„Hann hefur skrifað með mér fjórar seríur“ Íris Hauksdóttir skrifar 22. september 2023 07:01 Mæðginin Karen Björg og Guðmundur hafa farið saman í gegnum mörg handritaskrif. Vilhelm/Vísir Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir handritshöfundur og uppistandari hefur í mörg horn að líta en samhliða líflegum starfsvettvangi er hún líka móðir og unnusta. Sonurinn, Guðmundur hefur þrátt fyrir ungan aldur verið viðstaddur skrif á fjórum þáttaröðum. Sú nýjasta, Kennarastofan er væntanleg í Sjónvarp Símans í byrjun næsta árs. Karen kynntist unnusta sínum, Hjalta Jóni Guðmundssyni í Menntaskólanum á Akureyri þaðan sem þau eru bæði ættuð. Þau byrjuðu saman rétt fyrir útskrift en fluttu fljótlega suður þar sem þau keyptu sína fyrstu íbúð í miðbænum. Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir hefur getið sér gott orð sem handritshöfundur og uppistandari.Vilhelm/Vísir „Þetta var á þeim tíma þegar Hlemmur var ekki mathöll og stúdentagarðarnir við hliðina voru bílastæði,“ segir Karen í léttum tón. „Í dag búum við í Laugardalnum og viljum hvergi annarstaðar vera.“ Spurð hvort þau séu rómantísk segir Karen svo ekki vera og nefnir sem dæmi fyrsta stefnumót þeirra sem fór fram á veitingastaðnum Bautanum. „Ég fékk hár í matinn minn og ætlaði að kvarta en Hjalti kom þá með þessa frábæru línu sem við vitnum oft í ennþá í dag. Það er alltaf hár. Eins ætlaði Hjalti einu sinni að blása hárlokk ofsalega rómantískt framan úr andlitinu á mér en endaði á að hrækja óvart á mig. Mun öflugri í rómantísku deildinni Ég er hins vegar talsvert öflugri í rómantísku deildinni og sem dæmi um það má nefna fyrstu gjöfina sem ég gaf Hjalta. Ég hafði sem sagt málað sjálf mynd af Kendrick Lamar sem er uppáhalds rapparinn hans. Málverkið safnar að vísu ryki niðri í geymslu en það er annað mál. Fyrsta sem hann gaf mér var glæri lampinn frá Kartell sem við erum búin að selja. Í seinni tíð spyr hann mig bara hvað mig langi í í afmælis- eða jólagjöf og eins er hann með lista í notes í símanum yfir sínar óskir því hann man aldrei eftir neinu þegar ég spyr hann. Það getur gert mig alveg sturlaða svo þetta er einfaldast svona.“ Karen Björg kann vel við sig í Laugardalnum. Vilhelm/Vísir Gat varla gengið fyrir ógleði Frumburðurinn fæddist í október árið 2021. „Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég pissaði á prikið. Þetta var janúar-morgun og að mér læddist einhver grunur sem ég þurfti að fá staðfestan. Önnur línan var hins vegar svo dauf að við héldum bæði að við værum að sjá ofsjónir. Ógleðin gerði þó fljótt vart við sig og fyrstu þrjá mánuðina gat ég varla gengið fyrir ógleði. Eina sem ég gat borðað var kornflex og rautt grape. Tannlæknirinn átti síðar eftir að skamma mig heiftarlega fyrir þetta matarræði eftir að hafa séð glerunginn í mér.“ Karen við tökur á Kennarastofunni.aðsend Öskraði af gleði Þegar Karen var gengin fimm mánuði á leið höfðu handritshöfundar sjónvarpsþáttanna, Venjulegt fólk, samband við hana. „Þau buðu mér að vera með í að skrifa þættina. Á þessum tíma var ég komin með umboðsmann eftir að hafa verið í uppistandi ásamt því að taka námskeið í handritaskrifum í London. Ég man að ég fékk skilaboðin þegar við Hjalti vorum að keyra og Hjalti keyrði næstum því útaf ég öskraði svo mikið af gleði. Listræna teymið sem kemur að Kennarastofunni. aðsend Eftir að ógleðin fór og ég fór að fá kúlu fannst mér æðislegt að vera ólétt, finna hreyfingar og skipuleggja allt. Ég hellti mér heilshugar í undirbúninginn, græjaði allan fatnað, fór í samstarf við Silver Cross, málaði barnaherbergið og ég veit ekki hvað. Eftir á að hyggja hefði ég getað slakað aðeins meira á og kannski sparað pening en með fyrsta barn vildi ég vera við öllu búinn. Undir lok meðgöngunnar fannst mér erfiðast geta ekki verið í buxum og svo var mér alltaf svo heitt á fótunum að ég gat ekki verið í skvísuskóm. Ég var því mikið að vinna með að klæða mig eins og Adam Sandler í víðum bolum og sandölum. Keisaraskurður ekki auðveldasta leiðin Á 38. viku kom í ljós að rassinn sneri ennþá niður og þá var ég send í vendingu þar sem reynt er að snúa barninu en hún gekk ekki. Ég er með hjartalaga leg sem er galli og þess vegna gat hann ekki snúið sér. Þetta var ákveðið áfall af því að ég var þvílíkt búin að ímynda mér náttúrulega fæðingu, ef maður á að kalla það það. Það sem var líka erfitt var að við vorum látin velja á milli þess að fæða hann sitjandi eða bóka keisara. Við enduðum á því að bóka keisara og mér leið lengi vel eins og ég væri ekki nógu mikil hetja að vilja reyna að fæða hann sitjandi. Það sem hjálpaði mér mest var að ég var með Doulu sem fékk mig til að sjá að ég væri ekki að velja auðveldu leiðina með því að fara í keisara heldur væri ég að velja það sem ég teldi að væri best fyrir son minn. Ég mæli með Doulu fyrir allar verðandi mæður. Halldóra, ég elska þig!“ Undarlegt að bóka fæðingu barns Karen segir það hafa verið undarlega tilfinningu að bóka dagsetningu til að fæða barnið. „Ég man að læknirinn sagði: Það er laust á þriðjudaginn, eins og ég væri að fara í strípur. Við bókuðum 5. október klukkan tíu um morguninn en um nóttina missti ég vatnið og enda því í bráðakeisara. Hann var þá allavega sammála okkur um afmælisdaginn sinn. Ég var ekki búin að ímynda mér neitt hvernig hann myndi líta út. Við fórum í þrívíddarsónar en fylgjan var fyrir þannig að það var nú bara eins og að horfa ofan í karamellusjeik. En einhversstaðar inni í mér vissi ég að hann yrði alveg eins og pabbi sinn, sem hann er. Þeir eru alveg eins.“ Tók upp ættarnafn við fæðingu sonar síns Drengurinn fékk nafnið Guðmundur í höfuðið á föðurafa sínum og segir Karen þau foreldrana hafa verið samtaka hvað varðar nafnavalið. „Ég hef alltaf verið hrifin af hefðbundnum íslenskum nöfnum. Hann fékk svo millinafnið Eyfjörð sem er úr minni ætt. Það var reyndar bannað þegar ég var skírð þannig að ég tók það upp um leið og hann var skírður. Guðmundur á tökustað en hann er nú orðinn of gamall til að vera viðstaddur tökur, nema hann sé sofandi vegna truflunar. aðsend Guðmundur var eins mánaða þegar við byrjuðum að skrifa seríu fimm af Venjulegu fólki. Hann er bara nýbyrjaður á leikskóla þannig að hann hefur skrifað með mér fjórar seríur, Venjulegt fólk fimm og sex, Arfinn minn og Kennarastofuna. Hann hefur kúkað oftar en einu sinni á sig á fundi með Baldvini Z og farið í Kastljósviðtal með Ladda. Ég væri samt að ljúga ef ég segði að það væri ekkert mál að skrifa með barn. En sem betur fer hafa skrifteymin verið svo elskuleg að koma bara heim til mín og vinna þar. Greyið fólkið að þurfa að hlusta á Peppu pig og stíga ofan á Cheerios. Margir skrautlegir karakterar koma við sögu í þáttunum Kennarastofan sem fara í loftið í byrjun næsta árs. aðsend Eins og staðan er núna getur Guðmundur ekki verið vakandi á setti án þess að eyðileggja tökur svo ég lét hann oft sofa fyrir utan skólann sem Kennarastofan var tekin upp í.“ Margir skrautlegir karakterar Spurð nánar um söguþráð Kennarastofunnar segir Karen hana fjalla um skólastýruna Valdísi, leikna af Kötlu Margréti, sem reynir hvað sem hún getur til þess að bjarga Eyrarskóla frá lokun með hjálp skrautlegra karaktera, þar á meðal nýja tónlistarkennarans, Sumarliða, sem er leikinn af Sveppa. Karen Björg og Katla Margrét sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum. aðsend „Mér finnst gaman að segja frá því að persóna Valdísar er lauslega byggð á Valdimari skólastjóra í Öldutúnsskóla sem er mágur Jóns Gunnars Geirdal hugmyndasmiðs og var líka skólastjórinn minn í Grenivíkurskóla. Ég hlakka mjög til að sýna fólki Kennarastofuna en ólíkt öðrum þáttum sem ég hef skrifað hef ég fengið afar sterkar athugasemdir um þessa. Flestir hafa jú gengið í skóla og eiga sér minningar um áhugaverða kennara eða eru jafnvel kennarar. Það má sem dæmi ekki lengur kalla þetta kennarastofu heldur er þetta kaffistofa starfsmanna.“ Þættirnir eru væntanlegir í Sjónvarp Símans í janúar á næsta ári. Bíðið spennt. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Karen kynntist unnusta sínum, Hjalta Jóni Guðmundssyni í Menntaskólanum á Akureyri þaðan sem þau eru bæði ættuð. Þau byrjuðu saman rétt fyrir útskrift en fluttu fljótlega suður þar sem þau keyptu sína fyrstu íbúð í miðbænum. Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir hefur getið sér gott orð sem handritshöfundur og uppistandari.Vilhelm/Vísir „Þetta var á þeim tíma þegar Hlemmur var ekki mathöll og stúdentagarðarnir við hliðina voru bílastæði,“ segir Karen í léttum tón. „Í dag búum við í Laugardalnum og viljum hvergi annarstaðar vera.“ Spurð hvort þau séu rómantísk segir Karen svo ekki vera og nefnir sem dæmi fyrsta stefnumót þeirra sem fór fram á veitingastaðnum Bautanum. „Ég fékk hár í matinn minn og ætlaði að kvarta en Hjalti kom þá með þessa frábæru línu sem við vitnum oft í ennþá í dag. Það er alltaf hár. Eins ætlaði Hjalti einu sinni að blása hárlokk ofsalega rómantískt framan úr andlitinu á mér en endaði á að hrækja óvart á mig. Mun öflugri í rómantísku deildinni Ég er hins vegar talsvert öflugri í rómantísku deildinni og sem dæmi um það má nefna fyrstu gjöfina sem ég gaf Hjalta. Ég hafði sem sagt málað sjálf mynd af Kendrick Lamar sem er uppáhalds rapparinn hans. Málverkið safnar að vísu ryki niðri í geymslu en það er annað mál. Fyrsta sem hann gaf mér var glæri lampinn frá Kartell sem við erum búin að selja. Í seinni tíð spyr hann mig bara hvað mig langi í í afmælis- eða jólagjöf og eins er hann með lista í notes í símanum yfir sínar óskir því hann man aldrei eftir neinu þegar ég spyr hann. Það getur gert mig alveg sturlaða svo þetta er einfaldast svona.“ Karen Björg kann vel við sig í Laugardalnum. Vilhelm/Vísir Gat varla gengið fyrir ógleði Frumburðurinn fæddist í október árið 2021. „Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég pissaði á prikið. Þetta var janúar-morgun og að mér læddist einhver grunur sem ég þurfti að fá staðfestan. Önnur línan var hins vegar svo dauf að við héldum bæði að við værum að sjá ofsjónir. Ógleðin gerði þó fljótt vart við sig og fyrstu þrjá mánuðina gat ég varla gengið fyrir ógleði. Eina sem ég gat borðað var kornflex og rautt grape. Tannlæknirinn átti síðar eftir að skamma mig heiftarlega fyrir þetta matarræði eftir að hafa séð glerunginn í mér.“ Karen við tökur á Kennarastofunni.aðsend Öskraði af gleði Þegar Karen var gengin fimm mánuði á leið höfðu handritshöfundar sjónvarpsþáttanna, Venjulegt fólk, samband við hana. „Þau buðu mér að vera með í að skrifa þættina. Á þessum tíma var ég komin með umboðsmann eftir að hafa verið í uppistandi ásamt því að taka námskeið í handritaskrifum í London. Ég man að ég fékk skilaboðin þegar við Hjalti vorum að keyra og Hjalti keyrði næstum því útaf ég öskraði svo mikið af gleði. Listræna teymið sem kemur að Kennarastofunni. aðsend Eftir að ógleðin fór og ég fór að fá kúlu fannst mér æðislegt að vera ólétt, finna hreyfingar og skipuleggja allt. Ég hellti mér heilshugar í undirbúninginn, græjaði allan fatnað, fór í samstarf við Silver Cross, málaði barnaherbergið og ég veit ekki hvað. Eftir á að hyggja hefði ég getað slakað aðeins meira á og kannski sparað pening en með fyrsta barn vildi ég vera við öllu búinn. Undir lok meðgöngunnar fannst mér erfiðast geta ekki verið í buxum og svo var mér alltaf svo heitt á fótunum að ég gat ekki verið í skvísuskóm. Ég var því mikið að vinna með að klæða mig eins og Adam Sandler í víðum bolum og sandölum. Keisaraskurður ekki auðveldasta leiðin Á 38. viku kom í ljós að rassinn sneri ennþá niður og þá var ég send í vendingu þar sem reynt er að snúa barninu en hún gekk ekki. Ég er með hjartalaga leg sem er galli og þess vegna gat hann ekki snúið sér. Þetta var ákveðið áfall af því að ég var þvílíkt búin að ímynda mér náttúrulega fæðingu, ef maður á að kalla það það. Það sem var líka erfitt var að við vorum látin velja á milli þess að fæða hann sitjandi eða bóka keisara. Við enduðum á því að bóka keisara og mér leið lengi vel eins og ég væri ekki nógu mikil hetja að vilja reyna að fæða hann sitjandi. Það sem hjálpaði mér mest var að ég var með Doulu sem fékk mig til að sjá að ég væri ekki að velja auðveldu leiðina með því að fara í keisara heldur væri ég að velja það sem ég teldi að væri best fyrir son minn. Ég mæli með Doulu fyrir allar verðandi mæður. Halldóra, ég elska þig!“ Undarlegt að bóka fæðingu barns Karen segir það hafa verið undarlega tilfinningu að bóka dagsetningu til að fæða barnið. „Ég man að læknirinn sagði: Það er laust á þriðjudaginn, eins og ég væri að fara í strípur. Við bókuðum 5. október klukkan tíu um morguninn en um nóttina missti ég vatnið og enda því í bráðakeisara. Hann var þá allavega sammála okkur um afmælisdaginn sinn. Ég var ekki búin að ímynda mér neitt hvernig hann myndi líta út. Við fórum í þrívíddarsónar en fylgjan var fyrir þannig að það var nú bara eins og að horfa ofan í karamellusjeik. En einhversstaðar inni í mér vissi ég að hann yrði alveg eins og pabbi sinn, sem hann er. Þeir eru alveg eins.“ Tók upp ættarnafn við fæðingu sonar síns Drengurinn fékk nafnið Guðmundur í höfuðið á föðurafa sínum og segir Karen þau foreldrana hafa verið samtaka hvað varðar nafnavalið. „Ég hef alltaf verið hrifin af hefðbundnum íslenskum nöfnum. Hann fékk svo millinafnið Eyfjörð sem er úr minni ætt. Það var reyndar bannað þegar ég var skírð þannig að ég tók það upp um leið og hann var skírður. Guðmundur á tökustað en hann er nú orðinn of gamall til að vera viðstaddur tökur, nema hann sé sofandi vegna truflunar. aðsend Guðmundur var eins mánaða þegar við byrjuðum að skrifa seríu fimm af Venjulegu fólki. Hann er bara nýbyrjaður á leikskóla þannig að hann hefur skrifað með mér fjórar seríur, Venjulegt fólk fimm og sex, Arfinn minn og Kennarastofuna. Hann hefur kúkað oftar en einu sinni á sig á fundi með Baldvini Z og farið í Kastljósviðtal með Ladda. Ég væri samt að ljúga ef ég segði að það væri ekkert mál að skrifa með barn. En sem betur fer hafa skrifteymin verið svo elskuleg að koma bara heim til mín og vinna þar. Greyið fólkið að þurfa að hlusta á Peppu pig og stíga ofan á Cheerios. Margir skrautlegir karakterar koma við sögu í þáttunum Kennarastofan sem fara í loftið í byrjun næsta árs. aðsend Eins og staðan er núna getur Guðmundur ekki verið vakandi á setti án þess að eyðileggja tökur svo ég lét hann oft sofa fyrir utan skólann sem Kennarastofan var tekin upp í.“ Margir skrautlegir karakterar Spurð nánar um söguþráð Kennarastofunnar segir Karen hana fjalla um skólastýruna Valdísi, leikna af Kötlu Margréti, sem reynir hvað sem hún getur til þess að bjarga Eyrarskóla frá lokun með hjálp skrautlegra karaktera, þar á meðal nýja tónlistarkennarans, Sumarliða, sem er leikinn af Sveppa. Karen Björg og Katla Margrét sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum. aðsend „Mér finnst gaman að segja frá því að persóna Valdísar er lauslega byggð á Valdimari skólastjóra í Öldutúnsskóla sem er mágur Jóns Gunnars Geirdal hugmyndasmiðs og var líka skólastjórinn minn í Grenivíkurskóla. Ég hlakka mjög til að sýna fólki Kennarastofuna en ólíkt öðrum þáttum sem ég hef skrifað hef ég fengið afar sterkar athugasemdir um þessa. Flestir hafa jú gengið í skóla og eiga sér minningar um áhugaverða kennara eða eru jafnvel kennarar. Það má sem dæmi ekki lengur kalla þetta kennarastofu heldur er þetta kaffistofa starfsmanna.“ Þættirnir eru væntanlegir í Sjónvarp Símans í janúar á næsta ári. Bíðið spennt.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira