Liður í að jafna tækifæri allra barna Heiðrún Jónsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir skrifa 14. september 2023 11:00 Öll viljum við að börn hafi sem jöfnust tækifæri til að takast á við áskoranir lífsins. Ein af þeim áskorunum sem reynir á fyrr eða síðar er skilningur á undirstöðuatriðum í fjármálum einstaklinga. Traustur grunnur á þessu sviði snemma á lífsleiðinni getur reynst vel í gegnum lífið. Algengt er að ungt fólk á Íslandi fái vísi að fjárhagslegu sjálfstæði með þátttöku á vinnumarkaði og kynnist þar atriðum á borð við að lesa úr launaseðlum, greiðslur í lífeyrissjóði, greiðslukortum, sparnaði og möguleikum til lántöku. Stafræn þróunin er hröð og aðgengi ungs fólks að fjármálaþjónustu og fjárhagslegum skuldbindingum er orðið mun einfaldara með styttri boðleiðum. Því hefur líklega aldrei verið mikilvægara en nú að ungt fólk fái skipulagða fjármálafræðslu sem er grunnur þess að þau verði viðbúin fjármálaáskorunum framtíðarinnar. Þannig hníga sterk rök að því að kennsla í fjármálalæsi eigi að ná til allra nemenda á efstu stigum grunnskólans. Samstaða um að efla fjármálalæsi Eins og sakir standa getur verið æði misjafnt hve mikla fjármálafræðslu börn og ungmenni fá eftir til að mynda hve mikla áherslu skólar leggja á málaflokkinn og hve mikið slík mál eru rædd inn á heimilum. Þó hefur verið almenn samstaða meðal kennara, nemenda og foreldra um að efla fjármálafræðslu ungs fólks. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja árið 2021, meðal fólks á aldrinum 18 til 30 ára, sögðu um 90% aðspurðra að þau hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Í nýlegri skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna er meðal annars lagt til að fræðsla á sviði fjármálalæsis verði efld. Áður hafa starfshópar á vegum viðskiptaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins auk Umboðsmanns skuldara lagt til að fjármálalæsi verði kennt fyrr og með markvissari hætti í skólakerfinu. Fær lítið vægi í aðalnámskrá Fyrir átta árum komum við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) á fót fræðsluvettvangingum Fjármálaviti sem nú er samstarfsverkefni með Landssamtökum lífeyrissjóða. Megintilgangur Fjármálavits er að styðja við kennara í kennslu um fjármál. Stuðningurinn felst nú einna helst í leggja til námsbækur og námsefni sem unnið er af óháðum aðilum auk þess að standa árlega að Fjármáleikunum, landskeppni í fjármálalæsi. Undirtektir kennara og nemenda hafa verið mjög góðar og mikil eftirspurn eftir þjónustunni gegnum árin. Af samskiptum okkar við kennara í fjármálalæsi heyrum við einna helst kallað eftir því að skýrari viðmið vanti til að auðvelda kennurum tilhögun og skipulag kennslu á þessu sviði, sér í lagi þegar snýr að hæfniviðmiðum í aðalnámskrá. Fjármálalæsi er sem stendur ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunnskóla en kemur við sögu sem eitt af 45 hæfniviðum í stærðfræði, eitt af 54 hæfniviðmiðum í samfélagsfræði og eitt af ellefu hæfniviðmiðum í heimilisfræði. Samkvæmt viðmiðunarstundarskrá fær fjármálalæsi 7,5 klukkustundir á vetri í stærðfræði og 2,5 klukkustundir í samfélagsfræði, eða sem samsvarar ríflega einum vinnudegi. Endanlegt fyrirkomulag kennslunnar er undir hverjum og einum grunnskóla komið. Algengast er að fjármálalæsi sé tvinnað saman við kennslu í stærðfræði. Að auki eru dæmi um fjármálafræðslu sem valfag í 9. og 10. bekk, en fjármálalæsi sem skyldufag er sjaldgæft. Hvað af þessu telst heillavænlegast þegar upp er staðið er ekki aðalatriðið, heldur það að fjármálalæsi fái gott pláss og sé kennt með skipulögðum og markvissum hætti innan veggja grunnskólanna. Hagsmunamál fyrir allt samfélagið Það er von okkar að yfirvöld á sviði menntamála verði við þessu ákalli kennara, nemenda, foreldra og opinberra starfshópa um að öll ungmenni fái jöfn tækifæri til að tileinka sér undirstöðuatriði í fjármálum snemma á lífsleiðinni. Það er í senn jafnréttismál og hagsmunamál fyrir samfélagið allt. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Öll viljum við að börn hafi sem jöfnust tækifæri til að takast á við áskoranir lífsins. Ein af þeim áskorunum sem reynir á fyrr eða síðar er skilningur á undirstöðuatriðum í fjármálum einstaklinga. Traustur grunnur á þessu sviði snemma á lífsleiðinni getur reynst vel í gegnum lífið. Algengt er að ungt fólk á Íslandi fái vísi að fjárhagslegu sjálfstæði með þátttöku á vinnumarkaði og kynnist þar atriðum á borð við að lesa úr launaseðlum, greiðslur í lífeyrissjóði, greiðslukortum, sparnaði og möguleikum til lántöku. Stafræn þróunin er hröð og aðgengi ungs fólks að fjármálaþjónustu og fjárhagslegum skuldbindingum er orðið mun einfaldara með styttri boðleiðum. Því hefur líklega aldrei verið mikilvægara en nú að ungt fólk fái skipulagða fjármálafræðslu sem er grunnur þess að þau verði viðbúin fjármálaáskorunum framtíðarinnar. Þannig hníga sterk rök að því að kennsla í fjármálalæsi eigi að ná til allra nemenda á efstu stigum grunnskólans. Samstaða um að efla fjármálalæsi Eins og sakir standa getur verið æði misjafnt hve mikla fjármálafræðslu börn og ungmenni fá eftir til að mynda hve mikla áherslu skólar leggja á málaflokkinn og hve mikið slík mál eru rædd inn á heimilum. Þó hefur verið almenn samstaða meðal kennara, nemenda og foreldra um að efla fjármálafræðslu ungs fólks. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja árið 2021, meðal fólks á aldrinum 18 til 30 ára, sögðu um 90% aðspurðra að þau hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Í nýlegri skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna er meðal annars lagt til að fræðsla á sviði fjármálalæsis verði efld. Áður hafa starfshópar á vegum viðskiptaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins auk Umboðsmanns skuldara lagt til að fjármálalæsi verði kennt fyrr og með markvissari hætti í skólakerfinu. Fær lítið vægi í aðalnámskrá Fyrir átta árum komum við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) á fót fræðsluvettvangingum Fjármálaviti sem nú er samstarfsverkefni með Landssamtökum lífeyrissjóða. Megintilgangur Fjármálavits er að styðja við kennara í kennslu um fjármál. Stuðningurinn felst nú einna helst í leggja til námsbækur og námsefni sem unnið er af óháðum aðilum auk þess að standa árlega að Fjármáleikunum, landskeppni í fjármálalæsi. Undirtektir kennara og nemenda hafa verið mjög góðar og mikil eftirspurn eftir þjónustunni gegnum árin. Af samskiptum okkar við kennara í fjármálalæsi heyrum við einna helst kallað eftir því að skýrari viðmið vanti til að auðvelda kennurum tilhögun og skipulag kennslu á þessu sviði, sér í lagi þegar snýr að hæfniviðmiðum í aðalnámskrá. Fjármálalæsi er sem stendur ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunnskóla en kemur við sögu sem eitt af 45 hæfniviðum í stærðfræði, eitt af 54 hæfniviðmiðum í samfélagsfræði og eitt af ellefu hæfniviðmiðum í heimilisfræði. Samkvæmt viðmiðunarstundarskrá fær fjármálalæsi 7,5 klukkustundir á vetri í stærðfræði og 2,5 klukkustundir í samfélagsfræði, eða sem samsvarar ríflega einum vinnudegi. Endanlegt fyrirkomulag kennslunnar er undir hverjum og einum grunnskóla komið. Algengast er að fjármálalæsi sé tvinnað saman við kennslu í stærðfræði. Að auki eru dæmi um fjármálafræðslu sem valfag í 9. og 10. bekk, en fjármálalæsi sem skyldufag er sjaldgæft. Hvað af þessu telst heillavænlegast þegar upp er staðið er ekki aðalatriðið, heldur það að fjármálalæsi fái gott pláss og sé kennt með skipulögðum og markvissum hætti innan veggja grunnskólanna. Hagsmunamál fyrir allt samfélagið Það er von okkar að yfirvöld á sviði menntamála verði við þessu ákalli kennara, nemenda, foreldra og opinberra starfshópa um að öll ungmenni fái jöfn tækifæri til að tileinka sér undirstöðuatriði í fjármálum snemma á lífsleiðinni. Það er í senn jafnréttismál og hagsmunamál fyrir samfélagið allt. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits hjá Samtökum fjármálafyrirtækja.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun