur gengur í garð. „Þetta er algert lágmarksúrræði. Þetta er gistiskýli þar sem einstaklingar geta komið klukkan fimm og verður að fara fyrir klukkan tíu á morgnana, og fær tvær máltíðir. Það er að ganga vetur í garð á Íslandi og þessi samningur ráðherra er gerður við Rauða krossinn til að mæta vetrarmánuðunum sem eru að koma.“ Ertu ánægð með þetta? „Ég hef áhyggjur af því að þetta dragi úr markmiðum laganna en ég mun leggja áherslu á það í öllum mínum störfum að fólk fari eftir lögum á Íslandi og þessi lög fúnkeri eins og þau eiga að gera. Það er alveg ljóst að þegar fólk hefur fengið synjun ber þeim að yfirgefa landið.“ Sumir horfið á meðan aðrir hafa farið Alls hafa, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, 58 fengið tilkynningu um niðurfellingu þjónustu frá því að lögunum var breytt. Alls hafa 19 einstaklingar yfirgefið landið eða eru að yfirgefa brottför. Fimmtán hafa klárað 30 dagana og verið gert að yfirgefa húsnæði ríkislögreglustjóra þar sem þau mega vera í 30 daga á meðan 24 finnast ekki, eru komin með dvalarleyfi eða mál þeirra komin í efnismeðferð. Af þessum 58 eru átta konur. Fólkið er frá mörgum ólíkum löndum eins og Palestínu, Gíneu, Írak, Kólumbíu og fleiri löndum. „Það er hópur sem er farinn, það er hópur sem er að vinna með stjórnvöldum en svo er hópur sem við vitum ekki hvar er og hefur látið sig hverfa. En svo er hópur sem ætlar ekki að fara, ætlar ekki að lúta íslenskum lögum og það ætlum við ekki að sætta okkur við.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Málefni heimilislausra Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. 27. september 2023 18:58 Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, tilkynnti í gær um nýtt tímabundið samkomulag við Rauða krossinn um aðstoð við fólk sem fengið hefur endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hefur misst rétt til þjónustu og búsetu. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur áhyggjur af því að samningurinn vinni gegn tilgangi laga um útlendinga og þeim breytingum sem gerðar voru á lögunum í vor. „Ég ber ábyrgð á framkvæmd útlendingalaganna og hann ber ábyrgð á framfærslu þeirra sem hingað koma í leit að vernd. Stefna mín í þessum málaflokki er alveg skýr. Það voru gerðar breytingar á útlendingalögunum hér í vor. 30 dögum eftir að fólk fær synjun um vernd hér á landi ber því að yfirgefa landið. Það er alveg skýrt og er stefna okkar hér í landi,“ segir Guðrún og ítrekar að allir sem sýni samstarfsvilja um brottför séu aðstoðaðir með búsetu og framfærslu þar til að henni kemur. Hún segir að hennar mati sé eina varanlega lausnin sem geti leyst vanda þessa hóps lokað búsetuúrræði en unnið er að frumvarpi um það í ráðuneyti hennar. Samkvæmt þingmálaskrá á að leggja það fram í febrúar en Guðrún segir að vanda verði til verka svo að úrræðið uppfylli öll skilyrði sem sett eru samkvæmt Schengen-samstarfi. „Það sem við verðum að gera er það sama og aðrar þjóðir. Við erum í samstarfi um frjálsa för fólks um Evrópu. Það inniber að við getum ekki verið á skjön við önnur sem hafa sameinast um þetta samstarf um frjálsa för fólks. Öll önnur ríki leysa þetta með búsetuúrræði með takmörkunum og við verðum að koma því upp.“ En þangað til, er þetta góð lausn? „Nei, þetta er ekki góð lausn og þetta er ekki varanleg lausn.“ Samningur félagsmálaráðherra við Rauða krossinn gildir fram í maí en Guðrún á þó ekki von á því að úrræði hennar geti tekið við af samningnum. Frumvarpið þurfi að fara í gegnum þingið og ef það verður samþykkt taki tíma að koma úrræðinu upp. Hún segir þessa lausn félagsmálaráðherra lágmarksúrræði og mæti þörfum fólks nú þegar vetur gengur í garð. „Þetta er algert lágmarksúrræði. Þetta er gistiskýli þar sem einstaklingar geta komið klukkan fimm og verður að fara fyrir klukkan tíu á morgnana, og fær tvær máltíðir. Það er að ganga vetur í garð á Íslandi og þessi samningur ráðherra er gerður við Rauða krossinn til að mæta vetrarmánuðunum sem eru að koma.“ Ertu ánægð með þetta? „Ég hef áhyggjur af því að þetta dragi úr markmiðum laganna en ég mun leggja áherslu á það í öllum mínum störfum að fólk fari eftir lögum á Íslandi og þessi lög fúnkeri eins og þau eiga að gera. Það er alveg ljóst að þegar fólk hefur fengið synjun ber þeim að yfirgefa landið.“ Sumir horfið á meðan aðrir hafa farið Alls hafa, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, 58 fengið tilkynningu um niðurfellingu þjónustu frá því að lögunum var breytt. Alls hafa 19 einstaklingar yfirgefið landið eða eru að yfirgefa brottför. Fimmtán hafa klárað 30 dagana og verið gert að yfirgefa húsnæði ríkislögreglustjóra þar sem þau mega vera í 30 daga á meðan 24 finnast ekki, eru komin með dvalarleyfi eða mál þeirra komin í efnismeðferð. Af þessum 58 eru átta konur. Fólkið er frá mörgum ólíkum löndum eins og Palestínu, Gíneu, Írak, Kólumbíu og fleiri löndum. „Það er hópur sem er farinn, það er hópur sem er að vinna með stjórnvöldum en svo er hópur sem við vitum ekki hvar er og hefur látið sig hverfa. En svo er hópur sem ætlar ekki að fara, ætlar ekki að lúta íslenskum lögum og það ætlum við ekki að sætta okkur við.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Málefni heimilislausra Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. 27. september 2023 18:58 Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
„Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. 27. september 2023 18:58
Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30