Atvikið átti sér stað í kringum 59.mínútu í leik liðanna í gær sem lauk með 2-1 sigri Keflvíkinga.
Atvikið, sem sjá má hér fyrir neðan, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem að Hjörvar Hafliðason, umsjónarmaður þáttarins, lét í ljós skoðun sína á atvikinu.
„Á 59.mínútu reynir Sindri Snær Magnússon að fótbrjóta Leif Andra Leifsson, bara eins og hver önnur líkamsárás. Niðrí í bæ væri þetta líklega kært til lögreglu og bara allur pakkinn. Allir biðu eftir rauða spjaldinu í rólegheitunum. Mætir ekki Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, og rífur, á einhvern óskiljanlegan hátt upp gult spjald. Ég hef dæmt leiki og skil ekki hvernig er hægt að komast að þessari niðurstöðu.“
Arnar Sveinn Geirsson, einn af sérfræðingum Dr. Football, tók undir með Hjörvari.
„Þetta er eldrautt spjald.“