„Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. september 2023 23:15 Kristín segir tíðindi dagsins afar ánægjuleg fyrir starfsfólk sýslumannsembættanna um land allt. Vísir/Ívar Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag að hún myndi ekki leggja fram frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu þingi við mikinn fögnuð viðstaddra. Formaður sýslumannaráðs segir ákvörðun ráðherra mikið gleðiefni. Formaður sýslumannaráðs, Kristín Þórðardóttir segir ákvörðun dómsmálaráðherra viðurkenningu á þeirri vegferð sem sýslumannsembættin hafa verið á síðustu misseri, sérstaklega í innleiðingu stafrænnar þjónustu. Fagnaðarlætin má sjá í klippunni að neðan. „Þetta eru virkilega góðar fréttir fyrir sýslumenn, og starfsfólk embættanna. Þetta er líka mikil viðurkenning á þeirri vegferð sem við höfum verið í síðustu ár og þeim árangri sem við höfum náð í aukningu á stafrænni þjónustu. Það er ánægjulegt að sjá hverjar áherslu ráðherra eru í málefnum sýslumanna. Við erum almennt viðurkennd sem leiðandi í stafrænni opinberri þjónustu og ætlum að fara enn lengra í þeirri vegferð,“ segir Kristín og að þá eigi ekki að skipta máli hvort fólk sé að mæta á staðinn eða sækja þjónustuna á netinu. Dómsmálaráðherra tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið og fer betur yfir það í samráði við sýslumannsembættin. Með það að markmiði að auka enn meir stafræna þjónustu, samræma hana og tryggja sambærilegt aðgengi um land allt. Stefnan er að landið sé allt eitt þjónustusvæði og umdæmismörkin þannig afmáð. Formaður sýslumannaráðs segir það lykilatriði í verkefninu. „Það er grundvallarmunur á því að sameina embættin í eitt embætti eða að má út umdæmamörkin. Við erum að tala um að má út þessi þjónustusvæði þannig þjónustan sé óháð staðsetningu. Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin. Ef þú sækir um stafrænt eða á næstu starfsstöð. Þú gerir það í Kópavogi en verkefnið er unnið á Höfn í Hornafirði,“ segir Kristín og fagnar þeirri þróun að horft sé á embættin sem þjónustuembætti og að umdæmamörkin ráði ekki sé grundvallaratriði í málinu. Guðrún tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið en heldur endurskipulagningu áfram. Vísir/Ívar Kristín er sýslumaður á Suðurlandi og segir hennar embætti hafa tekið stóran þátt í því að innleiða stafræna þjónustu. Það sé mikið að gera um þessar mundir en að í framtíðinni sjái hún fram á að aukin stafræn þjónustu veiti þeim meira svigrúm til að bæta við sig fleiri verkefnum. „Ég hef alla trú á því að sýslumannsembættin hafi alla burði til að verða þjónustumiðja ríkisins í héraði áður en langt um líður.“ Kristín segir frumvarp Jóns Gunnarssonar hafa verið frekar neikvætt innlegg í vinnu sýslumanna. „Þetta var frekar neikvætt innlegg í umræðuna og kannski helst var þetta neikvætt fyrir það starfsfólk sem hafði lagt mikið af mörkum við að innleiða stafræna þjónustu. Þessi tíðndi dagdsins eru virkilega jákvæð og ég er viss um að þu munu efla okkur mikinn baráttuhug brjóst og til allra dáða í þessum efnum.“ Innheimta meðlags til sýslumanns Eitt af þeim verkefnum sem nú er verið að vinna að því að flytja til sýslumannsembættisins á Norðurlandi vestra er verkefni innheimtustofnunar sveitarfélaga. Þar er dæmi um verkefni sem verður þjónustað á landsbyggð en gagnast öllu landinu. Birna Ágústsdóttir, sýslumaður á Norðurlandi vestra, segir starfsfólk á fullu að innleiða verkefnið en gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi um áramót. „Við erum núna á undirbúningstíma og það eru allir á hlaupum að koma því við að ekki verði rof á þjónustu,“ segir hún og að breytingin leggist vel í hana. Birna er spennt að taka við nýju verkefni frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Vísir/Ívar Hún segir stærstu breytinguna við tilfærslu verkefnisins að innheimta meðlaga fer frá sveitarfélögum og til ríkis. „Breytingin gagnvart einstaklingum verður ekki mikil. Það er annar aðili sem annast innheimtuna en innheimtuaðferðirnar og lagaumgjörðin verður sá sami.“ Hún segir verkefnið eiga mikla samlegð við önnur verkefni embættisins en það fer með innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landsvísu. „Það bætist því við það verkefni og við erum mjög spennt að taka við þessu stóra verkefni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Formaður sýslumannaráðs, Kristín Þórðardóttir segir ákvörðun dómsmálaráðherra viðurkenningu á þeirri vegferð sem sýslumannsembættin hafa verið á síðustu misseri, sérstaklega í innleiðingu stafrænnar þjónustu. Fagnaðarlætin má sjá í klippunni að neðan. „Þetta eru virkilega góðar fréttir fyrir sýslumenn, og starfsfólk embættanna. Þetta er líka mikil viðurkenning á þeirri vegferð sem við höfum verið í síðustu ár og þeim árangri sem við höfum náð í aukningu á stafrænni þjónustu. Það er ánægjulegt að sjá hverjar áherslu ráðherra eru í málefnum sýslumanna. Við erum almennt viðurkennd sem leiðandi í stafrænni opinberri þjónustu og ætlum að fara enn lengra í þeirri vegferð,“ segir Kristín og að þá eigi ekki að skipta máli hvort fólk sé að mæta á staðinn eða sækja þjónustuna á netinu. Dómsmálaráðherra tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið og fer betur yfir það í samráði við sýslumannsembættin. Með það að markmiði að auka enn meir stafræna þjónustu, samræma hana og tryggja sambærilegt aðgengi um land allt. Stefnan er að landið sé allt eitt þjónustusvæði og umdæmismörkin þannig afmáð. Formaður sýslumannaráðs segir það lykilatriði í verkefninu. „Það er grundvallarmunur á því að sameina embættin í eitt embætti eða að má út umdæmamörkin. Við erum að tala um að má út þessi þjónustusvæði þannig þjónustan sé óháð staðsetningu. Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin. Ef þú sækir um stafrænt eða á næstu starfsstöð. Þú gerir það í Kópavogi en verkefnið er unnið á Höfn í Hornafirði,“ segir Kristín og fagnar þeirri þróun að horft sé á embættin sem þjónustuembætti og að umdæmamörkin ráði ekki sé grundvallaratriði í málinu. Guðrún tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið en heldur endurskipulagningu áfram. Vísir/Ívar Kristín er sýslumaður á Suðurlandi og segir hennar embætti hafa tekið stóran þátt í því að innleiða stafræna þjónustu. Það sé mikið að gera um þessar mundir en að í framtíðinni sjái hún fram á að aukin stafræn þjónustu veiti þeim meira svigrúm til að bæta við sig fleiri verkefnum. „Ég hef alla trú á því að sýslumannsembættin hafi alla burði til að verða þjónustumiðja ríkisins í héraði áður en langt um líður.“ Kristín segir frumvarp Jóns Gunnarssonar hafa verið frekar neikvætt innlegg í vinnu sýslumanna. „Þetta var frekar neikvætt innlegg í umræðuna og kannski helst var þetta neikvætt fyrir það starfsfólk sem hafði lagt mikið af mörkum við að innleiða stafræna þjónustu. Þessi tíðndi dagdsins eru virkilega jákvæð og ég er viss um að þu munu efla okkur mikinn baráttuhug brjóst og til allra dáða í þessum efnum.“ Innheimta meðlags til sýslumanns Eitt af þeim verkefnum sem nú er verið að vinna að því að flytja til sýslumannsembættisins á Norðurlandi vestra er verkefni innheimtustofnunar sveitarfélaga. Þar er dæmi um verkefni sem verður þjónustað á landsbyggð en gagnast öllu landinu. Birna Ágústsdóttir, sýslumaður á Norðurlandi vestra, segir starfsfólk á fullu að innleiða verkefnið en gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi um áramót. „Við erum núna á undirbúningstíma og það eru allir á hlaupum að koma því við að ekki verði rof á þjónustu,“ segir hún og að breytingin leggist vel í hana. Birna er spennt að taka við nýju verkefni frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Vísir/Ívar Hún segir stærstu breytinguna við tilfærslu verkefnisins að innheimta meðlaga fer frá sveitarfélögum og til ríkis. „Breytingin gagnvart einstaklingum verður ekki mikil. Það er annar aðili sem annast innheimtuna en innheimtuaðferðirnar og lagaumgjörðin verður sá sami.“ Hún segir verkefnið eiga mikla samlegð við önnur verkefni embættisins en það fer með innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landsvísu. „Það bætist því við það verkefni og við erum mjög spennt að taka við þessu stóra verkefni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira