Rapinoe: Líka stolt af því af við gerðum heiminn að aðeins betri stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2023 10:30 Megan Rapinoe kvaddi bandaríska landsliðið endanlega í nótt. Magnaður leikmaður og mögnuð baráttukona utan vallar líka. AP/Erin Hooley Bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe lék í nótt sinn síðasta landsleik en bandaríska landsliðið vann þá 2-0 sigur á Suður Afríku í kveðjuleik goðsagnarinnar. Þetta var 203. landsleikur hinnar 38 ára gömlu Rapinoe en hún hafði tilkynnt það fyrir HM í sumar að hún ætlaði að hætta í landsliðinu eftir heimsmeistaramótið. Bandaríska landsliðið olli miklum vonbrigðum á heimsmeistaramótinu og datt út í sextán liða úrslitum keppninnar. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríska sambandið skipulagði kveðjuleik fyrir Rapinoe sem og fyrir Julie Ertz sem fékk að kveðja í öðrum vináttulandsleik á móti Suður Afríku þremur dögum fyrr. Rapinoe bar fyrirliðabandið í leiknum í nótt og lék fyrstu 54 mínútur leiksins. Hún yfirgaf þá völlinn við dynjandi lófaklapp. Hún gat ekki haldið aftur af tárunum í leikslok enda mikil tímamót fyrir hana. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt) „Það gerir mig mjög stolta að við náðum svona góðum árangri inn á fótboltavellinum en ég er líka stolt af því af við gerðum heiminn að aðeins betri stað,“ sagði Megan Rapinoe. Þar vísar hún til þess að Rapinoe fór fyrir réttindabaráttu landsliðsins utan vallar en bandaríska kvennalandsliðið fær nú loksins sömu bónusa og umgjörð og karlalandsliðið. Rapinoe varð tvisvar sinum heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vann bæði Ólympíugull og Ólympíubrons með liðinu. Hápunktur ferilsins var örugglega HM 2019 þegar Rapinoe var bæði valin besti leikmaður mótsins sem og að hún varð markadrottning. Í kringum mótið vakti hún líka heimsathygli sitt við orðastríð við þáverandi forseta Bandaríkjanna Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Þetta var 203. landsleikur hinnar 38 ára gömlu Rapinoe en hún hafði tilkynnt það fyrir HM í sumar að hún ætlaði að hætta í landsliðinu eftir heimsmeistaramótið. Bandaríska landsliðið olli miklum vonbrigðum á heimsmeistaramótinu og datt út í sextán liða úrslitum keppninnar. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríska sambandið skipulagði kveðjuleik fyrir Rapinoe sem og fyrir Julie Ertz sem fékk að kveðja í öðrum vináttulandsleik á móti Suður Afríku þremur dögum fyrr. Rapinoe bar fyrirliðabandið í leiknum í nótt og lék fyrstu 54 mínútur leiksins. Hún yfirgaf þá völlinn við dynjandi lófaklapp. Hún gat ekki haldið aftur af tárunum í leikslok enda mikil tímamót fyrir hana. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt) „Það gerir mig mjög stolta að við náðum svona góðum árangri inn á fótboltavellinum en ég er líka stolt af því af við gerðum heiminn að aðeins betri stað,“ sagði Megan Rapinoe. Þar vísar hún til þess að Rapinoe fór fyrir réttindabaráttu landsliðsins utan vallar en bandaríska kvennalandsliðið fær nú loksins sömu bónusa og umgjörð og karlalandsliðið. Rapinoe varð tvisvar sinum heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vann bæði Ólympíugull og Ólympíubrons með liðinu. Hápunktur ferilsins var örugglega HM 2019 þegar Rapinoe var bæði valin besti leikmaður mótsins sem og að hún varð markadrottning. Í kringum mótið vakti hún líka heimsathygli sitt við orðastríð við þáverandi forseta Bandaríkjanna Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira