Jón Gunnar Ottósson er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2023 09:30 Jón Gunnar Ottósson, var forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands um árabil. Vísir Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands er látinn. Hann var 72 ára að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Jón hóf störf sem forstjóri stofnunarinnar árið 1994. Hann hafði starfað í faginu hjá ríkinu allt frá því að hann varði doktorsritgerð sína um samskipti skordýra og burkna frá Háskólanum í Exeter á Englandi árið 1981. Jón Gunnar fæddist á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1970. Hann lauk svo B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Jón Gunnar kom víða við á ævi sinni, hann starfaði meðal annars sem stundakennari við gagnfræðaskólann á Varmá í Mosfellsveit, var starfsmaður Líffræðistofnunar HÍ, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann var auk þess sérfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og forstöðumaður stofnunarinnar frá 1982-1990. Þá var hann sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu árið 1990 og átti sæti í náttúruverndarráði árin 1983 til 1987 auk þess sem hann sat í ýmsum ráðum og nefndum tengdum náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu. Jón Gunnar lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2020. Hann sat eftir það í stjórn Vina íslenskrar náttúru. Jón lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, þau Auði, Rannveigu og Ara Klæng, auk tveggja stjúpbarna þau Áslaugu Hönnu og Frímann Birgi. Dóttir Jóns, Auður Jónsdóttir rithöfundur, minnist föður síns með hlýju á samfélagsmiðlinum Facebook og deilir viðtali Kjarnans við Jón Gunnar frá því fyrir tveimur árum í tilefni af því þegar hann lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar. „Ég á eftir að skrifa um þann einlæga og gáfaða hugsjónamann sem hann var. En þetta viðtal hér, sem var tekið fyrir fáeinum árum, er minnisvarði um merkilegt lífsstarf og magnaðan mann.“ Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Jón hóf störf sem forstjóri stofnunarinnar árið 1994. Hann hafði starfað í faginu hjá ríkinu allt frá því að hann varði doktorsritgerð sína um samskipti skordýra og burkna frá Háskólanum í Exeter á Englandi árið 1981. Jón Gunnar fæddist á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1970. Hann lauk svo B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Jón Gunnar kom víða við á ævi sinni, hann starfaði meðal annars sem stundakennari við gagnfræðaskólann á Varmá í Mosfellsveit, var starfsmaður Líffræðistofnunar HÍ, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann var auk þess sérfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og forstöðumaður stofnunarinnar frá 1982-1990. Þá var hann sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu árið 1990 og átti sæti í náttúruverndarráði árin 1983 til 1987 auk þess sem hann sat í ýmsum ráðum og nefndum tengdum náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu. Jón Gunnar lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2020. Hann sat eftir það í stjórn Vina íslenskrar náttúru. Jón lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, þau Auði, Rannveigu og Ara Klæng, auk tveggja stjúpbarna þau Áslaugu Hönnu og Frímann Birgi. Dóttir Jóns, Auður Jónsdóttir rithöfundur, minnist föður síns með hlýju á samfélagsmiðlinum Facebook og deilir viðtali Kjarnans við Jón Gunnar frá því fyrir tveimur árum í tilefni af því þegar hann lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar. „Ég á eftir að skrifa um þann einlæga og gáfaða hugsjónamann sem hann var. En þetta viðtal hér, sem var tekið fyrir fáeinum árum, er minnisvarði um merkilegt lífsstarf og magnaðan mann.“
Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira