Bætt kennsla - betri árangur og minni kostnaður við sérkennslu Hermundur Sigmundsson og Einar Gunnarsson skrifa 17. september 2023 10:31 Kostnaður samfélagsins vegna sérkennslu í grunnskólum er hár á Íslandi og með því að setja fjármuni í slík úrræði viljum við líklega að nemendur nái betri árangri á sinni skólagöngu. En þegar við skoðum árangurinn þá er staðan því miður sú að nemendur á Íslandi skora ekki hátt í samanburði við önnur lönd og ber þar helst að nefna PISA niðurstöður sem hafa farið niður á við allt frá aldamótum í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði. Einnig hafa tölur úr framhaldsskólakerfinu bent til þess að brottfall nemenda sé æði mikið í samanburði við önnur lönd. Þetta er staða sem við eigum ekki að sætta okkur við sérstaklega í ljósi þess hve miklum fjármunum við eyrnamerkjum skólakerfinu og sérkennslu í grunnskólum landsins. En skoðum aðeins stöðuna á Íslandi. 16,2% nemenda í grunnskólum á Íslandi eru með greiningar og þurfa því í mörgum tilfellum á sérkennslu að halda. Hlutfall nemenda sem eru í sérkennsluúrræðum er rúmlega 31% og hefur þessi tala hækkað á undanförnum árum. Ef skoðaðar eru kostnaðartölur þá má áætla að kostnaður sveitarfélaganna vegna sérkennslu sé um 12 milljarðar á ári sem er ansi há tala. Bilið milli nemenda með greiningar og allra nemenda sem þurfa sérkennslu er um 15 prósentustig og ætti því að vera tækifæri til að lækka kostnað upp á vel á annan milljarð króna. Ef við berum okkur saman við Noreg þá eru 8% nemenda þar með greiningar og um 8% nemenda eru í sérkennslu. En hvað er til ráða? Í nýútkominni skýrslu UNESCO (2023) kemur margt fram sem áhugavert er fyrir okkur Íslendinga að tileinka okkur. Mikilvægi beinnar kennslu með áherslu á markvissa þjálfun og eftirfylgni er að mati UNESCO vænleg leið til árangurs í skólastarfi. Stöðumat og mælingar eru mikilvægar til að nemandinn, foreldrar og kennarar séu meðvitaðir um stöðu nemenda hverju sinni sem gefur tækifæri til að veita nemendum það að fá áskoranir sem hæfa færni þeirra. Þetta eru meginatriði í aðferðafræði Kveikjum neistans sem er þróunarverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja sem stýrt er af Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Í skýrslu UNESCO kemur einnig fram mikilvægi þess að við missum ekki sjónar af mikilvægi þess að kennari sé miðpunktur kennslustofunnar með því að vera í mannlegum samskiptum við nemendur í kennslu sinni. Þetta leiðir hugann að spjaldtölvuvæðingunni sem á sér stað í íslenskum grunnskólum um þessar mundir. Spjaldtölvuvæðingin er mikilvæg en við þurfum að passa upp á að hún yfirtaki ekki kennsluaðferðir á kostnað mannlegs hlutverks kennarans. Kennarinn þarf alltaf að vera sá aðili sem leggur inn kennsluna en tölvur og tæki eru mjög góð áhöld til að efla útkomu nemandans. Með markvissri þjálfun, eftirfylgni og skýru stöðumati á nemendum teljum við að betri árangur náist sem leiðir til þess að kostnaður við sérkennslu ætti að minnka. Í Kveikjum neistann er hver og einn nemandi mældur og þjálfaður í grunnfærni lestrar og stærðfræði til að árangur náist og að fleiri nemendur nái grunnfærni í skóla sem leiðir af sér færri nemendum sem þurfa á sérkennslu að halda. Nálgun Kveikjum neistans gerir ráð fyrir að skólar og sveitarfélög geti lækkað kostnað sinn við sérkennslu um allt að 10% til 30%. Ef tekst að lækka kostnað um 10% þýðir það 1,2 milljarð á ári en 30% lækkun myndi þýða 3,6 milljarða. Fyrstu niðustöður rannsóknarhóps Kveikjum neistans gefa góða vísbendingu um að með markvissri þjálfun, eftirfylgni og stöðumati sem byggist á traustum vísindum má efla grunnfærni nemenda og þar með minnka þörf á sérkennslu þegar fram líður á skólagöngu nemendanna. Við lok 2. bekkjar voru 83% nemenda Kveikjum neistans læs (gátu lesið og skilið texta) samkvæmt LÆS prófinu sem er góður árangur. Tæplega 500 nemendur úr öðrum skólum tóku einnig LÆS prófið og var niðurstaða þeirra að 52% nemenda voru læs. Þetta er afgerandi niðurstaða. Það er til mikils að vinna fyrir samfélagið, bæði fjárhagslega og félagslega, að notast við aðferðir sem bera góðan mælanlegan árangur í skólastarfi og byggja á traustum vísindum. Færni nemenda í grunnþáttum skólastarfs þarf að fá meira vægi í skólakerfinu til að þeir geysimiklu fjármunir sem settir eru í grunnskólakerfið nýtist betur. Á sama tíma er möguleiki á að bæta árangur nemenda. Það kallar maður tvöfalda sigurleið! Hermundur Sigmundsson, prófessor, Norska tækni – og vísindaháskólanum og Háskóla Íslands Einar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri, Grunnskóli Vestmannaeyja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Kostnaður samfélagsins vegna sérkennslu í grunnskólum er hár á Íslandi og með því að setja fjármuni í slík úrræði viljum við líklega að nemendur nái betri árangri á sinni skólagöngu. En þegar við skoðum árangurinn þá er staðan því miður sú að nemendur á Íslandi skora ekki hátt í samanburði við önnur lönd og ber þar helst að nefna PISA niðurstöður sem hafa farið niður á við allt frá aldamótum í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði. Einnig hafa tölur úr framhaldsskólakerfinu bent til þess að brottfall nemenda sé æði mikið í samanburði við önnur lönd. Þetta er staða sem við eigum ekki að sætta okkur við sérstaklega í ljósi þess hve miklum fjármunum við eyrnamerkjum skólakerfinu og sérkennslu í grunnskólum landsins. En skoðum aðeins stöðuna á Íslandi. 16,2% nemenda í grunnskólum á Íslandi eru með greiningar og þurfa því í mörgum tilfellum á sérkennslu að halda. Hlutfall nemenda sem eru í sérkennsluúrræðum er rúmlega 31% og hefur þessi tala hækkað á undanförnum árum. Ef skoðaðar eru kostnaðartölur þá má áætla að kostnaður sveitarfélaganna vegna sérkennslu sé um 12 milljarðar á ári sem er ansi há tala. Bilið milli nemenda með greiningar og allra nemenda sem þurfa sérkennslu er um 15 prósentustig og ætti því að vera tækifæri til að lækka kostnað upp á vel á annan milljarð króna. Ef við berum okkur saman við Noreg þá eru 8% nemenda þar með greiningar og um 8% nemenda eru í sérkennslu. En hvað er til ráða? Í nýútkominni skýrslu UNESCO (2023) kemur margt fram sem áhugavert er fyrir okkur Íslendinga að tileinka okkur. Mikilvægi beinnar kennslu með áherslu á markvissa þjálfun og eftirfylgni er að mati UNESCO vænleg leið til árangurs í skólastarfi. Stöðumat og mælingar eru mikilvægar til að nemandinn, foreldrar og kennarar séu meðvitaðir um stöðu nemenda hverju sinni sem gefur tækifæri til að veita nemendum það að fá áskoranir sem hæfa færni þeirra. Þetta eru meginatriði í aðferðafræði Kveikjum neistans sem er þróunarverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja sem stýrt er af Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Í skýrslu UNESCO kemur einnig fram mikilvægi þess að við missum ekki sjónar af mikilvægi þess að kennari sé miðpunktur kennslustofunnar með því að vera í mannlegum samskiptum við nemendur í kennslu sinni. Þetta leiðir hugann að spjaldtölvuvæðingunni sem á sér stað í íslenskum grunnskólum um þessar mundir. Spjaldtölvuvæðingin er mikilvæg en við þurfum að passa upp á að hún yfirtaki ekki kennsluaðferðir á kostnað mannlegs hlutverks kennarans. Kennarinn þarf alltaf að vera sá aðili sem leggur inn kennsluna en tölvur og tæki eru mjög góð áhöld til að efla útkomu nemandans. Með markvissri þjálfun, eftirfylgni og skýru stöðumati á nemendum teljum við að betri árangur náist sem leiðir til þess að kostnaður við sérkennslu ætti að minnka. Í Kveikjum neistann er hver og einn nemandi mældur og þjálfaður í grunnfærni lestrar og stærðfræði til að árangur náist og að fleiri nemendur nái grunnfærni í skóla sem leiðir af sér færri nemendum sem þurfa á sérkennslu að halda. Nálgun Kveikjum neistans gerir ráð fyrir að skólar og sveitarfélög geti lækkað kostnað sinn við sérkennslu um allt að 10% til 30%. Ef tekst að lækka kostnað um 10% þýðir það 1,2 milljarð á ári en 30% lækkun myndi þýða 3,6 milljarða. Fyrstu niðustöður rannsóknarhóps Kveikjum neistans gefa góða vísbendingu um að með markvissri þjálfun, eftirfylgni og stöðumati sem byggist á traustum vísindum má efla grunnfærni nemenda og þar með minnka þörf á sérkennslu þegar fram líður á skólagöngu nemendanna. Við lok 2. bekkjar voru 83% nemenda Kveikjum neistans læs (gátu lesið og skilið texta) samkvæmt LÆS prófinu sem er góður árangur. Tæplega 500 nemendur úr öðrum skólum tóku einnig LÆS prófið og var niðurstaða þeirra að 52% nemenda voru læs. Þetta er afgerandi niðurstaða. Það er til mikils að vinna fyrir samfélagið, bæði fjárhagslega og félagslega, að notast við aðferðir sem bera góðan mælanlegan árangur í skólastarfi og byggja á traustum vísindum. Færni nemenda í grunnþáttum skólastarfs þarf að fá meira vægi í skólakerfinu til að þeir geysimiklu fjármunir sem settir eru í grunnskólakerfið nýtist betur. Á sama tíma er möguleiki á að bæta árangur nemenda. Það kallar maður tvöfalda sigurleið! Hermundur Sigmundsson, prófessor, Norska tækni – og vísindaháskólanum og Háskóla Íslands Einar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri, Grunnskóli Vestmannaeyja
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar