„Eitthvað sem við viljum keppa að á hverju ári“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2023 11:30 Ásgeir Sigurgeirsson og félagar hans í KA fá tækifæri til að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í dag. Vísir/Hulda Margrét Ásgeir Sigurgeirsson og félagar hans í KA mæta til leiks á Laugardalsvöll í dag er liðið mætir Víkingum í úrslitum Mjólkurbikars karla. „Eins og þú segir er langt síðan KA var síðast í úrslitum, en spennustigið er mjög gott. Bæði innan liðsins og í klúbbnum öllum,“ sagði Ásgeir í samtali við Aron Guðmundsson í gær. „Þetta er eitthvað sem við viljum vera að keppa að á hverju ári, að koma með titil norður, og við fáum tækifæri til þess núna um helgina.“ Hann segir að KA þurfi að halda sig við sitt skipulag til að geta tryggt sér bikarinn og að veður gæti sett strik í reikninginn. „Ég held bara að við þurfum að spila okkar leik og halda í okkar plan sem við erum búnir að setja upp fyrir leikinn. Við þurfum að mæta þeim líkamlega og ég gæti trúað því að þetta verði líkamlega erfiður leikur. Það verður slæmt veður og völlurinn þungur þannig að við þurfum að spila bara okkar leik,“ bætti Ásgeir við. Kærkomin pása eftir erfitt prógram Eftir tímabil þar sem KA-menn spiluðu þétt vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppni hefur liðið nú fengið góða pásu til að endurhlaða batteríin fyrir leikinn stóra í dag. „Það var gott prógram á okkur í júlí og ágúst þar sem við vorum að spila marga leiki og bara geggjaða leiki. Við vorum að spila Evrópuleiki þar sem við viljum vera og keppa í deildinni. En þetta var kærkomin pása og við komum bara ferskir inn í þennan leik á laugardaginn.“ KA er á leið í sinn fjórða bikarúrslitaleik í sögunni, en liðið á enn eftir að fagna bikarmeistaratitlinum. Á sama tíma er Víkingur á leið í sinni fjórða bikarúrslitaleik í röð og getur að sama skapi orðið bikarmeistari í fjórða sinni í röð. Ásgeir segir það þó spennandi að geta bundið enda á sigurgöngu Víkinga. „Þetta er verðugt verkefni, en við höfum trú á að við getum unnið þá. Það er langt síðan seinast að það kom titill norður og langt síðan við unnum úrslitaleik þannig það er kominn tími á það núna. Klippa: Ásgeir Sigurgeirs fyrir bikarúrslit Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
„Eins og þú segir er langt síðan KA var síðast í úrslitum, en spennustigið er mjög gott. Bæði innan liðsins og í klúbbnum öllum,“ sagði Ásgeir í samtali við Aron Guðmundsson í gær. „Þetta er eitthvað sem við viljum vera að keppa að á hverju ári, að koma með titil norður, og við fáum tækifæri til þess núna um helgina.“ Hann segir að KA þurfi að halda sig við sitt skipulag til að geta tryggt sér bikarinn og að veður gæti sett strik í reikninginn. „Ég held bara að við þurfum að spila okkar leik og halda í okkar plan sem við erum búnir að setja upp fyrir leikinn. Við þurfum að mæta þeim líkamlega og ég gæti trúað því að þetta verði líkamlega erfiður leikur. Það verður slæmt veður og völlurinn þungur þannig að við þurfum að spila bara okkar leik,“ bætti Ásgeir við. Kærkomin pása eftir erfitt prógram Eftir tímabil þar sem KA-menn spiluðu þétt vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppni hefur liðið nú fengið góða pásu til að endurhlaða batteríin fyrir leikinn stóra í dag. „Það var gott prógram á okkur í júlí og ágúst þar sem við vorum að spila marga leiki og bara geggjaða leiki. Við vorum að spila Evrópuleiki þar sem við viljum vera og keppa í deildinni. En þetta var kærkomin pása og við komum bara ferskir inn í þennan leik á laugardaginn.“ KA er á leið í sinn fjórða bikarúrslitaleik í sögunni, en liðið á enn eftir að fagna bikarmeistaratitlinum. Á sama tíma er Víkingur á leið í sinni fjórða bikarúrslitaleik í röð og getur að sama skapi orðið bikarmeistari í fjórða sinni í röð. Ásgeir segir það þó spennandi að geta bundið enda á sigurgöngu Víkinga. „Þetta er verðugt verkefni, en við höfum trú á að við getum unnið þá. Það er langt síðan seinast að það kom titill norður og langt síðan við unnum úrslitaleik þannig það er kominn tími á það núna. Klippa: Ásgeir Sigurgeirs fyrir bikarúrslit
Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira