Bætt kennsla - betri árangur og minni kostnaður við sérkennslu Hermundur Sigmundsson og Einar Gunnarsson skrifa 17. september 2023 10:31 Kostnaður samfélagsins vegna sérkennslu í grunnskólum er hár á Íslandi og með því að setja fjármuni í slík úrræði viljum við líklega að nemendur nái betri árangri á sinni skólagöngu. En þegar við skoðum árangurinn þá er staðan því miður sú að nemendur á Íslandi skora ekki hátt í samanburði við önnur lönd og ber þar helst að nefna PISA niðurstöður sem hafa farið niður á við allt frá aldamótum í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði. Einnig hafa tölur úr framhaldsskólakerfinu bent til þess að brottfall nemenda sé æði mikið í samanburði við önnur lönd. Þetta er staða sem við eigum ekki að sætta okkur við sérstaklega í ljósi þess hve miklum fjármunum við eyrnamerkjum skólakerfinu og sérkennslu í grunnskólum landsins. En skoðum aðeins stöðuna á Íslandi. 16,2% nemenda í grunnskólum á Íslandi eru með greiningar og þurfa því í mörgum tilfellum á sérkennslu að halda. Hlutfall nemenda sem eru í sérkennsluúrræðum er rúmlega 31% og hefur þessi tala hækkað á undanförnum árum. Ef skoðaðar eru kostnaðartölur þá má áætla að kostnaður sveitarfélaganna vegna sérkennslu sé um 12 milljarðar á ári sem er ansi há tala. Bilið milli nemenda með greiningar og allra nemenda sem þurfa sérkennslu er um 15 prósentustig og ætti því að vera tækifæri til að lækka kostnað upp á vel á annan milljarð króna. Ef við berum okkur saman við Noreg þá eru 8% nemenda þar með greiningar og um 8% nemenda eru í sérkennslu. En hvað er til ráða? Í nýútkominni skýrslu UNESCO (2023) kemur margt fram sem áhugavert er fyrir okkur Íslendinga að tileinka okkur. Mikilvægi beinnar kennslu með áherslu á markvissa þjálfun og eftirfylgni er að mati UNESCO vænleg leið til árangurs í skólastarfi. Stöðumat og mælingar eru mikilvægar til að nemandinn, foreldrar og kennarar séu meðvitaðir um stöðu nemenda hverju sinni sem gefur tækifæri til að veita nemendum það að fá áskoranir sem hæfa færni þeirra. Þetta eru meginatriði í aðferðafræði Kveikjum neistans sem er þróunarverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja sem stýrt er af Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Í skýrslu UNESCO kemur einnig fram mikilvægi þess að við missum ekki sjónar af mikilvægi þess að kennari sé miðpunktur kennslustofunnar með því að vera í mannlegum samskiptum við nemendur í kennslu sinni. Þetta leiðir hugann að spjaldtölvuvæðingunni sem á sér stað í íslenskum grunnskólum um þessar mundir. Spjaldtölvuvæðingin er mikilvæg en við þurfum að passa upp á að hún yfirtaki ekki kennsluaðferðir á kostnað mannlegs hlutverks kennarans. Kennarinn þarf alltaf að vera sá aðili sem leggur inn kennsluna en tölvur og tæki eru mjög góð áhöld til að efla útkomu nemandans. Með markvissri þjálfun, eftirfylgni og skýru stöðumati á nemendum teljum við að betri árangur náist sem leiðir til þess að kostnaður við sérkennslu ætti að minnka. Í Kveikjum neistann er hver og einn nemandi mældur og þjálfaður í grunnfærni lestrar og stærðfræði til að árangur náist og að fleiri nemendur nái grunnfærni í skóla sem leiðir af sér færri nemendum sem þurfa á sérkennslu að halda. Nálgun Kveikjum neistans gerir ráð fyrir að skólar og sveitarfélög geti lækkað kostnað sinn við sérkennslu um allt að 10% til 30%. Ef tekst að lækka kostnað um 10% þýðir það 1,2 milljarð á ári en 30% lækkun myndi þýða 3,6 milljarða. Fyrstu niðustöður rannsóknarhóps Kveikjum neistans gefa góða vísbendingu um að með markvissri þjálfun, eftirfylgni og stöðumati sem byggist á traustum vísindum má efla grunnfærni nemenda og þar með minnka þörf á sérkennslu þegar fram líður á skólagöngu nemendanna. Við lok 2. bekkjar voru 83% nemenda Kveikjum neistans læs (gátu lesið og skilið texta) samkvæmt LÆS prófinu sem er góður árangur. Tæplega 500 nemendur úr öðrum skólum tóku einnig LÆS prófið og var niðurstaða þeirra að 52% nemenda voru læs. Þetta er afgerandi niðurstaða. Það er til mikils að vinna fyrir samfélagið, bæði fjárhagslega og félagslega, að notast við aðferðir sem bera góðan mælanlegan árangur í skólastarfi og byggja á traustum vísindum. Færni nemenda í grunnþáttum skólastarfs þarf að fá meira vægi í skólakerfinu til að þeir geysimiklu fjármunir sem settir eru í grunnskólakerfið nýtist betur. Á sama tíma er möguleiki á að bæta árangur nemenda. Það kallar maður tvöfalda sigurleið! Hermundur Sigmundsson, prófessor, Norska tækni – og vísindaháskólanum og Háskóla Íslands Einar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri, Grunnskóli Vestmannaeyja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Kostnaður samfélagsins vegna sérkennslu í grunnskólum er hár á Íslandi og með því að setja fjármuni í slík úrræði viljum við líklega að nemendur nái betri árangri á sinni skólagöngu. En þegar við skoðum árangurinn þá er staðan því miður sú að nemendur á Íslandi skora ekki hátt í samanburði við önnur lönd og ber þar helst að nefna PISA niðurstöður sem hafa farið niður á við allt frá aldamótum í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði. Einnig hafa tölur úr framhaldsskólakerfinu bent til þess að brottfall nemenda sé æði mikið í samanburði við önnur lönd. Þetta er staða sem við eigum ekki að sætta okkur við sérstaklega í ljósi þess hve miklum fjármunum við eyrnamerkjum skólakerfinu og sérkennslu í grunnskólum landsins. En skoðum aðeins stöðuna á Íslandi. 16,2% nemenda í grunnskólum á Íslandi eru með greiningar og þurfa því í mörgum tilfellum á sérkennslu að halda. Hlutfall nemenda sem eru í sérkennsluúrræðum er rúmlega 31% og hefur þessi tala hækkað á undanförnum árum. Ef skoðaðar eru kostnaðartölur þá má áætla að kostnaður sveitarfélaganna vegna sérkennslu sé um 12 milljarðar á ári sem er ansi há tala. Bilið milli nemenda með greiningar og allra nemenda sem þurfa sérkennslu er um 15 prósentustig og ætti því að vera tækifæri til að lækka kostnað upp á vel á annan milljarð króna. Ef við berum okkur saman við Noreg þá eru 8% nemenda þar með greiningar og um 8% nemenda eru í sérkennslu. En hvað er til ráða? Í nýútkominni skýrslu UNESCO (2023) kemur margt fram sem áhugavert er fyrir okkur Íslendinga að tileinka okkur. Mikilvægi beinnar kennslu með áherslu á markvissa þjálfun og eftirfylgni er að mati UNESCO vænleg leið til árangurs í skólastarfi. Stöðumat og mælingar eru mikilvægar til að nemandinn, foreldrar og kennarar séu meðvitaðir um stöðu nemenda hverju sinni sem gefur tækifæri til að veita nemendum það að fá áskoranir sem hæfa færni þeirra. Þetta eru meginatriði í aðferðafræði Kveikjum neistans sem er þróunarverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja sem stýrt er af Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Í skýrslu UNESCO kemur einnig fram mikilvægi þess að við missum ekki sjónar af mikilvægi þess að kennari sé miðpunktur kennslustofunnar með því að vera í mannlegum samskiptum við nemendur í kennslu sinni. Þetta leiðir hugann að spjaldtölvuvæðingunni sem á sér stað í íslenskum grunnskólum um þessar mundir. Spjaldtölvuvæðingin er mikilvæg en við þurfum að passa upp á að hún yfirtaki ekki kennsluaðferðir á kostnað mannlegs hlutverks kennarans. Kennarinn þarf alltaf að vera sá aðili sem leggur inn kennsluna en tölvur og tæki eru mjög góð áhöld til að efla útkomu nemandans. Með markvissri þjálfun, eftirfylgni og skýru stöðumati á nemendum teljum við að betri árangur náist sem leiðir til þess að kostnaður við sérkennslu ætti að minnka. Í Kveikjum neistann er hver og einn nemandi mældur og þjálfaður í grunnfærni lestrar og stærðfræði til að árangur náist og að fleiri nemendur nái grunnfærni í skóla sem leiðir af sér færri nemendum sem þurfa á sérkennslu að halda. Nálgun Kveikjum neistans gerir ráð fyrir að skólar og sveitarfélög geti lækkað kostnað sinn við sérkennslu um allt að 10% til 30%. Ef tekst að lækka kostnað um 10% þýðir það 1,2 milljarð á ári en 30% lækkun myndi þýða 3,6 milljarða. Fyrstu niðustöður rannsóknarhóps Kveikjum neistans gefa góða vísbendingu um að með markvissri þjálfun, eftirfylgni og stöðumati sem byggist á traustum vísindum má efla grunnfærni nemenda og þar með minnka þörf á sérkennslu þegar fram líður á skólagöngu nemendanna. Við lok 2. bekkjar voru 83% nemenda Kveikjum neistans læs (gátu lesið og skilið texta) samkvæmt LÆS prófinu sem er góður árangur. Tæplega 500 nemendur úr öðrum skólum tóku einnig LÆS prófið og var niðurstaða þeirra að 52% nemenda voru læs. Þetta er afgerandi niðurstaða. Það er til mikils að vinna fyrir samfélagið, bæði fjárhagslega og félagslega, að notast við aðferðir sem bera góðan mælanlegan árangur í skólastarfi og byggja á traustum vísindum. Færni nemenda í grunnþáttum skólastarfs þarf að fá meira vægi í skólakerfinu til að þeir geysimiklu fjármunir sem settir eru í grunnskólakerfið nýtist betur. Á sama tíma er möguleiki á að bæta árangur nemenda. Það kallar maður tvöfalda sigurleið! Hermundur Sigmundsson, prófessor, Norska tækni – og vísindaháskólanum og Háskóla Íslands Einar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri, Grunnskóli Vestmannaeyja
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun