Varð vinsælasti söngvari í sögu Spánar í stað þess að verða atvinnumaður í fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. september 2023 14:01 Afmælisbarn dagsins, Julio Iglesias, fyrir sléttum 40 árum. Tímaritið Forbes segir hann vera einn auðugasta tónlistarmann veraldar, en eignir hans eru metnar á 800 milljónir evra, andvirði 115 milljarða íslenskra króna. Bertrand LAFORET/Getty Images Spænski hjartaknúsarinn Julio Iglesias er áttræður í dag. Hann er vinsælasti söngvari í sögu Spánar og enginn söngvari hefur gefið út plötur á eins mörgum tungumálum. Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta Það var ekki skrifað í skýin að Julio Iglesias ætti eftir að bræða hjörtu kvenna um allan heim árum og áratugum saman. Öðru nær... hann var afskaplega efnilegur markvörður hjá ekki minna liði en Real Madrid, en þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi, rétt tvítugur þá slokknuðu draumarnir um frægð og frama í atvinnumennsku í fótbolta. Hann var nokkur ár að ná sér og til þess að drepa tímann fór hann að læra á gítar og klambra saman lögum. Hann lauk síðan laganámi en þegar hann vann söngvakeppni á Benidorm árið 1968 varð ekki aftur snúið. Hann söng í Eurovision árið 1970, hafnaði í 4. sæti og svo lagði hann hvert landið á fætur öðru að fótum sér. Hefur selt meira en 300 milljónir platna Á þeirri rúmlega hálfu öld sem liðin er síðan, hefur Julio Iglesias gefið út meira en 80 plötur sem alls hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka á heimsvísu á 14 tungumálum. Hann hefur haldið meira en 5.000 tónleika sem yfir 60 milljónir manna hafa sótt. Og svo haldið sé áfram í tölfræðinni þá hefur hann fengið um 2.600 gull- og platínuplötur á ferlinum, hann er tvígiftur og á átta börn með eiginkonum sínum, auk þess sem maður að nafni Javier Sáncez hefur í 30 ár barist fyrir því að fá viðurkenningu á því að hann sé sonur söngvarans. Javier þessi lítur reyndar út fyrir að hafa verið snýtt út úr annarri nös Julios, svo líkir eru þeir. Er sagður hafa verið frekar fjöllyndur Þá hefur því verið haldið fram um langt árabil að Julio hafi sængað hjá meira en 3.000 konum á lífsleiðinni, en því vísar hann staðfastlega á bug. Það verður lítið um hátíðahöld af hans hálfu í dag, herma spænskir fjölmiðlar, nema bara með eiginkonu, börnum og barnabörnum. Hann hefur hafnað þátttöku í öllum sjónvarpsþáttum og heimildamyndum í tengslum við afmælið, en fimm ár eru síðan hann kom síðast fram opinberlega. Þegar maður gleymir sjálfum sér Hér er hægt að hlýða á eitt allra vinsælasta lag Julio Iglesias, "Me olvidé de vivir" (Ég gleymdi að lifa). Hann samdi það seint á 8. áratugnum og syngur þar tregafullt um þær fórnir sem honum fannst hann hafa fært fyrir frægðina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=o7LkZhKeY_o">watch on YouTube</a> Spánn Menning Tímamót Hollywood Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta Það var ekki skrifað í skýin að Julio Iglesias ætti eftir að bræða hjörtu kvenna um allan heim árum og áratugum saman. Öðru nær... hann var afskaplega efnilegur markvörður hjá ekki minna liði en Real Madrid, en þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi, rétt tvítugur þá slokknuðu draumarnir um frægð og frama í atvinnumennsku í fótbolta. Hann var nokkur ár að ná sér og til þess að drepa tímann fór hann að læra á gítar og klambra saman lögum. Hann lauk síðan laganámi en þegar hann vann söngvakeppni á Benidorm árið 1968 varð ekki aftur snúið. Hann söng í Eurovision árið 1970, hafnaði í 4. sæti og svo lagði hann hvert landið á fætur öðru að fótum sér. Hefur selt meira en 300 milljónir platna Á þeirri rúmlega hálfu öld sem liðin er síðan, hefur Julio Iglesias gefið út meira en 80 plötur sem alls hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka á heimsvísu á 14 tungumálum. Hann hefur haldið meira en 5.000 tónleika sem yfir 60 milljónir manna hafa sótt. Og svo haldið sé áfram í tölfræðinni þá hefur hann fengið um 2.600 gull- og platínuplötur á ferlinum, hann er tvígiftur og á átta börn með eiginkonum sínum, auk þess sem maður að nafni Javier Sáncez hefur í 30 ár barist fyrir því að fá viðurkenningu á því að hann sé sonur söngvarans. Javier þessi lítur reyndar út fyrir að hafa verið snýtt út úr annarri nös Julios, svo líkir eru þeir. Er sagður hafa verið frekar fjöllyndur Þá hefur því verið haldið fram um langt árabil að Julio hafi sængað hjá meira en 3.000 konum á lífsleiðinni, en því vísar hann staðfastlega á bug. Það verður lítið um hátíðahöld af hans hálfu í dag, herma spænskir fjölmiðlar, nema bara með eiginkonu, börnum og barnabörnum. Hann hefur hafnað þátttöku í öllum sjónvarpsþáttum og heimildamyndum í tengslum við afmælið, en fimm ár eru síðan hann kom síðast fram opinberlega. Þegar maður gleymir sjálfum sér Hér er hægt að hlýða á eitt allra vinsælasta lag Julio Iglesias, "Me olvidé de vivir" (Ég gleymdi að lifa). Hann samdi það seint á 8. áratugnum og syngur þar tregafullt um þær fórnir sem honum fannst hann hafa fært fyrir frægðina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=o7LkZhKeY_o">watch on YouTube</a>
Spánn Menning Tímamót Hollywood Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira