Samflokkskona ráðherra skorar á hann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2023 07:45 Ingibjörg Isaksen, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi og þingflokksformaður við setningu Alþingis í fyrradag. Hún tók sæti á þingi árið 2021. Vísir/Hulda Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. Þetta kemur fram í skriflegum svörum frá Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformanni Framsóknar og oddvita í Norðausturkjördæmi. Eins og fram hefur komið hafa 25 fyrirtæki á Norðurlandi gagnrýnt áformin sem fyrst voru kynnt í lok apríl, auk kennarafélaga beggja skóla og nemenda við Menntaskólann á Akureyri. „Ég hef verið hörð á því frá upphafi að markmið með þeirri vinnu sem lagt var upp með yrði að vera til þess að efla nám og svæðið í heild,“ segir Ingibjörg. „Í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á skýrslu nefndarinnar tel ég einsýnt að staldra við, hægja á okkur og breyta uppleggi vinnunnar. Ég hef skorað á menntamálaráðaherra að endurskoða vinnuna og markmið með það að leiðarljósi að efla nám framhaldskólanna í breiðu samráði.“ Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu. „Ein af forsendum þess að hægt sé að slaka á vinnunni eða breyta áherslum er sú að fjármagn inn í málaflokkinn aukist. Ég treysti því að allir þingmenn hér í kjördæminu styðji tillögur um aukið fjármagn inn í málaflokkinn svo hægt sé að hægja á þessari vegferð. Nú er mikilvægt að gefa starfsmönnum, nemendum og heimafólki á svæðinu svigrúm og tækifæri til að móta sameiginlega framtíðarsýn um þróun framhaldsskólastarfs á svæðinu í takt við samfélagsbreytingar og áskoranir.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Framsóknarflokkurinn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum frá Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformanni Framsóknar og oddvita í Norðausturkjördæmi. Eins og fram hefur komið hafa 25 fyrirtæki á Norðurlandi gagnrýnt áformin sem fyrst voru kynnt í lok apríl, auk kennarafélaga beggja skóla og nemenda við Menntaskólann á Akureyri. „Ég hef verið hörð á því frá upphafi að markmið með þeirri vinnu sem lagt var upp með yrði að vera til þess að efla nám og svæðið í heild,“ segir Ingibjörg. „Í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á skýrslu nefndarinnar tel ég einsýnt að staldra við, hægja á okkur og breyta uppleggi vinnunnar. Ég hef skorað á menntamálaráðaherra að endurskoða vinnuna og markmið með það að leiðarljósi að efla nám framhaldskólanna í breiðu samráði.“ Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu. „Ein af forsendum þess að hægt sé að slaka á vinnunni eða breyta áherslum er sú að fjármagn inn í málaflokkinn aukist. Ég treysti því að allir þingmenn hér í kjördæminu styðji tillögur um aukið fjármagn inn í málaflokkinn svo hægt sé að hægja á þessari vegferð. Nú er mikilvægt að gefa starfsmönnum, nemendum og heimafólki á svæðinu svigrúm og tækifæri til að móta sameiginlega framtíðarsýn um þróun framhaldsskólastarfs á svæðinu í takt við samfélagsbreytingar og áskoranir.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Framsóknarflokkurinn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira