Segir flökkusögu um sig sýna hvert umræðan sé komin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2023 16:33 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segist döpur yfir umræðunni undanfarna daga um hinsegin samfélagið. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir árásir gegn meðlimum hinsegin samfélagsins sem borið hefur á í umræðunni undanfarna viku, hafa skorið sig í hjartað. Hún segist sjálf hafa verið viðfangsefni falskra flökkusagna um kynferðislega misnotkun barna og segir Íslendinga þurfa að ákveða hvernig samfélag sitt eigi að vera. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Hanna var gestur. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga þar sem Samtökin '78 og hinsegin fræðsla þeirra hafa meðal annars verið dregin inn í umræðuna. Skelin þunn Hanna segir stöðuna dapra og rekur umræðuna meðal annars til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem spjótunum sé í auknum mæli beint gegn mannréttindum trans fólks. Hanna segist hafa komið af samstöðufundi hinsegin fólks í gær. „Og það skar mig í hjartað að tala við fólk á mínum aldri sem fór einna verst út úr baráttunni, fordómunum og hatrinu fyrir einhverjum þrjátíu árum síðan, náði sér kannski aldrei alveg en náði að halda haus og komast standandi út úr því, er eiginlega að bugast aftur. Hún er svo þunn skelin. Þetta er svo ævintýralega ljótt.“ Á mörkunum að geta hlegið „Bara svo að þú hafir einhverja mynd af klikkuninni sem er í gangi, þá er það í dreifingu á samfélagsmiðlum að ég og Ragnhildur konan mín séum hluthafar í stóru heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi sem selji lyf sem ætlað er að auðvelda kynferðislega misnotkun á börnum og að af þessum viðskiptum sé ég orðin svo rík, að ég sé að stunda peningaþvætti.“ Hanna Katrín segir tvennt rétt í því, hún hafi einu sinni unnið hjá heilbrigðisfyrirtæki og síðan hafi hún fyrir ári síðan birt Facebook færslu um það að hún hafi fengið athugasemd á flugvelli þegar hún hugðist taka út 50 evrur í gjaldeyri eftir að hún hafi sagst vera stjórnmálamaður. Hanna Katrín var framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma frá 2012 til 2016. „Bara til þess að sýna á hvaða stigi þetta er og ég get hlegið að þessu,“ segir Hanna Katrín. Það er rétt á mörkunum? „Það er rétt á mörkunum nefnilega og ég er viss um að ég gæti elt þetta uppi og gert eitthvað úr því, af því að við erum jú með löggjöf gegn svona og fyrir stjórnmálamann þá er þetta ekkert grín heldur að fleyta svona sögu. En þetta sýnir bara, að ég veit það ekki, við verðum að staldra við og reyna aðeins að átta okkur á því á hvaða vegferð við erum.“ Snúist um viðnám lýðræðisins Hanna Katrín segir umræðuna nú um minnihlutahópa í hinsegin samfélaginu snúast um viðnámsþrótt lýðræðisins. Íslendingar verði að fara að átta sig á þessu. „Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara grátið yfir einmitt, eða hlegið að eða hneykslast á eða barist gegn í litlum brotum út um allt samfélagið. Við verðum að fara að ákveða hvernig samfélag við ætlum að vera hérna. Við ætlum ekki að vera samfélag sem stýrist af falsfréttum og skipulögðum áróðursherferðum gegn litlum einstaka hópum og búa þannig til farveginn fyrir öfgaöfl. Það er ekki það sem íslenskt samfélag ætlar að vera.“ Hinsegin Sprengisandur Viðreisn Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Hanna var gestur. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga þar sem Samtökin '78 og hinsegin fræðsla þeirra hafa meðal annars verið dregin inn í umræðuna. Skelin þunn Hanna segir stöðuna dapra og rekur umræðuna meðal annars til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem spjótunum sé í auknum mæli beint gegn mannréttindum trans fólks. Hanna segist hafa komið af samstöðufundi hinsegin fólks í gær. „Og það skar mig í hjartað að tala við fólk á mínum aldri sem fór einna verst út úr baráttunni, fordómunum og hatrinu fyrir einhverjum þrjátíu árum síðan, náði sér kannski aldrei alveg en náði að halda haus og komast standandi út úr því, er eiginlega að bugast aftur. Hún er svo þunn skelin. Þetta er svo ævintýralega ljótt.“ Á mörkunum að geta hlegið „Bara svo að þú hafir einhverja mynd af klikkuninni sem er í gangi, þá er það í dreifingu á samfélagsmiðlum að ég og Ragnhildur konan mín séum hluthafar í stóru heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi sem selji lyf sem ætlað er að auðvelda kynferðislega misnotkun á börnum og að af þessum viðskiptum sé ég orðin svo rík, að ég sé að stunda peningaþvætti.“ Hanna Katrín segir tvennt rétt í því, hún hafi einu sinni unnið hjá heilbrigðisfyrirtæki og síðan hafi hún fyrir ári síðan birt Facebook færslu um það að hún hafi fengið athugasemd á flugvelli þegar hún hugðist taka út 50 evrur í gjaldeyri eftir að hún hafi sagst vera stjórnmálamaður. Hanna Katrín var framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma frá 2012 til 2016. „Bara til þess að sýna á hvaða stigi þetta er og ég get hlegið að þessu,“ segir Hanna Katrín. Það er rétt á mörkunum? „Það er rétt á mörkunum nefnilega og ég er viss um að ég gæti elt þetta uppi og gert eitthvað úr því, af því að við erum jú með löggjöf gegn svona og fyrir stjórnmálamann þá er þetta ekkert grín heldur að fleyta svona sögu. En þetta sýnir bara, að ég veit það ekki, við verðum að staldra við og reyna aðeins að átta okkur á því á hvaða vegferð við erum.“ Snúist um viðnám lýðræðisins Hanna Katrín segir umræðuna nú um minnihlutahópa í hinsegin samfélaginu snúast um viðnámsþrótt lýðræðisins. Íslendingar verði að fara að átta sig á þessu. „Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara grátið yfir einmitt, eða hlegið að eða hneykslast á eða barist gegn í litlum brotum út um allt samfélagið. Við verðum að fara að ákveða hvernig samfélag við ætlum að vera hérna. Við ætlum ekki að vera samfélag sem stýrist af falsfréttum og skipulögðum áróðursherferðum gegn litlum einstaka hópum og búa þannig til farveginn fyrir öfgaöfl. Það er ekki það sem íslenskt samfélag ætlar að vera.“
Hinsegin Sprengisandur Viðreisn Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira