Um fjórðungur íbúa Nagorno-Karabakh flúinn til Armeníu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2023 07:08 Sérfræðingar segja flesta íbúa svæðisins munu velja að flytjast til Armeníu, frekar en að tilheyra Aserbaídsjan. AP/Gayane Yenokyan Næstum fjórðungur íbúa Nagorno-Karabakh hafa flúið til Armeníu eftir að Aserar gerðu árás á svæðið í síðustu viku. Að minnsta kosti 68 létu lífið í sprengingu á eldsneytisstöð á mánudagskvöld. Aserar hafa í um tíu mánuði hindrað för um einu leiðina til Aserbaídsjan, sem leiddi til verulegs skorts á matvælum, lyfjum og eldsneyti. Eftir að tálmarnir voru fjarlægðir hafa 28 þúsund manns flúið til Armeníu, af 120 þúsund íbúum Nagorno-Karabakh. Sprengingin á eldsneytisstöðinni átti sér stað þegar fjölmenni freistaði þess að fylla á bifreiðar sínar seint á mánudag. Orsök sprengingarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem mögulega sé um að ræða slys. Eins og fyrr segir eru að minnsta kosti 68 látnir og nærri 300 særðir en 105 er saknað. Yfirvöld í Armeníu hafa einnig greint frá því að 125 lík hafi verið sótt til Nagorno-Karabakh en þar var um að ræða einstaklinga sem létust í átökunum í síðustu viku. Aserar hafa heitið því að virða réttindi Armena og Hikmet Hajiyev, aðstoðarmaður forsetans, sagði sjúkrahús í Aserbaídsjan reiðubúin til að taka á móti særðum en það fylgdi ekki sögunni hvort nokkrir hefðu verið fluttir þangað. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt forsetann Ilham Aliyev til að koma í veg fyrir frekari átök á svæðinu, fullvissa íbúa um öryggi þeirra og heimila alþjóðlegum eftirlitssveitum aðgengi. Viðræður eru að hefjast um innlimun eða „aðlögun“ Nagorno-Karabakh að Aserbaídsjan en sérfræðingar gera ráð fyrir að flestir íbúa muni velja að flytja til Armeníu. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Aserar hafa í um tíu mánuði hindrað för um einu leiðina til Aserbaídsjan, sem leiddi til verulegs skorts á matvælum, lyfjum og eldsneyti. Eftir að tálmarnir voru fjarlægðir hafa 28 þúsund manns flúið til Armeníu, af 120 þúsund íbúum Nagorno-Karabakh. Sprengingin á eldsneytisstöðinni átti sér stað þegar fjölmenni freistaði þess að fylla á bifreiðar sínar seint á mánudag. Orsök sprengingarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem mögulega sé um að ræða slys. Eins og fyrr segir eru að minnsta kosti 68 látnir og nærri 300 særðir en 105 er saknað. Yfirvöld í Armeníu hafa einnig greint frá því að 125 lík hafi verið sótt til Nagorno-Karabakh en þar var um að ræða einstaklinga sem létust í átökunum í síðustu viku. Aserar hafa heitið því að virða réttindi Armena og Hikmet Hajiyev, aðstoðarmaður forsetans, sagði sjúkrahús í Aserbaídsjan reiðubúin til að taka á móti særðum en það fylgdi ekki sögunni hvort nokkrir hefðu verið fluttir þangað. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt forsetann Ilham Aliyev til að koma í veg fyrir frekari átök á svæðinu, fullvissa íbúa um öryggi þeirra og heimila alþjóðlegum eftirlitssveitum aðgengi. Viðræður eru að hefjast um innlimun eða „aðlögun“ Nagorno-Karabakh að Aserbaídsjan en sérfræðingar gera ráð fyrir að flestir íbúa muni velja að flytja til Armeníu. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira