Þurfum „stóran“ forða og segir eðlilegt að ríkið gefi reglulega út bréf erlendis
![Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en gjaldeyrisforði bankans hefur ekki verið lægri sem hlutfall af landsframleiðslu um langt árabil.](https://www.visir.is/i/07F5585B9892EF8C40AC2E49A157168628EB14367653569A389CEB30102FC53C_713x0.jpg)
Það er mikilvægt fyrir Ísland að halda úti „stórum“ gjaldeyrisvaraforða en sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hann minnkað talsvert á skömmum tíma og er nú aðeins lítillega yfir þeim viðmiðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett. Hægt væri að styrkja forðann með lántöku ríkissjóðs í erlendri mynt en eðlilegt er að íslenska ríkið gefi reglulega út slík skuldabréf, að sögn seðlabankastjóra.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/26C498B5ED2E2086180CD3E2C8871527CAB5FCA620A1F58E46E6547A90E326C8_308x200.jpg)
Áformar að gefa út ríkisbréf fyrir 140 milljarða og skoðar erlenda fjármögnun
Ríkissjóður, sem verður rekinn með um 120 milljarða króna halla á árinu 2023 samkvæmt fjárlagafrumvarpi, áformar að mæta fjárþörf sinni með útgáfu ríkisbréfa fyrir um 140 milljarða króna. Það er litlu lægri fjárhæð en heildarútgáfa ársins 2022 en í ársáætlun lánamála ríkissjóðs segir að til greina komi að gefa út skuldabréf erlendis eða ganga á gjaldeyrisinnstæður ríkisins í Seðlabankanum til að mæta að hluta lánsfjárþörfinni á þessu ári.