Skoraði fyrsta þrist kvennaliðsins í efstu deild frá upphafi og endaði með fimm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2023 16:01 Þórskonur unnu fyrsta leik sinn í efstu deild í 45 ár. Nýliðarnir ætla að láta til sín taka í deildinni í vetur. @thormflkvk Hrefna Ottósdóttir var stjarna kvöldsins þegar nýliðar Þórs hófu leik í Subway deild kvenna með góðum sigri á Stjörnunni í gærkvöldi. Hrefna skoraði alls sautján stig í leiknum en þar af komu fimmtán þeirra með skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hrefna skoraði einmitt fyrstu þriggja stiga körfu Þórskvenna í efstu deild frá upphafi þegar hún kom liðinu í 11-4 eftir tæplega þriggja mínútna leik. Þetta var nefnilega fyrsti leikur Þórsliðsins í efstu deild frá árinu 1978 eða í 45 ár. Svo langt er síðan að Þórskonur spiluðu meðal þeirra bestu að þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna í körfuboltanum hér heima. Hrefna ætlaði sér greinilega að ná þessu því hún tók þriggja stiga skot eftir rúmar þrjátíu sekúndur. Hún var því bæði fyrsta Þórskonan í sögunni til að skjóta þriggja stiga skoti og hitta úr því líka. Hrefna skoraði fimm þrista í leiknum og það verður fróðlega að sjá hvort hún eða liðsfélagi hennar nái því meti í vetur. Hún hefur nú skorað 83 prósent af þriggja stiga körfum Þórs í efstu deild kvenna. Þetta var þó ekki fyrsta þriggja stiga karfa Hrefnu í efstu deild því hún skoraði eina þriggja stiga körfu fyrir Hauka þegar hún spilaði á Ásvöllum veturinn 2017-18. „Það er algjör hvalsreki að semja aftur við eina bestu þriggja stiga skyttu landsins. Það er engin undra, enda elskar Hrefna að gera allt hluti þrefallt og leggur sig fram við að vera sem besta þrefalda eintakið af sjálfri sér. Hún gerir allt þrisvar sinnum á æfingu, og mér skilst að hún geri allt þrefallt heima líka, enda algjör fagkona. Því var eina vitið að hún yrði áfram númer 9, enda er það þrisvar sinnum þrír,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í samtali við miðla Þórs þegar hún framlengdi samning sinn. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira
Hrefna skoraði alls sautján stig í leiknum en þar af komu fimmtán þeirra með skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hrefna skoraði einmitt fyrstu þriggja stiga körfu Þórskvenna í efstu deild frá upphafi þegar hún kom liðinu í 11-4 eftir tæplega þriggja mínútna leik. Þetta var nefnilega fyrsti leikur Þórsliðsins í efstu deild frá árinu 1978 eða í 45 ár. Svo langt er síðan að Þórskonur spiluðu meðal þeirra bestu að þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna í körfuboltanum hér heima. Hrefna ætlaði sér greinilega að ná þessu því hún tók þriggja stiga skot eftir rúmar þrjátíu sekúndur. Hún var því bæði fyrsta Þórskonan í sögunni til að skjóta þriggja stiga skoti og hitta úr því líka. Hrefna skoraði fimm þrista í leiknum og það verður fróðlega að sjá hvort hún eða liðsfélagi hennar nái því meti í vetur. Hún hefur nú skorað 83 prósent af þriggja stiga körfum Þórs í efstu deild kvenna. Þetta var þó ekki fyrsta þriggja stiga karfa Hrefnu í efstu deild því hún skoraði eina þriggja stiga körfu fyrir Hauka þegar hún spilaði á Ásvöllum veturinn 2017-18. „Það er algjör hvalsreki að semja aftur við eina bestu þriggja stiga skyttu landsins. Það er engin undra, enda elskar Hrefna að gera allt hluti þrefallt og leggur sig fram við að vera sem besta þrefalda eintakið af sjálfri sér. Hún gerir allt þrisvar sinnum á æfingu, og mér skilst að hún geri allt þrefallt heima líka, enda algjör fagkona. Því var eina vitið að hún yrði áfram númer 9, enda er það þrisvar sinnum þrír,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í samtali við miðla Þórs þegar hún framlengdi samning sinn. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk)
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira