Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2023 20:13 „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl í bréfi til starfsmanna MA. Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. Karl Frímannsson skólameistari MA sendi í dag bréf til allra starfsmanna skólans þar sem hann greindi frá afstöðu sinni. Norðlenski vefmiðillinn Akureyri.net greindi fyrst frá og birti bréfið í heild sinni. Í bréfinu segist Karl frá upphafi málsins hafa ítrekað talað gegn því að farið yrði í þá vinnu að auka samstarf skólanna ef markmiðið yrði að spara og skera niður. „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl til starfsmanna. Þá segist hann ekki getað haldið málinu áfram á meðan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segi málið til þess fallið að spara. „Eins og staðan er núna, þegar ráðherra á undanförnum dögum ítrekar í fjölmiðlum að markmið með vinnunni sé að spara og hagræða, sé ég mér ekki fært sem skólameistari MA að halda málinu áfram og leggst alfarið gegn því að hefja nokkra vinnu um aukið samstarf á þessum forsendum. Hef ég upplýst ráðherra um afstöðu mína,“ skrifar Karl jafnframt. Loks segir hann erfitt að að sjá málið þróast á þann veg sem raun ber vitni. Hann ítrekar að innan Menntaskólans á Akureyri starfi öflugur og framsækinn hópur sem vinni að farsælum breytingum í þágu nemenda og skólans. Fjölgar í hópi mótfallinna Miklar umræður hafa skapast vegna áforma um mögulega sameiningu MA og VMA. Nemendur MA blésu fyrr í mánuðinum til mótmæla á Ráðhústorgi vegna málsins. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti nemendafélags MA sagði nemendur sjokkeraða yfir áformunum. Þá sendi Kennarafélag MA frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kom að félagið væri alfarið á móti sameiningu skólanna og skori á ráðherra að falla frá áformunum. Þá sagði félagið skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Loks hefur Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar skorað á Ásmund, flokksbróður sinn, að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu. Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Karl Frímannsson skólameistari MA sendi í dag bréf til allra starfsmanna skólans þar sem hann greindi frá afstöðu sinni. Norðlenski vefmiðillinn Akureyri.net greindi fyrst frá og birti bréfið í heild sinni. Í bréfinu segist Karl frá upphafi málsins hafa ítrekað talað gegn því að farið yrði í þá vinnu að auka samstarf skólanna ef markmiðið yrði að spara og skera niður. „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl til starfsmanna. Þá segist hann ekki getað haldið málinu áfram á meðan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segi málið til þess fallið að spara. „Eins og staðan er núna, þegar ráðherra á undanförnum dögum ítrekar í fjölmiðlum að markmið með vinnunni sé að spara og hagræða, sé ég mér ekki fært sem skólameistari MA að halda málinu áfram og leggst alfarið gegn því að hefja nokkra vinnu um aukið samstarf á þessum forsendum. Hef ég upplýst ráðherra um afstöðu mína,“ skrifar Karl jafnframt. Loks segir hann erfitt að að sjá málið þróast á þann veg sem raun ber vitni. Hann ítrekar að innan Menntaskólans á Akureyri starfi öflugur og framsækinn hópur sem vinni að farsælum breytingum í þágu nemenda og skólans. Fjölgar í hópi mótfallinna Miklar umræður hafa skapast vegna áforma um mögulega sameiningu MA og VMA. Nemendur MA blésu fyrr í mánuðinum til mótmæla á Ráðhústorgi vegna málsins. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti nemendafélags MA sagði nemendur sjokkeraða yfir áformunum. Þá sendi Kennarafélag MA frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kom að félagið væri alfarið á móti sameiningu skólanna og skori á ráðherra að falla frá áformunum. Þá sagði félagið skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Loks hefur Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar skorað á Ásmund, flokksbróður sinn, að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu.
Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira