Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. september 2023 08:44 Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði í desember 2020. Þar er nú hættustig í gildi vegna mikillar úrkomu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Seyðisfirði klukkan 18 í gær og voru hús rýmd vegna ástandsins. Í nótt rigndi mikið en Sveinn Brynjólfsson á skriðuvakt Veðurstofunnar segir þó allt enn innan marka. „Við búumst við því að það rigni hressilega í allan dag og það dragi ekki almennilega úr þessu fyrr en í nótt. Árnar uxu mikið en eru allar í farvegum sínum. Við sjáum engar hreyfingar enn þá og það eru engar skriður sem við sjáum.“ Á Austfjörðum er appelsínugul viðvörum í gildi vegna mikilla vatnavaxta. Þar er spáð mikilli rigningu áfram í allan dag og segir Sveinn að grannt sé fylgst með stöðu mála. Viðvörunin er í gildi til miðnættis. Þá er gul viðvörun vegna rigninga á Austurlandi að Glettingi. Íbúar hugi að niðurföllum Á fjórða tug húsa voru rýmd á Seyðisfirði í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna að stærstur hluti húsanna séu atvinnuhúsnæði. Aðspurð um hvort íbúar þurfi að hafa áhyggjur sagði Hjördís: „Íbúar hafa án efa áhyggjur af staðnum. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur.“ Þá hvatti hún fólk til að fylgjast vel með og huga sérstaklega að niðurföllum. Uppfært klukkan 09:55. Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að rýmingum verði aflétt í dag, þar sem áfram sé spáð talsverði úrkomu á Austfjörðum. „Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu, meðal annars í lækjarfarvegum í byggð og í hlíðum. Veðurspá gerir ráð fyrir að það dragi úr úrkomu um miðnætti í nótt,“ segir í tilkynningunni. Náttúruhamfarir Veður Múlaþing Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Seyðisfirði klukkan 18 í gær og voru hús rýmd vegna ástandsins. Í nótt rigndi mikið en Sveinn Brynjólfsson á skriðuvakt Veðurstofunnar segir þó allt enn innan marka. „Við búumst við því að það rigni hressilega í allan dag og það dragi ekki almennilega úr þessu fyrr en í nótt. Árnar uxu mikið en eru allar í farvegum sínum. Við sjáum engar hreyfingar enn þá og það eru engar skriður sem við sjáum.“ Á Austfjörðum er appelsínugul viðvörum í gildi vegna mikilla vatnavaxta. Þar er spáð mikilli rigningu áfram í allan dag og segir Sveinn að grannt sé fylgst með stöðu mála. Viðvörunin er í gildi til miðnættis. Þá er gul viðvörun vegna rigninga á Austurlandi að Glettingi. Íbúar hugi að niðurföllum Á fjórða tug húsa voru rýmd á Seyðisfirði í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna að stærstur hluti húsanna séu atvinnuhúsnæði. Aðspurð um hvort íbúar þurfi að hafa áhyggjur sagði Hjördís: „Íbúar hafa án efa áhyggjur af staðnum. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur.“ Þá hvatti hún fólk til að fylgjast vel með og huga sérstaklega að niðurföllum. Uppfært klukkan 09:55. Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að rýmingum verði aflétt í dag, þar sem áfram sé spáð talsverði úrkomu á Austfjörðum. „Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu, meðal annars í lækjarfarvegum í byggð og í hlíðum. Veðurspá gerir ráð fyrir að það dragi úr úrkomu um miðnætti í nótt,“ segir í tilkynningunni.
Náttúruhamfarir Veður Múlaþing Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira