Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2023 08:31 Fjölskyldan í Vallakoti úti á akri, frá vinstri. Ingólfur, Þórsteinn Rúnar, Arnþór og Indíana. Þau eru að rækta níu tegundir af útiræktuðu grænmeti á sínu öðru ári í garðyrkjunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri. Þrátt fyrir að fjölskyldan í Vallakoti séu nýgræðingar í ræktun grænmetis þá eru þau að gera frábæra hluti. Um er að ræða foreldrana, tvö börn þeirra og tengdabörn, sem byrjuðu í útiræktunin fyrir aðeins tveimur árum. Nú er verið að uppskera á fullum krafti. „Þetta er frábært og við erum flest sammála um að þetta er eitt skemmtilegasta, sem við höfum gert. Við erum með níu tegundir á þremur hekturum,, það er svolítið sérstakt,” segir Indíana Þórsteinsdóttir garðyrkjubóndi og bætir við. „Við erum með broccoli og blómkál, það er okkar stærsta og svo grænkál, fjólublátt og grænt. Svo erum við með hvítkál og rauðkál. Svo vorum við aðeins með af gulrófum, þær kláruðust á tveimur vikum og svo erum með rauðrófur, sem við erum mjög stolt af og svo erum við líka með sellerí aðeins já og hnúðkálið, það má ekki gleyma því.” Ertu grænmetiskarl sjálfur? „Já, það mundi ég nú segja. Verður maður ekki að segja það þegar maður er í þessari starfsemi,” segir Arnþór Þórsteinsson garðyrkjubóndi hlæjandi. Vallakot er bær í Þingeyjarsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að gera ágæta hluti en við vitum að við getum alltaf gert meira og meira og langar að gera meira fyrir bæði okkur og samfélagið. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því, sem við erum að gera,” segir Ingólfur Örn Kristjánsson, bóndi og maður Indíönu. „Mér líst bara vel á þetta, það er gaman að þessu, sem er líka stór partur af þessu. Þetta er skemmtileg vinna og líka að vera búin að fá krakkana með sér í búskapinn, það er mjög ánægjulegt og skemmtilegt og við erum að vinna þetta svona saman,” segir Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson garðyrkjubóndi í Vallakoti. Þórsteinn Rúnar er mjög ánægður að vera komin með börnin sín og tengdabörn með sér í búskapinn í Vallakoti. Konan hans heitir Jóhanna Magnea Stefánsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingeyjarsveit Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölskyldan í Vallakoti séu nýgræðingar í ræktun grænmetis þá eru þau að gera frábæra hluti. Um er að ræða foreldrana, tvö börn þeirra og tengdabörn, sem byrjuðu í útiræktunin fyrir aðeins tveimur árum. Nú er verið að uppskera á fullum krafti. „Þetta er frábært og við erum flest sammála um að þetta er eitt skemmtilegasta, sem við höfum gert. Við erum með níu tegundir á þremur hekturum,, það er svolítið sérstakt,” segir Indíana Þórsteinsdóttir garðyrkjubóndi og bætir við. „Við erum með broccoli og blómkál, það er okkar stærsta og svo grænkál, fjólublátt og grænt. Svo erum við með hvítkál og rauðkál. Svo vorum við aðeins með af gulrófum, þær kláruðust á tveimur vikum og svo erum með rauðrófur, sem við erum mjög stolt af og svo erum við líka með sellerí aðeins já og hnúðkálið, það má ekki gleyma því.” Ertu grænmetiskarl sjálfur? „Já, það mundi ég nú segja. Verður maður ekki að segja það þegar maður er í þessari starfsemi,” segir Arnþór Þórsteinsson garðyrkjubóndi hlæjandi. Vallakot er bær í Þingeyjarsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að gera ágæta hluti en við vitum að við getum alltaf gert meira og meira og langar að gera meira fyrir bæði okkur og samfélagið. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því, sem við erum að gera,” segir Ingólfur Örn Kristjánsson, bóndi og maður Indíönu. „Mér líst bara vel á þetta, það er gaman að þessu, sem er líka stór partur af þessu. Þetta er skemmtileg vinna og líka að vera búin að fá krakkana með sér í búskapinn, það er mjög ánægjulegt og skemmtilegt og við erum að vinna þetta svona saman,” segir Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson garðyrkjubóndi í Vallakoti. Þórsteinn Rúnar er mjög ánægður að vera komin með börnin sín og tengdabörn með sér í búskapinn í Vallakoti. Konan hans heitir Jóhanna Magnea Stefánsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingeyjarsveit Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira