Fékk sér fyrsta húðflúrið á tíræðisaldri: „Þetta er krydd í lífið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 20:01 Guðrún er alsæl með nýja húðflúrið og segir alls ekki útilokað að þau verði fleiri í framtíðinni. Pétur Örn Guðmundsson 95 ára gömul kona sem fékk sér sitt fyrsta húðflúr á dögunum hvetur fólk til að njóta lífsins, hlusta á tónlist og já, fá sér tattú! Hún útilokar ekki að húðflúrin verði fleiri í framtíðinni. Það þykir nú almennt ekki fréttnæmt að fólk fái sér húðflúr nú til dags. Nema kannski ef um er að ræða 95 ára gamla konu eins og hana Guðrúnu S. Clausen, sem fékk sér einmitt sitt fyrsta húðflúr á dögunum. Myndin sem nú prýðir handlegg hinnar brátt 96 ára gömlu Guðrúnar er fagurfjólublá stjúpa. Hugmyndin kviknaði þegar dóttir Guðrúnar, Olga, fékk skyndilegan áhuga á húðflúrum sem smitaðist yfir á móður hennar. „Mér datt í hug að það gæti verið gaman að fá svona eitt blóm á handlegginn, og þannig hófst þetta. Þetta er byrjunin og svo sjáum við til hvert framhaldið verður, segir Guðrún sem segir vel koma til greina að fá sér fleiri húðflúr. Með góða húð þar sem hún borðar mikinn fisk Húðflúrstofan Black Kross Tatto í Hamraborg varð fyrir valinu og segist Guðrún hafa fengið frábæra þjónustu. Hún var sérstaklega ánægð með listamanninn sem byrjaði á því að hrósa húðinni hennar í hástert. „Hann sagðist ekki hafa séð svona húð á svona fullorðinni konu. Það náttúrulega gladdi mig mjög, ég er afskaplega ánægð, en sé eftir að hafa ekki sagt honum að þetta sé afþví að ég borða svo mikinn fisk. Ég geri það bara næst.“ En var þetta ekki svakalega vont? „Neineinei, ég fann ekkert fyrir þessu. Þetta var bara eins og að sitja hér og tala við ykkur. Bara smá pikk en enginn sársauki.“ Guðrún ásamt Olgu dóttur sinni. Olga, sem er komin yfir sjötugt, byrjaði sjálf fyrir skömmu að skreyta handlegg sinn með húðflúrum og kveikti áhuga móður sinnar á að gera slíkt hið sama.Vísir/Arnar Halldórsson Guðrún er ekkert hrædd um að sjá eftir húðflúrinu og hvetur fólk á sínum aldri til að fá sér eitt slíkt, já eða fleiri. „Alveg endilega. Þetta er krydd í lífið, það er bara svoleiðis.“ Endilega bara reyna hlusta sem mest á músík og fá sér tattú. Það er svo sameiginlega skemmtilegt. Guðrún er afar lukkuleg með fjólubláu stjúpuna sína á handleggnum, enda um einstaklega vel heppnað húðflúr að ræða. Þar spilar líklega góð húð Guðrúnar stóran þátt.Vísir/Arnar Halldórsson Eldri borgarar Húðflúr Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Það þykir nú almennt ekki fréttnæmt að fólk fái sér húðflúr nú til dags. Nema kannski ef um er að ræða 95 ára gamla konu eins og hana Guðrúnu S. Clausen, sem fékk sér einmitt sitt fyrsta húðflúr á dögunum. Myndin sem nú prýðir handlegg hinnar brátt 96 ára gömlu Guðrúnar er fagurfjólublá stjúpa. Hugmyndin kviknaði þegar dóttir Guðrúnar, Olga, fékk skyndilegan áhuga á húðflúrum sem smitaðist yfir á móður hennar. „Mér datt í hug að það gæti verið gaman að fá svona eitt blóm á handlegginn, og þannig hófst þetta. Þetta er byrjunin og svo sjáum við til hvert framhaldið verður, segir Guðrún sem segir vel koma til greina að fá sér fleiri húðflúr. Með góða húð þar sem hún borðar mikinn fisk Húðflúrstofan Black Kross Tatto í Hamraborg varð fyrir valinu og segist Guðrún hafa fengið frábæra þjónustu. Hún var sérstaklega ánægð með listamanninn sem byrjaði á því að hrósa húðinni hennar í hástert. „Hann sagðist ekki hafa séð svona húð á svona fullorðinni konu. Það náttúrulega gladdi mig mjög, ég er afskaplega ánægð, en sé eftir að hafa ekki sagt honum að þetta sé afþví að ég borða svo mikinn fisk. Ég geri það bara næst.“ En var þetta ekki svakalega vont? „Neineinei, ég fann ekkert fyrir þessu. Þetta var bara eins og að sitja hér og tala við ykkur. Bara smá pikk en enginn sársauki.“ Guðrún ásamt Olgu dóttur sinni. Olga, sem er komin yfir sjötugt, byrjaði sjálf fyrir skömmu að skreyta handlegg sinn með húðflúrum og kveikti áhuga móður sinnar á að gera slíkt hið sama.Vísir/Arnar Halldórsson Guðrún er ekkert hrædd um að sjá eftir húðflúrinu og hvetur fólk á sínum aldri til að fá sér eitt slíkt, já eða fleiri. „Alveg endilega. Þetta er krydd í lífið, það er bara svoleiðis.“ Endilega bara reyna hlusta sem mest á músík og fá sér tattú. Það er svo sameiginlega skemmtilegt. Guðrún er afar lukkuleg með fjólubláu stjúpuna sína á handleggnum, enda um einstaklega vel heppnað húðflúr að ræða. Þar spilar líklega góð húð Guðrúnar stóran þátt.Vísir/Arnar Halldórsson
Eldri borgarar Húðflúr Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira