Fékk sér fyrsta húðflúrið á tíræðisaldri: „Þetta er krydd í lífið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 20:01 Guðrún er alsæl með nýja húðflúrið og segir alls ekki útilokað að þau verði fleiri í framtíðinni. Pétur Örn Guðmundsson 95 ára gömul kona sem fékk sér sitt fyrsta húðflúr á dögunum hvetur fólk til að njóta lífsins, hlusta á tónlist og já, fá sér tattú! Hún útilokar ekki að húðflúrin verði fleiri í framtíðinni. Það þykir nú almennt ekki fréttnæmt að fólk fái sér húðflúr nú til dags. Nema kannski ef um er að ræða 95 ára gamla konu eins og hana Guðrúnu S. Clausen, sem fékk sér einmitt sitt fyrsta húðflúr á dögunum. Myndin sem nú prýðir handlegg hinnar brátt 96 ára gömlu Guðrúnar er fagurfjólublá stjúpa. Hugmyndin kviknaði þegar dóttir Guðrúnar, Olga, fékk skyndilegan áhuga á húðflúrum sem smitaðist yfir á móður hennar. „Mér datt í hug að það gæti verið gaman að fá svona eitt blóm á handlegginn, og þannig hófst þetta. Þetta er byrjunin og svo sjáum við til hvert framhaldið verður, segir Guðrún sem segir vel koma til greina að fá sér fleiri húðflúr. Með góða húð þar sem hún borðar mikinn fisk Húðflúrstofan Black Kross Tatto í Hamraborg varð fyrir valinu og segist Guðrún hafa fengið frábæra þjónustu. Hún var sérstaklega ánægð með listamanninn sem byrjaði á því að hrósa húðinni hennar í hástert. „Hann sagðist ekki hafa séð svona húð á svona fullorðinni konu. Það náttúrulega gladdi mig mjög, ég er afskaplega ánægð, en sé eftir að hafa ekki sagt honum að þetta sé afþví að ég borða svo mikinn fisk. Ég geri það bara næst.“ En var þetta ekki svakalega vont? „Neineinei, ég fann ekkert fyrir þessu. Þetta var bara eins og að sitja hér og tala við ykkur. Bara smá pikk en enginn sársauki.“ Guðrún ásamt Olgu dóttur sinni. Olga, sem er komin yfir sjötugt, byrjaði sjálf fyrir skömmu að skreyta handlegg sinn með húðflúrum og kveikti áhuga móður sinnar á að gera slíkt hið sama.Vísir/Arnar Halldórsson Guðrún er ekkert hrædd um að sjá eftir húðflúrinu og hvetur fólk á sínum aldri til að fá sér eitt slíkt, já eða fleiri. „Alveg endilega. Þetta er krydd í lífið, það er bara svoleiðis.“ Endilega bara reyna hlusta sem mest á músík og fá sér tattú. Það er svo sameiginlega skemmtilegt. Guðrún er afar lukkuleg með fjólubláu stjúpuna sína á handleggnum, enda um einstaklega vel heppnað húðflúr að ræða. Þar spilar líklega góð húð Guðrúnar stóran þátt.Vísir/Arnar Halldórsson Eldri borgarar Húðflúr Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Það þykir nú almennt ekki fréttnæmt að fólk fái sér húðflúr nú til dags. Nema kannski ef um er að ræða 95 ára gamla konu eins og hana Guðrúnu S. Clausen, sem fékk sér einmitt sitt fyrsta húðflúr á dögunum. Myndin sem nú prýðir handlegg hinnar brátt 96 ára gömlu Guðrúnar er fagurfjólublá stjúpa. Hugmyndin kviknaði þegar dóttir Guðrúnar, Olga, fékk skyndilegan áhuga á húðflúrum sem smitaðist yfir á móður hennar. „Mér datt í hug að það gæti verið gaman að fá svona eitt blóm á handlegginn, og þannig hófst þetta. Þetta er byrjunin og svo sjáum við til hvert framhaldið verður, segir Guðrún sem segir vel koma til greina að fá sér fleiri húðflúr. Með góða húð þar sem hún borðar mikinn fisk Húðflúrstofan Black Kross Tatto í Hamraborg varð fyrir valinu og segist Guðrún hafa fengið frábæra þjónustu. Hún var sérstaklega ánægð með listamanninn sem byrjaði á því að hrósa húðinni hennar í hástert. „Hann sagðist ekki hafa séð svona húð á svona fullorðinni konu. Það náttúrulega gladdi mig mjög, ég er afskaplega ánægð, en sé eftir að hafa ekki sagt honum að þetta sé afþví að ég borða svo mikinn fisk. Ég geri það bara næst.“ En var þetta ekki svakalega vont? „Neineinei, ég fann ekkert fyrir þessu. Þetta var bara eins og að sitja hér og tala við ykkur. Bara smá pikk en enginn sársauki.“ Guðrún ásamt Olgu dóttur sinni. Olga, sem er komin yfir sjötugt, byrjaði sjálf fyrir skömmu að skreyta handlegg sinn með húðflúrum og kveikti áhuga móður sinnar á að gera slíkt hið sama.Vísir/Arnar Halldórsson Guðrún er ekkert hrædd um að sjá eftir húðflúrinu og hvetur fólk á sínum aldri til að fá sér eitt slíkt, já eða fleiri. „Alveg endilega. Þetta er krydd í lífið, það er bara svoleiðis.“ Endilega bara reyna hlusta sem mest á músík og fá sér tattú. Það er svo sameiginlega skemmtilegt. Guðrún er afar lukkuleg með fjólubláu stjúpuna sína á handleggnum, enda um einstaklega vel heppnað húðflúr að ræða. Þar spilar líklega góð húð Guðrúnar stóran þátt.Vísir/Arnar Halldórsson
Eldri borgarar Húðflúr Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira