Verndun villtra laxastofna Bjarni Jónsson skrifar 19. september 2023 16:32 Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða. Það þarf nú þegar að hefjast handa við endurskoðun á áhættumati erfðablöndunar við norska eldislaxa og grípa til annarra þeirra aðgerða sem þörf er á til að vernda stofnana. Bæta eftirlit og draga þau stórfyrirtæki sem að baki standa til enn frekari ábyrgðar gagnvart eigin starfsemi, eftirliti og samfélagslegri ábyrgð gagnvart þeim samfélögum sem þau starfa í og þeirri stöðu sem þau kunna að verða sett í vegna aðgerða sem þarf að grípa til gagnvart fyrirtækjunum. Nú er það að gerast sem margir óttuðust, að kynþroska norskur eldislax syndi um þúsundum saman við strendur landsins eftir umhverfisslys og leiti upp í íslenskar ár til hrygningar.Blandist þar við náttúrulega laxastofna með óafturkræfum áhrifum. Við stofna sem aðlagast hafa einstökum ám og náttúru þeirra í þúsundir ára. Neikvæð áhrif slíkrar erfðablöndunar geta komið fram strax eða mörgum kynslóðum síðar og skaðað þannig erfðasamsetningu og aðlögunarhæfni laxastofna til framtíðar. Í 3 mgr. 6 gr laga varðandi áhættumat erfðablöndunar segir "Áhættumat skal endurskoða svo oft sem þörf þykir en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti." Það er algerlega ljóst að sú fordæmalausa staða sem er nú komin upp kallar á að það mat verði tekið upp og endurskoðað í ljósi gjörbreyttra forsendna. Styrkja þarf regluverk er tekur til ábyrgðar eldisfyrirtækjanna sjálfra, með skýrum og skilvirkum viðurlögum sem fela í sér nægjanlega hvatningu til að fyrirtækin sýni umhverfisáhrifum starfsemi sinnar enn frekari virðingu. Ég vil benda á að matvælaráðherra tilkynnti, við upphaf stefnumótunar síðasta vor, að leyfisveitingar á nýjum svæðum væru á pásu meðan unnið væri að langtímastefnu. Einnig setti Matvælaráðherra af stað endurskoðun á ferlum gagnvart stroki eldislaxa og er nú unnið að innleiðingu þeirra aðgerða. Ég fagna þeirri vegferð matvælaráðherra. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fiskeldi Vinstri græn Sjókvíaeldi Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða. Það þarf nú þegar að hefjast handa við endurskoðun á áhættumati erfðablöndunar við norska eldislaxa og grípa til annarra þeirra aðgerða sem þörf er á til að vernda stofnana. Bæta eftirlit og draga þau stórfyrirtæki sem að baki standa til enn frekari ábyrgðar gagnvart eigin starfsemi, eftirliti og samfélagslegri ábyrgð gagnvart þeim samfélögum sem þau starfa í og þeirri stöðu sem þau kunna að verða sett í vegna aðgerða sem þarf að grípa til gagnvart fyrirtækjunum. Nú er það að gerast sem margir óttuðust, að kynþroska norskur eldislax syndi um þúsundum saman við strendur landsins eftir umhverfisslys og leiti upp í íslenskar ár til hrygningar.Blandist þar við náttúrulega laxastofna með óafturkræfum áhrifum. Við stofna sem aðlagast hafa einstökum ám og náttúru þeirra í þúsundir ára. Neikvæð áhrif slíkrar erfðablöndunar geta komið fram strax eða mörgum kynslóðum síðar og skaðað þannig erfðasamsetningu og aðlögunarhæfni laxastofna til framtíðar. Í 3 mgr. 6 gr laga varðandi áhættumat erfðablöndunar segir "Áhættumat skal endurskoða svo oft sem þörf þykir en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti." Það er algerlega ljóst að sú fordæmalausa staða sem er nú komin upp kallar á að það mat verði tekið upp og endurskoðað í ljósi gjörbreyttra forsendna. Styrkja þarf regluverk er tekur til ábyrgðar eldisfyrirtækjanna sjálfra, með skýrum og skilvirkum viðurlögum sem fela í sér nægjanlega hvatningu til að fyrirtækin sýni umhverfisáhrifum starfsemi sinnar enn frekari virðingu. Ég vil benda á að matvælaráðherra tilkynnti, við upphaf stefnumótunar síðasta vor, að leyfisveitingar á nýjum svæðum væru á pásu meðan unnið væri að langtímastefnu. Einnig setti Matvælaráðherra af stað endurskoðun á ferlum gagnvart stroki eldislaxa og er nú unnið að innleiðingu þeirra aðgerða. Ég fagna þeirri vegferð matvælaráðherra. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun