Nýtt nafn á nýju fangelsi: Enginn fer „á Hraunið“ Margrét Björk Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. september 2023 11:50 Páll Winkel fangelsismálastjóri fagnar byggingu á nýju fangelsi og segir húsakostinn á Litla-Hrauni ömurlegan. Vísir/Arnar Nýtt fangelsi sem verður byggt við hliðina á Litla-Hrauni fær nýtt nafn. Fangelsismálastjóri segir löngu tímabært að loka „ömurlegri“ aðstöðu á Litla-Hrauni. Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru kynntar á blaðamannafundi á Litla Hrauni í morgun. Í fyrsta lagi stendur að byggja nýtt fangelsi við hliðina á Litla-Hrauni og er undirbúningur að framkvæmdum þegar hafinn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segir áætlaðan kostnað metinn á um sjö milljarða króna. Hagkvæmara sé að byggja nýtt en að fara í endurbætur. „Það er niðurstaðan að húsakosturinn hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur.“ Hún bendir á að núverandi húsnæði hafi upphaflega verið byggt sem sjúkrahús og að í gegnum árin hafi viðbyggingar verið hnýttar við. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir enga heildarhugsjón á bak við Litla-Hraun og það sé í raun mjög óhentugt húsnæði. „Húsnæðið er kalt, þú getur ekki komist hjá því að hitta hina fangana ef þú býrð hérna. Það er erfitt að sinna meðferðarstarfi af því það eru fíkniefni í boði út um allt þegar þau koma inn. Vinnuaðstaða fangavarða; þeir kalla það tunnuna af því það er gluggalaust rými þar sem er ekki salreni. Þetta er bara gamalt,“ segir Páll. „Umhverfið hér er ömurlegt, aðstaðan er til skammar þannig að þetta er frábært fyrir alla sem hingað koma hvort sem það eru vistmenn eða starfsmenn.“ Nýtt fangelsi verður við hliðina á Litla-Hrauni og framkvæmdir hefjast strax. Reynslan við byggingu Hólmsheiðar er sögð munu koma að góðu gagni og á umhverfið í nýju fangelsi að vera sem minnst þrúgandi. Ekki liggur fyrir hvað verður um Litla-Hraun en þar verða frelsissviptir að minnsta kosti ekki vistaðir. Nýtt fangelsi fær nýtt nafn og segir fangelsismálastjóri að mögulega verði hugmyndasamkeppni um nafngiftina. „Það er greipt inn í huga þjóðarinnar að það að „fara á Hraunið“ sé botn tilverunnar. Nú verður bara ekkert Hraun. Við erum að fara byggja nýtt og betra fangelsi og þá verður ekkert Litla-Hraun.“ Fangelsismál Árborg Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru kynntar á blaðamannafundi á Litla Hrauni í morgun. Í fyrsta lagi stendur að byggja nýtt fangelsi við hliðina á Litla-Hrauni og er undirbúningur að framkvæmdum þegar hafinn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segir áætlaðan kostnað metinn á um sjö milljarða króna. Hagkvæmara sé að byggja nýtt en að fara í endurbætur. „Það er niðurstaðan að húsakosturinn hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur.“ Hún bendir á að núverandi húsnæði hafi upphaflega verið byggt sem sjúkrahús og að í gegnum árin hafi viðbyggingar verið hnýttar við. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir enga heildarhugsjón á bak við Litla-Hraun og það sé í raun mjög óhentugt húsnæði. „Húsnæðið er kalt, þú getur ekki komist hjá því að hitta hina fangana ef þú býrð hérna. Það er erfitt að sinna meðferðarstarfi af því það eru fíkniefni í boði út um allt þegar þau koma inn. Vinnuaðstaða fangavarða; þeir kalla það tunnuna af því það er gluggalaust rými þar sem er ekki salreni. Þetta er bara gamalt,“ segir Páll. „Umhverfið hér er ömurlegt, aðstaðan er til skammar þannig að þetta er frábært fyrir alla sem hingað koma hvort sem það eru vistmenn eða starfsmenn.“ Nýtt fangelsi verður við hliðina á Litla-Hrauni og framkvæmdir hefjast strax. Reynslan við byggingu Hólmsheiðar er sögð munu koma að góðu gagni og á umhverfið í nýju fangelsi að vera sem minnst þrúgandi. Ekki liggur fyrir hvað verður um Litla-Hraun en þar verða frelsissviptir að minnsta kosti ekki vistaðir. Nýtt fangelsi fær nýtt nafn og segir fangelsismálastjóri að mögulega verði hugmyndasamkeppni um nafngiftina. „Það er greipt inn í huga þjóðarinnar að það að „fara á Hraunið“ sé botn tilverunnar. Nú verður bara ekkert Hraun. Við erum að fara byggja nýtt og betra fangelsi og þá verður ekkert Litla-Hraun.“
Fangelsismál Árborg Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira