Munaði um hvern mann í björgunaraðgerðum gærkvöldsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2023 13:16 Betur fór en á horfðist þegar rannsóknarskip strandaði á Sveinseyri í gærkvöldi. Aðgerðir gengu hratt og örugglega fyrir sig og segir aðgerðarstjóri að það hafi munað mikið um framlag hvers og eins. Landsbjörg Það gekk hratt og örugglega að koma rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni á flot eftir að það strandaði á Sveinseyri í gærkvöldi. Flytja þurfti átta skipverja af tuttugu frá borði og í fjöldahjálparstöð á Tálknafirði. Umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, sem stýrði björgunaraðgerðum, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vel hafi gengið en að mikið hafi munað um aðstoð áhafna á tveimur norskum skipum sem lögðu hönd á plóg. Ekki er enn vitað hvað varð til þess að skipið strandaði en rannsókn á tildrögunum er í höndum RNSA. Tilkynning um strandið barst með hæsta forgangi um hálf tíu leytið í gærkvöldi og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, björgunarskip slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra skipa kölluð út. Tuttugu voru um borð í rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar þegar það strandaði. Smári Gestsson, umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, stýrði björgunaraðgerðum í gærkvöldi en á leiðinni að skipinu fann hann út í samráði við skipstjóra Bjarna Sæmundssonar að óhætt væri að draga skipið. Tvö norsk þjónustuskip fyrir fiskeldið voru á svæðinu með neðansjávardróna sem komu að góðum notum þar sem hægt var að ganga úr skugga um að óhætt væri að hefja aðgerðir eftir að hafa skoðað botn skipsins og útilokað leka og skemmdir. „Þá ákváðum við að binda alla þrjá bátana aftan í togara, sem sagt Vörðurinn, Fosnafjord og Fosnakongen, þessi norsku, og við toguðum samtaka í togarann allir þrír og svo hafði ég samband við skipstjórann á strandaða skipinu og hann sagðist treysta sér til að reyna að bakka með líka, sem hann gerði, og það tók bara enga stund að losa hann af strandstað. Ég reyndar hafði ekki mikla trú á að við næðum að draga hann út því hann hallaði töluvert í bakborða frá landi og lá alveg með landinu í grjótinu þar. Ég hafði ekki mikla trú á þessu en þetta gekk alveg einn, tveir og þrír.“ Áður en skipið var dregið var búið að hjálpa átta af tuttugu skipverjum frá borði og voru þeir fluttir til Tálknafjarðar þar sem björgunarsveitin var búin að opna fjöldahjálparstöð. Smári segir að vel hafi gengið en nauðsynlegt sé að fá nýrri og hraðskreiðari skip til björgunar. „Þú sérð það að Vörðurinn, við erum þarna þrjú korter, klukkutíma að sigla þetta á fjórtán mílum sem er hámarkshraðinn á þessum pramma sem við erum með en nýju skipin eru að ganga einhverjar þrjátíu og fimm mílur við bestu skilyrði og við hefðum verið ansi mikið fljótari á staðinn ef við værum komin með nýtt skip,“ segir Smári. Tálknafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56 Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, sem stýrði björgunaraðgerðum, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vel hafi gengið en að mikið hafi munað um aðstoð áhafna á tveimur norskum skipum sem lögðu hönd á plóg. Ekki er enn vitað hvað varð til þess að skipið strandaði en rannsókn á tildrögunum er í höndum RNSA. Tilkynning um strandið barst með hæsta forgangi um hálf tíu leytið í gærkvöldi og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, björgunarskip slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra skipa kölluð út. Tuttugu voru um borð í rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar þegar það strandaði. Smári Gestsson, umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, stýrði björgunaraðgerðum í gærkvöldi en á leiðinni að skipinu fann hann út í samráði við skipstjóra Bjarna Sæmundssonar að óhætt væri að draga skipið. Tvö norsk þjónustuskip fyrir fiskeldið voru á svæðinu með neðansjávardróna sem komu að góðum notum þar sem hægt var að ganga úr skugga um að óhætt væri að hefja aðgerðir eftir að hafa skoðað botn skipsins og útilokað leka og skemmdir. „Þá ákváðum við að binda alla þrjá bátana aftan í togara, sem sagt Vörðurinn, Fosnafjord og Fosnakongen, þessi norsku, og við toguðum samtaka í togarann allir þrír og svo hafði ég samband við skipstjórann á strandaða skipinu og hann sagðist treysta sér til að reyna að bakka með líka, sem hann gerði, og það tók bara enga stund að losa hann af strandstað. Ég reyndar hafði ekki mikla trú á að við næðum að draga hann út því hann hallaði töluvert í bakborða frá landi og lá alveg með landinu í grjótinu þar. Ég hafði ekki mikla trú á þessu en þetta gekk alveg einn, tveir og þrír.“ Áður en skipið var dregið var búið að hjálpa átta af tuttugu skipverjum frá borði og voru þeir fluttir til Tálknafjarðar þar sem björgunarsveitin var búin að opna fjöldahjálparstöð. Smári segir að vel hafi gengið en nauðsynlegt sé að fá nýrri og hraðskreiðari skip til björgunar. „Þú sérð það að Vörðurinn, við erum þarna þrjú korter, klukkutíma að sigla þetta á fjórtán mílum sem er hámarkshraðinn á þessum pramma sem við erum með en nýju skipin eru að ganga einhverjar þrjátíu og fimm mílur við bestu skilyrði og við hefðum verið ansi mikið fljótari á staðinn ef við værum komin með nýtt skip,“ segir Smári.
Tálknafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56 Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56
Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00