„Verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2023 12:01 Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings. Vísir/Hulda Margrét Nikolaj Hansen, framherji Víkings, verður í eldlínunni er liðið freistar þess að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil í röð í dag. Víkingur og KA eigast við á Laugardalsvelli í úrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 16:00. „Tilfinningin er virkilega góð. Það er virkilega gaman að spila þessa leiki og þetta er líklega auðveldasti leikurinn til að gíra sig upp fyrir. Við erum með góðan hóp og þurfum líklega að nota hann allan,“ sagði Nikolaj. Þá segir hann tilfinninguna ekkert breytast þrátt fyrir að þetta sé fjórði bikarúrslitaleikur Víkings í röð. „Já, tilfinningin er alltaf eins. Þetta er einn stærsti leikur ársins og mikið af áhorfendum sem mæta. Maður er alltaf spenntur og þá sérstaklega daginn fyrir leik og þar til þú stígur inn á völlinn. En um leið og leikurinn byrjar þá er allt í góðu og þú gleymir spennuni.“ Hann segir spennustigið í hópnum einnig vera mjög gott. „Það er mjög gott. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera að gera í allt sumar. Við höfum spilað virkilega vel þrátt fyrir að síðustu tveir leikir hafi kannski ekki verið fullkomnir. Við þurfum bara að koma okkur til baka úr því og finna leið til að vinna þennan leik.“ Og eins og gefur að skilja býst Nikolaj við erfiðum leik gegn KA við erfiðar aðstæður. „Ég býst bara við erfiðum leik. Það er alltaf erfitt að spila við KA. Þeir eru sterkir í einvígum og veðrið verður ekki gott þannig við verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða.“ „Við þurfum bara að gera það sem við erum búnir að vera að gera allt tímabilið. Við þurfum að vinna saman sem lið og halda hreinu. Ef við gerum það þá munum við vinna því við sköpum okkur alltaf nóg af færum.“ Að lokum nýtti Nikolaj einnig tækifærið og þakkaði stuðningsmönnum Víkings fyrirfram fyrir stuðninginn. „Stuðningsmenn Víkings hafa alltaf verið frábærir og það er gaman að hlusta á þá á meðan við spilum. Við þurfum á þessum stuðningi að halda og það verður virkilega gott að hafa þá með okkur,“ sagði Nikolaj að lokum. Klippa: Nikolaj fyrir bikarúrslit Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
„Tilfinningin er virkilega góð. Það er virkilega gaman að spila þessa leiki og þetta er líklega auðveldasti leikurinn til að gíra sig upp fyrir. Við erum með góðan hóp og þurfum líklega að nota hann allan,“ sagði Nikolaj. Þá segir hann tilfinninguna ekkert breytast þrátt fyrir að þetta sé fjórði bikarúrslitaleikur Víkings í röð. „Já, tilfinningin er alltaf eins. Þetta er einn stærsti leikur ársins og mikið af áhorfendum sem mæta. Maður er alltaf spenntur og þá sérstaklega daginn fyrir leik og þar til þú stígur inn á völlinn. En um leið og leikurinn byrjar þá er allt í góðu og þú gleymir spennuni.“ Hann segir spennustigið í hópnum einnig vera mjög gott. „Það er mjög gott. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera að gera í allt sumar. Við höfum spilað virkilega vel þrátt fyrir að síðustu tveir leikir hafi kannski ekki verið fullkomnir. Við þurfum bara að koma okkur til baka úr því og finna leið til að vinna þennan leik.“ Og eins og gefur að skilja býst Nikolaj við erfiðum leik gegn KA við erfiðar aðstæður. „Ég býst bara við erfiðum leik. Það er alltaf erfitt að spila við KA. Þeir eru sterkir í einvígum og veðrið verður ekki gott þannig við verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða.“ „Við þurfum bara að gera það sem við erum búnir að vera að gera allt tímabilið. Við þurfum að vinna saman sem lið og halda hreinu. Ef við gerum það þá munum við vinna því við sköpum okkur alltaf nóg af færum.“ Að lokum nýtti Nikolaj einnig tækifærið og þakkaði stuðningsmönnum Víkings fyrirfram fyrir stuðninginn. „Stuðningsmenn Víkings hafa alltaf verið frábærir og það er gaman að hlusta á þá á meðan við spilum. Við þurfum á þessum stuðningi að halda og það verður virkilega gott að hafa þá með okkur,“ sagði Nikolaj að lokum. Klippa: Nikolaj fyrir bikarúrslit
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira